Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 9, frá 03.05.2018

Málsnúmer 1805002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 305. fundur - 18.09.2018

Til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda; kynningarfundur með væntanlegum leigjendum, forráðamönnum og aðstandendum.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses boðuðu til fundar foreldra og væntanlega leigjendur íbúðanna á kynningarfund.

    Ágúst Hafsteinsson arkitekt hjá Form ráðgjöf kynnti teikningar og útskýrði hvernig húsnæðið væri hugsað. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar séu 61 m2 og 63 m2. Þjónusturými og starfsmannaaðstaða er áætlað 135m2. Börkur Þór Ottósson kynnti verkferilinn og hver væru næstu skref. Undirbúningur hófst í september 2017, hönnun hófst í desember 2017, gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ágúst 2018 og ljúki í ágúst 2019. Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kynnti hugmyndir að starfsmannahaldi, gerð þjónustuáætlana með tilvonandi íbúum og mat á þjónustuþörf þeirra.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 9 Gestir á fundinum spurðu um ýmislegt svo sem um hita í stétt og aðgengi að íbúðunum, hvort akfært væri að íbúðum, hugmyndir að gróðri í kringum húsin, hvort yrði verönd í kringum húsin og hvernig snjóalög verða. Foreldrar ítreka ánægju sína með að í öðru húsinu er gert ráð fyrir sameiginlegu rými þar sem væntanlegir íbúar geta komið saman. Allir á fundinum sammála um að þetta yrðu fallegar íbúðir, vel hannaðar og lausar við íburð og óþarfa á fermetra. Bókun fundar Fundargerðin er lögð fram til kynningar.