Landbúnaðarráð - 121, frá 04.09.2018

Málsnúmer 1808010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 305. fundur - 18.09.2018

Til afgreiðslu:
3. liður, til byggðaráðs.
  • Á 120. fundi landbúnaðarráðs þann 17. ágúst var eftirfarandi erindi frestað. Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð telur þörf á að endurskoða umgjörð, skipulag og eftirfylgni hvað varðar endurnýjun og viðhald fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd áður en lengra er haldið.
    Ráðið leggur til að kr. 2.000.000 verði settar á fjárhagsáætlun.
    Sviðsstjóra er falið að kalla nefndarmenn á fund ráðsins fyrir áramót þar sem undirbúið verður fyrirkomulag næsta árs.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu starfsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs 2019. Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða starfsáætlun.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs fyrir 2019. Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar í byggðaráði með öðrum tillögum að gjaldskrám 2019.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs.
  • Til umræðu umsókn um styrk til Umhverfisráðuneytisins vegna förgunar á gömlum og ónýtum girðingum. Landbúnaðarráð - 121 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að sækja um styrk til niðurrifs og förgunar á gömlum og ónýtum girðingum í sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar tvær fundargerðir fjallskiladeildar Árskógsdeildar ásamt fylgigögnum Landbúnaðarráð - 121 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnst ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.