Landbúnaðarráð

121. fundur 04. september 2018 kl. 09:00 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ósk um áframhaldandi fjárveitingu í fjallgirðingarsjóðinn

Málsnúmer 201609128Vakta málsnúmer

Á 120. fundi landbúnaðarráðs þann 17. ágúst var eftirfarandi erindi frestað. Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð telur þörf á að endurskoða umgjörð, skipulag og eftirfylgni hvað varðar endurnýjun og viðhald fjallgirðingarinnar á Árskógsströnd áður en lengra er haldið.
Ráðið leggur til að kr. 2.000.000 verði settar á fjárhagsáætlun.
Sviðsstjóra er falið að kalla nefndarmenn á fund ráðsins fyrir áramót þar sem undirbúið verður fyrirkomulag næsta árs.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2019

Málsnúmer 201808028Vakta málsnúmer

Til umræðu starfsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs 2019.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða starfsáætlun.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

Til kynningar og afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs fyrir 2019.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um styrk til Umhverfisráðuneytisins vegna förgunar á gömlum og ónýtum girðingum.

Málsnúmer 201808099Vakta málsnúmer

Til umræðu umsókn um styrk til Umhverfisráðuneytisins vegna förgunar á gömlum og ónýtum girðingum.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að sækja um styrk til niðurrifs og förgunar á gömlum og ónýtum girðingum í sveitarfélaginu.

5.Fundargerðir fjallskiladeilda 2018

Málsnúmer 201808102Vakta málsnúmer

Til kynningar tvær fundargerðir fjallskiladeildar Árskógsdeildar ásamt fylgigögnum
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs