Fjárhagsáætlun 2018; lækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga - viðauki

Málsnúmer 201809011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga samkvæmt endurskoðun fjárhæðar í fjárhagsáætlun 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2018 og lækkun á áætlun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga 2018 að upphæð kr. 1.714.508, annars vegar deild 22600 kr. - 2.384.182 og hins vegar deild 41210 kr. 669.673.

Sveitarstjórn - 305. fundur - 18.09.2018

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. septmeber 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga samkvæmt endurskoðun fjárhæðar í fjárhagsáætlun 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2018 og lækkun á áætlun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga 2018 að upphæð kr. 1.714.508, annars vegar deild 22600 kr. - 2.384.182 og hins vegar deild 41210 kr. 669.673. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 30.