Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 6, frá 28.03.2018

Málsnúmer 1803011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda; hönnunarsamningur
    Undir þessum lið kom á fundinn Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 12:30.

    Á 4. fundi stjórna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund félagsins Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs. Á 3. fundi stjórnar þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Á áætlun er að byggja 7 íbúðir fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, liggur fyrir samþykki á stofnframlagi að upphæð kr. 56.410.248 til að byggja alls 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða. Til umræðu fyrstu skref hvað varðar m.a. hönnun á húsnæðinu. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 12:09. Eyrún vék af fundi kl. 12:19.
    Berki Þór falið að afla upplýsinga á milli funda í samræmi við umræður á fundinum."

    Með fundarboði stjórnar fylgdi drög að hönnunarforsendum við Ágúst Hafsteinsson, Arkitektastofnunni Form.

    Til umræðu ofangreint.

    Eyrún vék af fundi kl.13:38
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 6 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að hafa samband við Ágúst Hafsteinsson og koma á framfæri þeim ábendingum sem fram komu á fundinum um hönnunarforsendum og drög að teikningum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201711099 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses - stofnun; samningur við Íbúðalánasjóð
    Á 5. fundi stjórnar þann 28. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Með fundarboði fylgdi drög frá Íbúðalánasjóði að samningi um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga, við Lokastíg 3 á Dalvík, sem og drög að yfirlýsingum um kvöð. Á fundinum var farið yfir ofangreind drög.
    Stjórn LD hses gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi drög frá Íbúðalánasjóði."

    Með fundarboði fylgdu endanleg drög að samningi við Íbúðalánasjóð um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga, við Lokastíg 3 á Dalvík ásamt yfirlýsingu um kvöð.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 6 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Íbúðalánasjóð um stofnframlag ásamt yfirlýsingu kvöð, sbr. ofangreint, og felur framkvæmdastjóra að undirrita fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.