Erindi vegna flotbryggju á Hauganesi

Málsnúmer 201707003

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 64. fundur - 08.08.2017

Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018

Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018

Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Byggðaráð - 838. fundur - 03.10.2017

Undir þessum lið mættu á fund byggðaráðs Árni Halldórsson frá Whales Hauganes ehf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018 Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. "

Í tillögum veitu- og hafnasviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021 til byggðaráðs er lagt til að farið verði í framkvæmd við flotbryggju í höfninni á Hauganesi að upphæð 14,0 m.kr.

Til umræðu ofangreint.

Árni og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:21
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að skoða aðra möguleika hvað varðar lausn á aðgengi fyrir farþega í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 859. fundur - 08.03.2018

Á 838. fundi byggðaráðs þann 3. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið mættu á fund byggðaráðs Árni Halldórsson frá Whales Hauganes ehf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað: "Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018 Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018." Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. " Í tillögum veitu- og hafnasviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021 til byggðaráðs er lagt til að farið verði í framkvæmd við flotbryggju í höfninni á Hauganesi að upphæð 14,0 m.kr. Til umræðu ofangreint. Árni og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:21
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að skoða aðra möguleika hvað varðar lausn á aðgengi fyrir farþega í samræmi við umræður á fundinum."

Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir landgangi að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta ofangreindu erindi hvað varðar betra aðgengi fyrir farþega fyrirtækisins.

Með fundarboði fylgdi nýtt erindi frá Árna Halldórssyni fyrir hönd Whales Hauganes ehf., móttekið þann 6. mars 2018, þar sem erindið frá 3. júlí 2017 er ítrekað þar sem óskað er eftir flotbryggju, enda hafi fyrirtækið ekki trú á að hægt sé að bæta aðgengið nema með flotbryggju. Óskað er eftir að fá byggðaráð í heimsókn á hafnarsvæðið á Hauganesi sem allra fyrst til að skoða aðstæður og fara yfir málin.

Á fundinum fór byggðaráð í heimsókn til Whales Hauganes ehf. á Hauganes ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að eiga fund með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. og koma á næsta fund byggðaráðs með hugmyndir að lausnum.

Byggðaráð - 860. fundur - 15.03.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnaviðs, kl. 13:00.

Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var m.a. bókað:
"Með fundarboði fylgdi nýtt erindi frá Árna Halldórssyni fyrir hönd Whales Hauganes ehf., móttekið þann 6. mars 2018, þar sem erindið frá 3. júlí 2017 er ítrekað þar sem óskað er eftir flotbryggju, enda hafi fyrirtækið ekki trú á að hægt sé að bæta aðgengið nema með flotbryggju. Óskað er eftir að fá byggðaráð í heimsókn á hafnarsvæðið á Hauganesi sem allra fyrst til að skoða aðstæður og fara yfir málin. Á fundinum fór byggðaráð í heimsókn til Whales Hauganes ehf. á Hauganes ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að eiga fund með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. og koma á næsta fund byggðaráðs með hugmyndir að lausnum."

Sviðsstjóri veitu- og hafnaviðs gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. þriðjudaginn 13. mars s.l.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja fyrir byggðaráð útfærða lausn í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Byggðaráð - 861. fundur - 28.03.2018

Á 860. fundi byggðaráðs þann 15. mars 2018 gerði sviðstjóri veitu- og hafnasviðs grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Whales Hauganes ef. þriðjudaginn 13. mars s.l. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja fyrir byggðaráð útfærða lausn í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint.

Veitu- og hafnaráð - 73. fundur - 11.04.2018

Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k.
Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-.

Byggðaráð - 863. fundur - 11.04.2018

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint."

Á 73. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k.
Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-."

Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir kr. 5.000.000 vegna þessa verkefnisins. Mismunurinn kr. 1.550.000 er vegna virðisaukaskatts.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 7. Vísað á deild 42200 og mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint." Á 73. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k. Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar. Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-." Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir kr. 5.000.000 vegna þessa verkefnisins. Mismunurinn kr. 1.550.000 er vegna virðisaukaskatts. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 7. Vísað á deild 42200 og mætt með lækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2018. Vísað á deild 42200 og mætt með lækkun á handbæru fé, vegna kaupa á flotbryggju af Króla ehf á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.