Fræðsluráð - 225, frá 11.04.2018.

Málsnúmer 1804003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri, lagði fram skýrslu frá Vinnuvernd um niðurstöður greiningarvinnu á Krílakoti. Skýrslan fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 225 Skýrslan rædd og ákveðið að aðgerðaáætlun verði unnin í framhaldinu. Stefnt skal að því að hún verði lögð fyrir fræðsluráð á næsta fundi þess. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skóladagatöl Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots lögð fram til endanlegrar afgreiðslu. Fræðsluráð - 225 Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:21.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • .3 201503209 Námsárangur
    Fundargerð 50. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 225 Lagt fram til kynningar og umræðu. Stefnt er að því að á næsta fundi skili vinnuhópurinn lokaskýrslu til ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:22.

    Lagt fram til kynningar.
  • Fræðsluráð fór í kynnisferð í Árskógarskóla. Fræðsluráð - 225 Fræðsluráð skoðaði húsakynni, aðstöðu og starfsemi í Árskógarskóla og þakkar fyrir móttökurnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.