a) Umhverfis- og tæknisvið, nýtt starf skv. fjárhagsáætlun 2018.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.
Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir nýju stöðugildi á umhverfis- og tæknisviði, 100% starf, en gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður starfi með umhverfisstjóra.
Börkur Þór gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.
Börkur vék af fundi kl. 13:26.
b) Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, ráðning í starf í stað yfirhafnavarðar.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27.
Fyrir liggur að yfirhafnavörður mun láta af störfum í enda febrúar 2018. Til umræðu ráðning starfsmanns Hafnasjóðs Dalvíkurbyggð í stað yfirhafnavarðar. Þorsteinn gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.
Þorsteinn vék af fundi kl. 13:55.