Á 863. fundi byggðáráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá vinnuhópi vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf, dagsett þann 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.300.000 við deild 21010 vegna ráðgjafar og aðstoðar frá verktaka við innleiðinguna. Lagt er til að samið verði við PACTA. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 9/2018, við deild 21010 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.