Atvinnumála- og kynningarráð - 33, frá 04.04.2018.

Málsnúmer 1803013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

  • Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Til umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 32. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum.

    Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið grunn að verkefninu sem byggir meðal annars á ímyndarkönnun sem unnin var í sveitarfélaginu árin 2016 og 2017."

    Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu þau tilboð sem bárust vegna gerðar kynningarmyndbands.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 32. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,,leggur atvinnumála- og kynningarráð til við sveitarstjórn að vinnu við auðlindahluta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar verði hætt og að vinnuhópurinn, sem skipaður var af sveitarstjórn, verði lagður niður.

    Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en hún er langt á veg komin."

    Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu við gerð atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en meðal annars er búið að vinna ímynd Dalvíkurbyggðar, SVOT greiningu og atvinnulífskönnun sem koma inn í stefnuna.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Dalvíkurbyggð hefur fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að fjárhæð kr. 45.391.400 til að gera áningarstað við Hrísatjörn.

    Verkefnið snýst um áframhaldandi uppbyggingu í Friðlandi Svarfdæla í samræmi við drög að Stjórnunar- og verndaráætlun svæðisins og gera áningarstað við Hrísatjörn. Áningastaðurinn er ætlaður til að auka aðgengi ferðamanna að þessu fuglaskoðunarsvæði auk þess sem þar verður kort af sveitarfélaginu með helstu kennileitum. Áningarstaðurinn er því ætlaður til verndar á svæðinu, til að bæta aðgengi og til fróðleiks fyrir ferðamenn og heimamenn. Sérstök áhersla er á aðgengi fyrir fatlaða en gert er ráð fyrir því að hægt verði að fylgjast með fuglalífi úr hjólastól. Þá verður klósett á svæðinu.

    Til kynningar.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með styrkveitinguna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir skýrsla frá flugklasanum Air66N. Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefni flugklasans á tímabilinu 20. okt 2017 - 20. mars 2018, markaðssetningu, flugfélög, innra starf og framtíðaráætlanir.

    Helst ber að nefna flugferðir flugfélagsins Super Break frá Bretlandi í janúar og febrúar 2018. Þrátt fyrir ýmsa byrjendahnökra stefnir flugfélagið á áframhaldandi flug til Akureyri næsta vetur og hyggst auka brottfarirnar úr 15 upp í 30. Þá lítur út fyrir að ILS aðflugsbúnaður verði settur upp haustið 2018 en hann er talinn nauðsynlegur til að auðvelda lendingar stærri véla á Akureyrarvelli.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.