Byggðaráð

863. fundur 11. apríl 2018 kl. 13:00 - 14:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá vinnuhópi v. gervigrasvallar; Samningur við AVH og VSO vegna hönnunar og gerð útboðsgagna fyrir gervigrasvöll

Málsnúmer 201804037Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Til umfjöllunar tillaga frá vinnuhópi vegna gervigrasvallar um að samið verði við AVH og VSÓ vegna hönnunar og gerð útboðsganga vegna gervigrasvallar á Dalvík. Kostnaður alls kr. 9.632.400 án vsk.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við AVH og VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna vegna gervigrasvallar á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi tilboði,vísað á deild 32200 á fjárhagsáætlun 2018.

2.Frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs; Starfsmannamál - ráðningar

Málsnúmer 201801025Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um ráðningu starfsmanns vegna skönnunar á teikningum veitna. Um er að ræða stöðuhlutfall sem nemur 62,5% stöðuhlutfall, þ.e. 50% í maí og 12,5% í apríl. Áætlaður kostnaður með launatengdum gjöldum er kr. 277.045. Á móti kemur lækkun á deild 48200 vegna áætlunar um uppfærslu á gagnagrunni.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2018. Þar sem um er að ræða innbyrðis færslur þá þarf ekki að bregðast við þessari ráðstöfun með öðrum hætti.

3.Frá 73. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl 2018; Erindi vegna flotbryggju á Hauganesi

Málsnúmer 201707003Vakta málsnúmer

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint."

Á 73. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k.
Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-."

Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir kr. 5.000.000 vegna þessa verkefnisins. Mismunurinn kr. 1.550.000 er vegna virðisaukaskatts.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 7. Vísað á deild 42200 og mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við leiktæki á Hauganesi

Málsnúmer 201711083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 6. apríl 2018 þar sem óskað er eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2018 vegna kostnaðar við leiktæki á Hauganesi. Beiðnin er tilkomin vegna erindis frá íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 5. apríl 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á fyrirhuguðum leiktækjakaupum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 204.000 við 32200-11608-E1818, en á áætlun 2018 er kr. 1.500.000.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 8/2018, að upphæð kr. 204.000. Vísað á deild 32200 og lið 11608, verkefni nr. E1818. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð leggur áherslu á að leiktækin verði sett niður sem allra fyrst og fagnar frumkvæði íbúanna.

5.Frá Herberti Hjálmarssyni og fleirum; endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Á 860. fundi byggðaráðs þann 15. mars 2018 var erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, til umfjöllunar. Í erindinu var óskað eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 verði áætlað fjármagn til að endurnýja og/eða viðhalda stoðvegg sem er á lóðamörkum við Hafnarbraut.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla frekari upplýsinga í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á kostnaði vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18. Samtals kostnaður er kr. 2.003.992 samkvæmt viðmiðum frá Fjallabyggð. Í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við niðurrif og förgun núverandi veggja en gera má ráð fyrir 20% til viðbótar ofangreindum kostnaði vegna þess.

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn í gegnum síma kl. 14:18 og fór af fundi kl. 14:21.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins.

6.Frá vinnuhópi vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf; beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna ráðgjafar.

Málsnúmer 201801129Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá vinnuhópi vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf, dagsett þann 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.300.000 við deild 21010 vegna ráðgjafar og aðstoðar frá verktaka við innleiðinguna. Lagt er til að samið verði við PACTA.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 9/2018, við deild 21010 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Arðgreiðsla 2018

Málsnúmer 201804033Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði svietarfélaga, rafbréf dagsett þann 9. apríl 2018, þar sem upplýst er að arðgreiðsla til Dalvíkurbyggðar vegna 2017 er kr. 5.226.360 og að frádregnum 20% fjármagntekjuskatti er útgreidd fjárhæð kr. 4.181.088.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélga; Aldursdreifing í sveitarfélögum

Málsnúmer 201804017Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. apríl 2018, þar sem fram kemur að Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur uppfært excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi aldursdreifingu hjá sveitarfélögunum fyrir árin 1998 og 2018. Með þessu er hægt er sjá þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningunni. Sjá nánar: http://www.samband.is/media/tolfraedilegar-upplysingar/Aldursdreifing_piramidi_1998_2018.xlsx

Lagt fram til kynningar.

9.Frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár; Aðalfundur 2018

Málsnúmer 201804018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð frá stjórn Veiðifélags Svarfaðardalsár, rafpóstur dagsettur þann 4. apríl 2018, þar sem boðað er til aðalfundar Veiðfélagsins að Rimum fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 20:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að finna fulltrúa til að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 14:35.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs