Sveitarstjórn

301. fundur 20. mars 2018 kl. 16:15 - 17:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857, frá 22.02.2018

Málsnúmer 1802014FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.
7. liður.
10. liður.
 • 1.1 201802069 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og mennningarsviðs, kl. 13:10.

  Bókað í trúnaðarmálabók.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857
 • Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Hlynur gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar ofangreindan leigusamning á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 1. júní 2017. Samningstíminn er til 1. september 2027. Hlynur vék af fundi kl. 13:24. Lagt fram til kynningar."

  Tekið fyrir greinargerð frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 21. febrúar 2018, er varðar næstu skref hvað varðar leigusamninga við Stórvaal ehf. um Rima. Fyrir liggur beiðni frá Stórvali ehf. um heimild til að framleigja leigusamninginn til 3ja aðila sem og að gerð verði breyting á leigutíma samningsins þannig að hann verði frá 15. maí til 15. september (4 mánuðir) ár hvert og að frá 16. september til 14. maí (8 mánuðir) verði rekstur Rima í umsjón Dalvíkurbyggðar.


  Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að miðað við stöðuna sem nú er uppi að gerð viðauka við leigusamning Dalvíkurbyggðar og Stórvals ehf. sé ekki álitlegur kostur heldur er lagt til að Rimar verði auglýstir til leigu allt árið eða hluta úr ári, til allt að 10 ára.

  Til umræðu ofangreint.

  Hlynur vék af fundi kl. 13:30
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að semja um lok leigusamnings um Rima við Stórval hf.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu auglýsingu þar sem Rimar verði auglýstir til leigu.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 1.3 201605058 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:30.

  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Þorsteinn vék af fundi kl. 13:54
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:50.

  Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla. Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00
  Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33 Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til. Samþykkt með fimm atkvæðum."

  Til umræðu ofangreind drög að samningi.

  Börkur Þór vék af fundi kl. 14:48.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 724. fundi byggðaráðs þann 22. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:

  "Á 722. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:

  Á 707. fundi byggðarráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað:
  Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað:
  Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.

  Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeilt það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.

  Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir afgreiðslur á niðurstöðum íbúakönnunar árið 2012 vegna deiliskipulags í landi Upsa. Fram kemur meðal annars að á 641. fundi bæjarráðs þann 25. október 2012 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

  Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu.

  Á 240. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30.12.2012 var samhljóðandi afgreiðsla samþykkt samhljóða.

  Á 232. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 07.11.2012 var eftirfarandi bókað:
  Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.
  Afgreiðslu frestað.

  Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.

  Samandregið þá er málið enn í vinnslu hjá umhverfisráði, þ.e. að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar frá 30.10.2012.

  Börkur Þór og Haukur viku af fundi kl. 08:49.
  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindu máli til næsta fundar.
  Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis - og tæknisviðs að svara erindi Ragnheiðar.

  Til umræðu ofangreint.

  Frekari umfjöllunar og afgreiðslu frestað.

  Rætt og frestað."
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi svar til upplýsingar við ofangreindu erindi:

  Á 301. fundi umhverfis- og tæknisviðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Á 299. fundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum:
  Deiliskipulag svæðisins er enn í gildi samkvæmt staðfestingu Skipulagsstofnunnar fyrir 6 árum. Á undanförnum árum hafa borist fyrirspurnir um svæðið til viðbótar við fyrri umsóknir. Sveitarstjórn telur því rétt að fela umhverfisráði og sviðsstjóra umhverfissviðs að taka upp deiliskipulag í landi Upsa í heild sinni, endurskoða Svæði A (Frístundabyggð) í þeirri mynd sem það var kynnt fyrir íbúakosningu árið 2012. Sveitarstjórn leggur því jafnframt til að Upsasvæðið í heild sinni verði tekið til endurskoðunar enda eru forsendur varðandi aðgengi og annað við Upsasvæði breyttar frá því sem var fyrir 6 árum.

  Umhverfisráð leggur áherslu á að endurskipuleggja þurfi svæðið í heild sinni. Þar sem ekki er gert ráð fyrir endurskoðun deiliskipulags í landi Upsa á fjárhagsáætlun 2018 leggur umhverfisráð til að gert verði ráð fyrir endurskoðun skipulagsins í heild sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Samþykkt með fimm atkvæðum."

  Á 300. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar s.l. var ofangreind afgreiðsla umhverfisráðs staðfest.

  Að svo stöddu eru því ekki auglýstar lóðir í landi Upsa og afgreiddar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Árna Frey Árnasyni, rafpóstur dagsettur þann 8. febrúar 2018, þar sem hann óskar eftir að fá aðgang/ leigðan neðri hluta "Hreiðursins" sem Skíðafélag Dalvíkur er með afnot af, fyrir sleðaleigu sem hann starfrækir.


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Ekki er áætlað að leigja út Hreiður að svo stöddu og ef yrði tekin ákvörðun um útleigu þá yrði húsnæðið auglýst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá ferðanefnd Félags eldri borgara, móttekið þann 15.02.2018, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna ferðar til Austurlands í 3 daga. Áætlaður lágmarkskostnaður per mann með rútu er kr. 45.000.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð getur því miður ekki orðið við erindinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 215. fundi félagsmálaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram fyrstu drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Dalvíkurbyggð. Leiðbeinandi reglur höfðu borist frá Velferðarráðuneytinu í lok október 2017 og var erindið tekið fyrir í félagsmálaráði 10. október 2017.
  Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna drög að reglunum og leggja fyrir næsta fund ráðsins."

  Samkvæmt rafpósti frá Velferðarráðuneytinu þann 25.09.2017 þá hefur samráðsnefnd um húsnæðismál unnið meðfylgjandi drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga og óskað var eftir athugasemdum við drögin eigi síðar en 6. október 2017. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu þann 22. febrúar 2018 liggja endanlegar leiðbeinandi reglur ekki fyrir en áformaður er fundur í mars.

  Í leiðbeiningum ráðuneytisins kemur fram m.a.:
  "Ákvæðin hér á eftir eru því ekki bindandi fyrir hlutaðeigandi sveitarfélag enda hafi það birt efnislega aðrar reglur. Sé það ákvörðun sveitarstjórnar að víkja frá einhverjum þeirra ákvæða sem að neðan greinir er rétt að rökstuðningur sé tekinn saman fyrir fráviki þannig að skýra megi út forsendur þess fyrir umsækjendum. "

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Frestað til næsta fundar og óskað eftir að sviðsstjóri félagsmálasviðs mæti á fund byggðaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Kristjáni Jónassyni endurskoðanda hjá KPMG fyrir hönd Rætur bs. er varðar uppgjör fyrir Rætur bs. vegna ársins 2017. Samkvæmt þeim drögum á Dalvíkurbyggð að greiða kr.845.881 vegna málefna fatlaðra.

  Samkvæmt lykli 29-500-73412 þá er bókuð skuld Dalvíkurbyggðar kr. -1.990.663 miðað þannig að ofangreint uppgjör fellur innan þeirrar fjárhæðar.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint uppgjör skv. meðfylgjandi gögnum og greiðslu á kr. 845.881 til Rætur bs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 8. febrúar 2018, þar sem kynntar eru leiðbeiningar um meðhöndlun uppgörs við Brú lífeyrissjóð í reikningsskilum sveitarfélaga.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 13. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum vegna innkaupa yfir viðmiðunarfjárhæðum EES fyrir 2017, fyrir 28. febrúar 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 14. febrúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfum um ríkisborgararétt), 35. mál.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 15. febrúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekin fyrir 302. fundargerð stjórnar Eyþings frá 26. janúar 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858, frá 01.03.2018

Málsnúmer 1802016FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður f).
7. liður.
10. liður.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

  Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar voru til umfjöllunar drög að reglum félagsmálasviðs um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði, sbr. fundir félagsmálaráðs þann 10. október 2017 og 8. febrúar 2018.

  Til umræðu ofangreint. Farið yfir stöðu mála.

  Eyrún vék af fundi kl. 13:19.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem gefinn er kostur á að sækja um styrk í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
  Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2016 að upphæð kr. 300.000 vegna göngubrúar yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar og óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem fjallað er um geymsluhúsnæði skíðasvæðisins annars vegar og endurnýjun á snjótroðara hins vegar. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um þessi mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:25.

  Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum."

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir starfsmannamálum sviðsins.

  Til umræðu ofangreint.

  Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:56 vegna vanhæfis.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:07.

  Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 14:07. Einnig sat sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs áfram fundinn.

  Vinnuhópur um húsnæði í eigu sveitarfélagsins hittist á fundi 20. febrúar 2018 til að fara yfir stöðuna í tengslum við tillögur vinnuhópsins.

  a) Böggvisstaðaskáli
  Fram var komin tillaga um að setja skálann á söluskrá og þá til vara að auglýsa skálann til leigu. Í því sambandi þarf að skoða hvort og hvaða ráðstafanir þarf að gera hvað varðar eigur Dalvíkurbyggðar sem eru geymdar í Böggvisstaðaskála.

  Til umræðu ofangreint.

  Þorsteinn og Valur viku af fundi kl. 14:24.

  b) Gamli skóli
  Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 voru málefni "Gamla skóla" til umfjöllunar og eftirfarandi var m.a. bókað:

  "a) Hvað varðar "Gamla skóla" þá er ca. 70% húsnæðisins í eigu ríkisins og ca. 30% í eigu Dalvíkurbyggðar. Á fundi framkvæmdarstjórnar 08.05.2017 var rætt um að fá óháðan aðila til að gera viðhaldsáætlun, síðan yrði fasteignasali fenginn til að gera verðmat á eigninni og í framhaldinu þá yrði stefnt að því að óska eftir hugmyndum frá íbúum hvað varðar ráðstöfun á húsnæðinu.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar "Gamla skóla" að höfðu samráði við ríkið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áætlun unnin af AVH dagsett í október 2017, er varðar mat á þörf á viðhaldi og endurbótum á "Gamla skóla". Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi til ríkisins um húsnæðið í samræmi við umræður á fundinum."

  c) Víkurröst
  Í tillögum vinnuhópsins koma fram m.a. vangaveltur um markaðssetningu á húsinu og liður í því eru merkingar á húsinu til að auðkenna hvaða starfsemi fer það fram. Einnig að húsið verði Frístundahús.

  d) Rimar
  Sjá lið 6. hér á eftir. Málsnr. 201705060.

  e) Ungó. Máls nr. 201709004
  Útleiga á Ungó er í farvegi hjá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

  f) Íbúðir í eigu Félagslegra íbúða.
  Samkvæmt tillögum vinnuhópsins var lagt til að sala íbúða tæki mið af því að sveitarfélagið ætti eftir 15 íbúðir.
  Dalvíkurbyggð á nú 14 íbúðir, 13 þeirra eru í útleigu og 1 íbúð er nýtt fyrir Skammtímavistun.

  Engin íbúð er nú á söluskrá.
  Vinnuhópurinn leggur til, að svo stöddu, að ekki verði fleiri íbúðir settar á söluskrá.

  g) "Hreiður"
  Til umræðu framtíð "Hreiðursins" eftir heimsókn byggðaráðs til Skíðafélags Dalvíkur.

  Börkur Þór vék af fundi kl. 14:45.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 a) Byggðaráð ítrekar fyrri ákvörðun ráðsins og sveitarstjórnar um sölu á Böggvisstaðaskála.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að erindi til fjármálaráðuneytisins um "Gamla skóla" fyrir næsta fund.
  c) Byggðaráð óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúi komi með tillögu að merkingum á Víkurröst í samráði við leigjendur í húsinu.
  d) Lagt fram til kynningar.
  e) Lagt fram til kynningar.
  f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu vinnuhópsins um að setja ekki fleiri íbúðir á söluskrá að svo stöddu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Liðir a) - e) lagðir fram til kynningar.
  Liður f): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:45.

  Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga er varðar bílamál skólans, dagsett þann 22. febrúar 2018. Lagt er til að skólinn leigi 2 bíla í rekstrarleigu. Annar bílinn yrði staðsettur í Fjallabyggð og hinn í Dalvíkurbyggðar. Bílarnir yrðu afhentir 1. september og skilað 31. maí ár hvert. Lagt er til að óskað verði eftir heimild frá byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar að hefja viðræður við Bílaleigu Akureyrar á grundvelli tilboðs sem liggur fyrir.

  Á fundi skólanefndar TÁT þann 6. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað varðandi ofangreint:
  2. 1801089 - Bifreiðamál TÁT, afnot og rekstur
  Bifreiðamál TÁT er til skoðunar. Núverandi bifreið er kostnaðarsöm í rekstri, óhagkvæm og viðhaldsfrek. Verið er að skoða rekstrarleigu á tveimur bílum. Áætlað að leiga og rekstur slíkra bíla sé mun hagstæðari en núverandi rekstur bifreiðar og kostnaður við akstur á starfsmannabílum. Hlyni Sigursveinssyni sviðsstjóra og Magnúsi Ólafssyni skólastjóra falið að vinna málið áfram og skila tillögu til nefndarinnar sem vísar tillögunni áfram til Byggðarráðs Dalvíkur og Bæjarráðs Fjallabyggðar.

  Á 544. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 27. febrúar s.l. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð beiðnina fyrir sitt leyti.

  Til umræðu ofangreint.

  Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:51 til annarra starfa.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga um bílamál. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að semja um lok leigusamnings um Rima við Stórval hf. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu auglýsingu þar sem Rimar verði auglýstir til leigu."

  Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti að fyrir liggur samþykki Stórvals hf. um að núverandi leigusamningi verði sagt upp.
  Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs er tillaga að auglýsingu um tilboð í rekstur á félagsheimilinu Rimum.

  Til umræðu ofangreint. Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á fyrirliggjandi drögum að auglýsingu.

  Hlynur vék af fundi kl. 15:31.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að auglýsingu með breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma auglýsingunni í loftið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Búfesti hsf, dagsett þann 22. febrúar 2018, endurnýjað erindi til sveitarfélaga á Norðausturlandi um mögulegt samstarf Búfesti hsf og sveitarfélaga og stéttarfélaga/íbúðafélaga um byggingu hagkvæmra íbúða og/eða um veitingu stofnstyrkja skv. lögum nr. 52/2016 til næstu 3ja til 5 ára.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum í 3 manna vinnuhóp sem hér segir: 1 frá grunnskóla 1 frá leikskóla 1 frá félagsmálasviði"

  Fyrir liggja tilnefningar í vinnuhópinn:
  Elsa Austfjörð frá Dalvíkurskóla.
  Eyrún Rafnsdóttir frá félagsmálasviði.
  Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir frá Krílakoti.

  Með fundarboði byggðaráðs liggja fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhópi og felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að boða til fyrsta fundar.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að erindisbréfi en felur vinnuhópnum að leggja til áætluð skil.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 26. febrúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál, eigi síðar en 13. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 26. febrúar 2018, þar sem kynnt er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way-Norðurstrandarleið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 858 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859, frá 08.03.2018

Málsnúmer 1803002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður.
7. liður.
 • Á 838. fundi byggðaráðs þann 3. október 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið mættu á fund byggðaráðs Árni Halldórsson frá Whales Hauganes ehf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað: "Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018 Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018." Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. " Í tillögum veitu- og hafnasviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021 til byggðaráðs er lagt til að farið verði í framkvæmd við flotbryggju í höfninni á Hauganesi að upphæð 14,0 m.kr. Til umræðu ofangreint. Árni og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:21
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að skoða aðra möguleika hvað varðar lausn á aðgengi fyrir farþega í samræmi við umræður á fundinum."

  Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir landgangi að upphæð kr. 5.000.000 til að mæta ofangreindu erindi hvað varðar betra aðgengi fyrir farþega fyrirtækisins.

  Með fundarboði fylgdi nýtt erindi frá Árna Halldórssyni fyrir hönd Whales Hauganes ehf., móttekið þann 6. mars 2018, þar sem erindið frá 3. júlí 2017 er ítrekað þar sem óskað er eftir flotbryggju, enda hafi fyrirtækið ekki trú á að hægt sé að bæta aðgengið nema með flotbryggju. Óskað er eftir að fá byggðaráð í heimsókn á hafnarsvæðið á Hauganesi sem allra fyrst til að skoða aðstæður og fara yfir málin.

  Á fundinum fór byggðaráð í heimsókn til Whales Hauganes ehf. á Hauganes ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að eiga fund með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. og koma á næsta fund byggðaráðs með hugmyndir að lausnum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Árni Freyr Árnason kl. 14:30 en hann rekur fyrirtæki sem býður upp á snjósleðaleigu og snjósleðaferðir. Árni Freyr kynnti starfsemi fyrirtækisins.


  Árni Freyr vék af fundi kl. 14:59.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 3.3 201705060 Leigusamningur Rimar
  Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:59.

  Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 voru samþykkt drög að auglýsingu þar sem óskað verði eftir tilboði í leigu og rekstur á félagsheimilinu Rimar á grundvelli þess að fyrirliggjandi var samþykki Stórvals hf. um að leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Stórvals hf. yrði sagt upp.

  Hlynur gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

  Hlynur vék af fundi kl. 15:15.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu að lausn í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem gefinn er kostur á að sækja um styrk í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2016 að upphæð kr. 300.000 vegna göngubrúar yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar og óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjórn."

  Ofangreint var til umfjöllunar á fundi framkvæmdastjórnar s.l. mánudag og niðurstaðan var að leggja til að sótt verði um styrk vegna áningarstaðar við Hrísastjörn í Friðlandi Svarfdæla, sbr. málsnúmer 201710046.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúa að ganga frá umsókn og senda inn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var sveitarstjóra falið að gera drög að erindi til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna "Gamla skóla" og framtíð þess húsnæðis.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 28. febrúar 2018, þar fjallað er um breytingar á mannvirkjalögum og faggildingu í tengslum við byggingaeftirlit.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn frá Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 13. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum vegna innkaupa yfir viðmiðunarfjárhæðum EES fyrir 2017, fyrir 28. febrúar 2018.
  Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu. "

  Á fundinum var gerð grein fyrir svörum og umfjöllun framkvæmdastjórnar um ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi upplýsingar verði sendar til ráðuneytisins fullunnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 854. fundi byggðaráðs þann 1. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Er þess óskað að uppýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og úrvinnslu í framkvæmdastjórn. Málið kæmi síðan aftur fyrir byggðaráð."

  Á fundinum var gerð grein fyrir svörum og umfjöllun framkvæmdastjórnar varðandi ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind samantekt verði sent til ráðuneytisins þegar hún er fullunnin. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 6. mars 2018 frá nefndasviði Alþings þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 3. apríl n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagettur þann 28. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. mars n.k.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 303 frá 2. mars 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 859 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860, frá 15.03.2018

Málsnúmer 1803009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
6. liður.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnaviðs, kl. 13:00.

  Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var m.a. bókað:
  "Með fundarboði fylgdi nýtt erindi frá Árna Halldórssyni fyrir hönd Whales Hauganes ehf., móttekið þann 6. mars 2018, þar sem erindið frá 3. júlí 2017 er ítrekað þar sem óskað er eftir flotbryggju, enda hafi fyrirtækið ekki trú á að hægt sé að bæta aðgengið nema með flotbryggju. Óskað er eftir að fá byggðaráð í heimsókn á hafnarsvæðið á Hauganesi sem allra fyrst til að skoða aðstæður og fara yfir málin. Á fundinum fór byggðaráð í heimsókn til Whales Hauganes ehf. á Hauganes ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að eiga fund með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. og koma á næsta fund byggðaráðs með hugmyndir að lausnum."

  Sviðsstjóri veitu- og hafnaviðs gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. þriðjudaginn 13. mars s.l.

  Til umræðu ofangreint.

  Þorsteinn vék af fundi kl. 13:18.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja fyrir byggðaráð útfærða lausn í samræmi við það sem rætt var á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið sat fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn kl. 13:23.

  Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.
  Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað."

  Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

  Á 852. fundi byggðaráðs þann 18. janúar s.l. komu á fund byggðaráðs Júlíus Baldursson og Herbert Hjálmarsson varðandi ofangreint erindi. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga á millifunda.

  Til umræðu ofangreint.

  Bjarni Th. vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 13:36.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla frekari upplýsinga í samræmi við það sem rætt var á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:47.

  Tekið fyrir erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett þann 9. mars 2018, er varðar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem fór fram 27. desember 2017.

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur og Vilhelm Anton véku af fundi kl. 14:11.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Byggaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu kaup á þjónustu frá verktaka vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf.

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundi vinnuhóps og stöðu mála hvað varðar undirbúning innleiðingar.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt vinnuhópnum að vinna áfram að málinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir fundarboð frá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 7. mars 2018, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 23. mars 2018 kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík.
  Sjá nánar:
  http://www.lanasjodur.is/um-lanasjodinn/adalfundir/adalfundur-2018/


  Vakin er sérstök athyggli á að seturétt eiga allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn.

  Á aðalfundinum er það þannig að framkvæmdarstjóri sveitarfélags fer með atkvæðistrétt síns sveitarfélags nema ef sveitarstjórn hefur tekið sérstaka ákvörðun um annað.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitastjórn að Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sæki fundinn og fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 23. mars n.k. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Félagi íslenskra kraftamanna, dagsett þann 9. mars 2018, þar sem fram kemur að stefnt er á að halda aflraunamótið Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins í annað sinn dagana 23. - 25. ágúst 2018 víðsvegar um Norðurland.

  Í sjónvarpsþættinum sem gerður verður um keppnina og verður afhentur fullunninn til sýningar hjá RÚV er fléttað saman við aflraunirnar, hrikalegri náttúru , sögu staðana sem farið er á og lífi fólksins þar fyrr og síðar, þetta á að vera svona menningar þáttur í bland við krafta.

  Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 140.000 og jafnvel gistingu og einni máltíð (morgunmatur, hádegismatur eða kvöldverður).
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem búið er að marka stefnuna í starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 varðandi kynningarmál. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
 • 4.7 201803043 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860
 • 4.8 201803042 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 8. mars 2018, þar sem sent er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. Umsagnir skulu berast eigi síðar en 28. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 6. mars 2018, þar sem sent er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál. Umsagnir berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. mars 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. apríl n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 860 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 32, frá 07.03.2018.

Málsnúmer 1803001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
 • Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:

  ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

  Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

  Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

  Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu. "

  Á 72. fundi veitu- og hafnaráðs og 302. fundi umhverfisráðs var ofangreind bókun tekin fyrir og óskað eftir því að upplýsingafulltrúi komi á fundi ráðanna til að kynna fyrir þeim stöðu við vinnu auðlindahluta stefnunnar.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 32 Með vísan í ofangreindar bókanir veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs leggur atvinnumála- og kynningarráð til við sveitarstjórn að vinnu við auðlindahluta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar verði hætt og að vinnuhópurinn, sem skipaður var af sveitarstjórn, verði lagður niður.

  Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en hún er langt á veg komin.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu atvinnumála- og kynningarráðs.
 • 5.2 201709015 Fyrirtækjaþing 2017
  Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt atvinnumála- og kynningarráð fyrirtækjaþing sitt 2018 undir yfirskriftinni Hvernig á að ná árangri í markaðssetingu? Fyrirlesari var Gunnar Thorberg Sigurðsson markaðsfræðingur og fór hann vítt og breytt yfir áherslur í markaðssetningu, allt frá mikilvægi þess að gera áætlun um markaðssetningu yfir í leiðir í rafrænni markaðssetningu.

  Ríflega 40 manns sóttu þingið, úr Dalvíkurbyggð og nærsveitum, og frá ýmsum atvinnugreinum.

  Til kynningar.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 32 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnað fyrirtækjaþing og þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og taka þátt. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,, Upplýsingafulltrúi fer yfir niðurstöður atvinnulífskönnunar 2017. Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrirtækjum fyrir góða þátttöku í könnuninni. Niðurstöður hennar verða birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þegar skýrsla hefur verið unnin."

  Upplýsingafulltrúi kynnti fyrstu drög að skýrslu og framsetningu gagna.

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 32 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar upplýsingafulltrúa fyrir vel unna skýrslu og felur henni að birta niðurstöður atvinnulífskönnunarinnar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Dalvíkurbyggð er þátttakandi í verkefninu Arctic Coast Way en verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaga og fyrirtækja á Norðurlandi og teygir sig frá Hvammstanga og yfir á Bakkafjörð. Verkefnið nær þannig yfir 17 sveitarfélög og 21 bæ eða þorp á leiðinni.

  Markmið verkefnisins Arctic Coast Way er að þróa ferðamannaveg eftir strandlengjunni á þessu svæði en vegurinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Þannig er markmiðið að búa til nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi, auka sýnileika svæðisins á innlendum og erlendum mörkuðum, dreifa ferðamönnum meira um landið, auka dvalartíma ferðamanna á Norðurlandi, innleiða sjálfbærni og lengja ferðamannatímann.

  Markaðsstofa Norðurlands heldur utanum verkefnið en það hefur sérstakan stýrihóp sem samanstendur af fulltrúum svæðanna og sérfræðingum í málefnum ferðaþjónustu. Verkefnisstjóri þess er Christiane Stadler.

  Til kynningar.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 32 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

  Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála.

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 32 Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að málinu miðað við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað: ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum. "

  Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið grunn að verkefninu sem byggir meðal annars á ímyndarkönnun sem unnin var í sveitarfélaginu árin 2016 og 2017.

  Til umræðu.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 32 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Félagsmálaráð - 216, frá 13.03.2018

Málsnúmer 1803006FVakta málsnúmer

Ekkert til afgreiðslu.
 • 6.1 201803040 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál nr. 201803040 Félagsmálaráð - 216 Bókað í trúnaðarmálabók
 • Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði Dalvíkurbyggðar, dags 19.02. 2018, fundur nr. 856 en þar var tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsettu en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur"-hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar.

  Í erindi Sólveigar Hlínar kemur fram að hópur sálfræðinga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisisns í samvinnu við leikara og framleiðslufyrirtæki vinni að gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á veg verkefnisins, thinnbestivinur.is og eru hugsuð sem forvörn til að sporna við þróun lyndisraskana hjá unglingum.
  Sótt er um styrki til fyrirtækja og stofnanna til að fjármagna verkefnið.
  Félagsmálaráð - 216 Félagsmálaráð tekur heilshugar undir bókun Ungmennaráðs frá 15. fundi dagsett 28.febrúar 2018 þar sem verkefnið er brýnt og afar áhugavert. Félagmálaráð hvetur byggðarráð til að styrkja verkefnið.


  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 12.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir öllum sveitarfélögum, barnaverndarnefndum sveitarfélaganna og félagsmálanefndum/fjölskyldu- og velferðarnefndum til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Óskað er umsagnar um frumvarpið Félagsmálaráð - 216 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 12.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Félagsmálaráð - 216 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 13.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál Félagsmálaráð - 216 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið er fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 13.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál Félagsmálaráð - 216 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Heimsókn í Skammtímavistun í Skógarhólum. Félagsmálaráð - 216 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin og allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Fræðsluráð - 224, frá 14.03.2018

Málsnúmer 1803004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður sér liður á dagskrá.
 • Skýrsla frá verkfræðistofunni Eflu um ástand sundlaugarinnar í Árskógi lögð fram til afgreiðslu. Sviðsstjóri fór yfir efni skýrslunnar og sagði einnig frá því að gengið hefði verið úr skugga um að frárennslislagnir eru í lagi. Fræðsluráð - 224 Fræðsluráð leggur samhljóða til að farið verði í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir svo fyrirhuguð sundkennsla geti farið fram í sundlauginni í Árskógi nú í vor. Sviðsstjóra er falið að vinna í samstarfi við umhverfis- og tæknivið að nákvæmri kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á sundlauginni og leggja málið fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tillögur að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2018-2019 lagðar fram. Fræðsluráð - 224 Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að fresta endanlegri afgreiðslu málsins til næsta fundar þegar búið verður að samræma skóladagatöl leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga eins og kostur er. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs, sem varðar mögulega ráðningu sálfræðings til þjónustu við skólana í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð - 224 Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að fela sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, kynnti endurskoðaða stefnu um þjónustu Dalvíkurbyggðar við börn með sérþarfir í grunnskólum sveitarfélagsins. Eldri stefna hefur verið í gildi frá árinu 2011. Fræðsluráð - 224 Fræðsluráð samþykkir endurskoðaða stefnuna með 4 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
 • 7.5 201503209 Námsárangur
  Með fundarboði fylgdi fundargerð 49. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla ásamt samanburði á stöðu Dalvíkurskóla og landsmeðaltali Lesferils, lesfimiprófs Menntamálastofnunar. Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði, gerði nánari grein fyrir málinu. Fræðsluráð - 224 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 856. fundi byggðaráðs var beiðni um styrkveitingu til geðheilbrigðismála barna og unglinga vísað til umsagnar í fræðsluráði. Með fundarboði fylgdi erindið sem barst frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Fræðsluráð - 224 Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að mæla með því að Dalvíkurbyggð styrki þetta verkefni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 7.7 201803033 Trúnaðarmál
  Fræðsluráð - 224 Bókað í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin og allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Landbúnaðarráð - 116, frá 15.03.2018

Málsnúmer 1803007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
6. liður.
 • Á 114. fundi landbúnaðarráðs þann 16. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað.

  "Til kynningar og umræðu gangnaseðill fyrir Dalvíkurdeild 2017.
  Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við gangnaseðilinn og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
  Samþykkt með fimm atkvæðum."

  Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 10:18 fjallskilastjóri Dalvíkurdeildar Sigurbjörg Einarsdóttir, Hóli.
  Landbúnaðarráð - 116
  Ráðið þakkar Sigurbjörgu fyrir umræðuna um fjallskil ofl.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 114. fundi landbúnaðarráðs þann 17. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað.

  'Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við niðurröðun dagsverka og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
  Ráðið gerir einnig athugasemdir við innsendan reikning.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.'

  Landbúnaðarráð - 116 Sigurbjörg vék af fundi kl. 11:23

  Ráðið felur sviðsstjóra að leyta álits lögfræðings Bændasamtakanna á túlkun leigusamninga á landi Dalvíkurbyggðar.

  Samþykkt samhljóða.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu yfirlýsingar vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd og áframhaldandi vinna við endurnýjun á girðingunni.
  Landbúnaðarráð - 116 Ráðið felur sviðsstjóra að semja bréf til landeigenda á Árskógsströnd varðandi bindandi samkomulags hvað varðar fjallgirðingar.

  Samþykkt sammhjóða.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu leiga á beiti og slægjulöndum í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 116 Ráðið leggur áherslu á að gengið verði frá nýjum samningum um þau leigulönd sem eftir er að ganga formlega frá.

  Samþykkt samhljóða.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Með innsendu erindi dags. 22. desember 2017 óskar Reynir Hjartarsson eftir búfjárleyfi fyrir tvö hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 116 Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
  Samþykkt samhljóða
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • 8.6 201711103 Umsókn um beitiland
  Með innsendu erindi dags. 23. nóvember 2017 óskar Felix Rafn Felixsson eftir 15-20 Ha beitilandi til leigu. Landbúnaðarráð - 116 Ráðið samþykkir að veita Felix umbeðið land til leigu og felur sviðsstjóra að gera leigusamning.

  Samþykkt samhljóða.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
 • 8.7 201803053 Styrkvegir 2018
  Til umræðu umsókn í Styrkvegasjóð 2018 Landbúnaðarráð - 116 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að leggja fram umsókn í Styrkvegasjóð til lagfæringa og endurbóta á veginum inn á afréttir sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Ungmennaráð - 15, frá 28.02.2018.

Málsnúmer 1802017FVakta málsnúmer

 • Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins 'Þinn besti vinur' - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Ungmennaráð - 15 Ráðið telur að þunglyndi og kvíði ungmenna sé stórt vandamál og telur mikilvægt að auka aðgengi ungs fólks að fræðslu af þessu tagi. Ráðið telur myndbandagerð að þessu tagi muni höfða til ungs fólks og líklegt til árangurs. Ráðið getur því mælt með því að verkefnið verði styrkt. Ef verkefnið verður að veruleika hvetur ungmennaráð til þess að stofnanir Dalvíkurbyggðar sem vinna með ungu fólki, muni nýta sér þessi myndbönd til fræðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Til máls tóku:
  Valdís Guðbrandsdóttir.
  Heiða Hilmarsdóttir.
 • Ungmennaráð - 15 Ungmennaráð fór yfir ný drög að erindisbréfi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna áfram í drögunum samkvæmt umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Umhverfisráð - 303, frá 16.03.2018

Málsnúmer 1803005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
3. liður.
4. liður.
5. liður.
6. liður.
7. liður.
8. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður.
13. liður.
14. liður.
16. liður.
17. liður.
19. liður- sér mál á dagskrá.
20. liður.
21. liður.
23. liður.
 • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2018 óska Eðalbyggingar ehf eftir lóðinni Hringtún 9a-9b, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið komu inn á fundinn kl. 08:20 þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendur erindi dags. 14. mars 2018 óskar Tréverk ehf eftir lóðinni Hrigtún 9a-9b, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 14. mars 2018 óska SG Húseiningar ehf eftir lóðinni Hringtún 9a-9b, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendur erindi dags. 14. mars 2018 óskar Tréverk ehf eftir lóðinni Hrigtún 11a-11b, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2018 óska Eðalbyggingar ehf eftir lóðinni Hringtún 11a-11b, Dalvík Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 14. mars 2018 óska SG Húseiningar ehf eftir lóðinni Hringtún 11a-11b, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2018 óska Eðalbyggingar ehf eftir lóðinni Hringtún 13-15, Dalvík Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendur erindi dags. 14. mars 2018 óskar Tréverk ehf eftir lóðinni Hrigtún 13-15, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 14. mars 2018 óska SG Húseiningar ehf eftir lóðinni Hringtún 13-15, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
  Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
  Ari Már, Björn og Ómar viku af fundi kl. 08:27.
  Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi óska þau Jón Ingi Sigurðarsson og Hugrún Ósk Ágústsdóttir eftir lóðinni við Hringtún 42, en fyrri lóðarhafar hafa skilað inn lóðinni.
  Umhverfisráð - 303 Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan og vék af fundi kl 08:40
  Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjendur.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendum rafpósti dags. 20. febrúar 2018 óska þau Óskar Óskarsson og Lilja Björk Ólafsdóttir eftir stækkun á lóðinni Hringtún 38, Dalvík. Umhverfisráð - 303 Karl Ingi Atlason kom aftur inn á fundinn kl 08:45
  Umhverfisráð hafnar stækkun á lóðinni og felur sviðsstjóra að upplýsa umsækjendur um umræður á fundinum.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 6. mars 2018 óskar Katla ehf eftir lóðinni við Öldugötu 12, Árskógssandi. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 6. mars 2018 óskar Katla ehf eftir lóðinni við Öldugötu 14, Árskógssandi. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 6. mars 2018 óskar Katla ehf eftir lóðinni við Öldugötu 16, Árskógssandi. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Til afgreiðslu breyttar teikningar af áður samþykktum breytingu á Goðabraut 3, Dalvík Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla samþykkis meðeiganda ásamt drögum að nýjum eignaskiptasamningi. Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir grendarkynningu á þeim breytingum sem óskað er eftir áður en byggingarleyfi er gefið út, ásamt umsögn slökkvilisstjóra.

  Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt eftirfarandi aðilum:
  Ráðhús Dalvíkur
  Menningarhúsið Berg
  Goðabraut 4
  Hafnarbraut ( Reitir)
  Hafnarbraut 2a, 2b og 4
  Sognstún 2 og 4


  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 10.16 201803054 Umsókn um byggingarleyfi
  Með innsendu erindi dags. 13. mars 2018 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd eiganda að Árgerði, Árskógssandi eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi að lokinni grenndarkynning.

  Grenndarkynna skal framkvæmdina fyrir eftirfarandi nágrönnum
  Árbakki
  Viðaholt
  Aðalbraut 11

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs með fyrirvara um grenndarkynningu eins og fram kemur í bókun umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 01. mars 2018 óskar Þórir Guðmundsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd eigenda að Öldugötu 4, Árskógssandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð óskar eftir að farið sé að kröfum slökkvilisstjóra hvað varða eldvarnir.
  Einnig óskar ráðið eftir að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir eigendum Aðalbrautar 2,4 og 6.
  Að framanlögðu uppfylltu felur ráðið sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs með þeim fyrirvörum sem fram koma í bókun umhverfisráðs um kröfur slökkviliðsstjóra um eldvarnir og grendarkynningu.
 • Með innsendu erindi dags. 2. mars 2018 óskar Vegargerðin eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku í Dælishólum, Skíðadal. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð frestar afgreiðslu á umbeðnu framkvæmdarleyfi og felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar.
  Ráðið óskar eftir upplýsingum um innihald námunnar, þar sem gerðar eru ákveðnar kröfur til malarslitlagsefnis, því eiga að liggja fyrir rannsóknir á kornadreifingu og fínefnainnihaldi námunnar.
  Sveitarfélagið er tilbúið að skoða aðra möguleika á efnistöku.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum

  Karl Ingi Atlason leggur fram eftirfarandi bókun:

  Ég hafna malartöku í Dælishólunum. Til fjölda ára hefur efnið úr Dælishólunum verið notað sem ofaníburður í vegi í Svarfaðardal og Skíðadal við litla hrifningu íbúa þar. Reynslan er sú að þegar þetta moldar- og leirkennda efni blotnar verða umræddir vegakaflar hættulegir vegfarendum. Moldin veðst upp og bílar taka að rása til í drullunni. Einnig hefur það sýnt sig að það efni sem hefur verið sett í vegina snemmsumars er að mestu horfið að hausti. Ég tel því að nú sé mál að linni og skora á Vegagerðina að loka námunni í Dælishólunum.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. janúar 2018 með athugasemdafresti til 23. febrúar 2018. Engar athugasemdir á auglýsingatíma.
  Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
  Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, sér liður á dagskrá.
 • Til umræðu tillaga umhverfisstjóra um breytingu á umferðarmerkingum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 303 Ráðið lýsir áhyggjum sínum á því ástandi sem er við Martröð og leggur til að vörulosun og lestun flutningabíla verði bönnuð á þjóðveginum frá ferjubryggju suður fyrir smábátahöfn.

  Sviðsstjóra falið að auglýsa breytingarnar lögformlega.


  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
 • Með innsendu erindi dags. 1. og 14. mars 2018 óska eigendur Ytra-Hvarf eftir framkvæmdarleyfi vegna malartöku við Ytra-Hvarf samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðin leyfi þegar og ef jákvæðar umsagnir berast frá Fiskistofu og veiðifélagi Svarfaðardalsár.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs með þeim fyrirvörum sem fram koma í bókun umhverfsiráðs um jákvæðar umsagnir frá Fiskistofu og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
 • Til kynningar fyrirhugaðar staðsetningar á nýjum hreinsistöðvum fráveitu á Árskógssandi og Hauganesi. Umhverfisráð - 303 Ráðinu lýst vel á framlögð gögn, en leggur áherslu á að við endanlega staðsetningu hreinsistöðvar á Árskógssandi verði gert ráð fyrir að áfram verði hægt að komast vegslóða niður í fjöru.

  Lagt fram til kynningar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð, en tillögunni var vísað aftur til umhverfisráðs á 856 fundi byggðarráðs þann 15.02.2018. Umhverfisráð - 303 Umhverfisráð leggur fram þær breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs sem fram koma í tillögu ráðsins.
  Þær breytingar sem lagðar eru til í Svarfaðar- og Skíðadal koma til vegna aukinnar þjónustu Vegagerðarinnar.

  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Frá skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga; 7. fundur.

Málsnúmer 201803068Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls,
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Frá 224. fundi fræðsluráðs þann 14.03.2018; Grunnskóli - sérkennslustefna

Málsnúmer 201802035Vakta málsnúmer

Á 224. fundi fræðsluráðs þann 14. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, kynnti endurskoðaða stefnu um þjónustu Dalvíkurbyggðar við börn með sérþarfir í grunnskólum sveitarfélagsins. Eldri stefna hefur verið í gildi frá árinu 2011.
Fræðsluráð samþykkir endurskoðaða stefnuna með 4 atkvæðum."

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllunar og afgreiðslu kl. 16:35.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum stefnu grunnskóla Dalvíkurbyggðar um þjónustu við nemendur með sérþarfir, Gunnþór Eyfjörð greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

13.Frá 303. fundi umhverfisráðs þann 16.03.2018; Deiliskipulag Lokastígsreitur

Málsnúmer 201708070Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:36.

Á 303. fundi umhverfisráðs þann 16. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. janúar 2018 með athugasemdafresti til 23. febrúar 2018. Engar athugasemdir á auglýsingatíma. Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

14.Frá Bjarna Th. Bjarnasyni; Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn

Málsnúmer 201803073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bjarna Th. Bjarnasyni, dagsett þann 16. mars 2018, þar sem hann óskar lausnar frá störfum sem aðalmaður í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar frá og með 21. mars 2018.

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason sem m.a. gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi undir þessum lið kl. 16:40.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að veita Bjarna Th. Bjarnasyni lausn frá störfum sem aðalmaður í sveitarstjórn frá og með 21. mars 2018, Bjarni Th. Bjarnason tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn færir Bjarna Th. Bjarnasynni þakkir fyrir störf í þágu sveitarfélagsins.

15.Frá Felix Jósafatssyni; Ósk um lausn frá störfum í kjörstjórn.

Málsnúmer 201803079Vakta málsnúmer

Bjarni Th. Bjarnason kom á fundinn að nýju kl. 16:41.

Tekið fyrir erindi frá Felix Jósafatssyni, dagsett þann 19. mars 2018, þar sem hann óskar eftir vegna persónulegra aðstæðna að verða leystur undan setu í kjörstjórn Dalvíkurbyggðar.

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum um að veita Felix Jósafatssyni lausn frá störfum sem aðalmaður og formaður kjörstjórnar.
Sveitarstjórn færir Felix Jósafatssyni þakkir fyrir störf í þágu sveitarfélagsins.

16.Kosningar í ráð og nefndir skv. 46. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með siðari breytingum.

Málsnúmer 201803071Vakta málsnúmer

a) Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu

Aðalmaður í sveitarstjórn í stað Bjarna Th. Bjarnasonar; Íris Hauksdóttir, Hjarðarslóð 1f, 620, Dalvík.
Varamaður í sveitarstjórn í stað Írisar Hauksdóttur; Jón Ingi Sveinsson, Ytra-Kálfsskinni, 621, Dalvík.

b) Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

Aðalmaður og formaður kjörstjórnar í stað Felix Jósafatssonar; Helga Árnadóttir,
Varamaður í kjörstjórn í stað Helgu Árnadóttur; Hákon Sigmundsson, Stórhólsvegi 7.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Íris Hauksdóttir og Jóni Ingi Sveinsson réttkjörin.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Helga Árnadóttir og Hákon Sigmundsson réttkjörin.

17.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5, frá 28.02.2018

Málsnúmer 1802015FVakta málsnúmer

Enginn tók til máls.
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru hún því lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.
 • 17.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á 4. fundi stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið komu á fund félagsins Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs. Á 3. fundi stjórnar þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Á áætlun er að byggja 7 íbúðir fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, liggur fyrir samþykki á stofnframlagi að upphæð kr. 56.410.248 til að byggja alls 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða. Til umræðu fyrstu skref hvað varðar m.a. hönnun á húsnæðinu. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 12:09. Eyrún vék af fundi kl. 12:19.
  Berki Þór falið að afla upplýsinga á milli funda í samræmi við umræður á fundinum."

  Börkur Þór gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur aflað á milli funda frá öðrum sveitarfélögum.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Stjórn LD hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að vinna áfram að málinu á milli funda, í samræmi við umræður á fundinum.
 • 17.2 201802028 Starfsreglur skv. 8. gr. samþykkta og ákvæðum til bráðabirgða
  Á 4. fundi stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Samkvæmt 8. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá á fulltrúaráð í samvinnu við stjórn að setja starfsrelgur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa stjórnar. Fram til þess tíma er fulltrúaráð hefur verið skipað skal stjórn stofnunarinnar fara með þau verkefni sem fulltrúaráði eru falin í samþykktum þessum. Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfsreglur hses félaga.
  Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Velferðarráðuneytinu og Íbúðalánasjóði."

  Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda. Svo virðist vera að ekki liggi fyrir starfsreglur sem hægt væri að nota sem fyrirmynd.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Stjórn LD hses felur framkvæmdastjóra að fylgja áfram eftir fyrirspurnum til Sambandsins íslenskra sveitarfélaga.
 • 17.3 201802029 Þóknun framkvæmdastjóra skv. 9. gr samþykkta og þóknun stjórnar skv. 6. gr. samþykkta.
  Á 4. fundir stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "a) Samkvæmt 9. gr Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá ræður stjórn stofnunarinnar framkvæmdastjóra, ákveður starfskjör hans og veitir honum prókúruumboð fyrir stofnunina. Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfskjör framkvæmdastjóra hses félaga. b) Samkvæmt 6. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá skal á ársfundi ákveða þóknun til stjórnarmanna. Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um þóknanir til stjórna hses félaga.
  Lagt fram til kynningar."

  Til umræðu ofangreint. Fram kom að ekki hafa komið fram upplýsingar sem hægt er að byggja á.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Lagt fram til kynningar.
 • 17.4 201711099 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses - stofnun
  Á 4. fundi stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samskiptum við Íbúðalánasjóð varðandi samning um stofnframlag. Hægt er nú að gera slíkan samning, og er hann í vinnslu hjá Íbúðalánasjóði, þar sem búið er að stofna félagið og komið er landnúmer fyrir lóðina þar sem íbúðirnar eiga að rísa.
  Lagt fram til kynningar."

  Með fundarboði fylgdi drög frá Íbúðalánasjóði að samningi um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga, við Lokastíg 3 á Dalvík, sem og drög að yfirlýsingum um kvöð.

  Á fundinum var farið yfir ofangreind drög.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Stjórn LD hses gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi drög frá Íbúðalánasjóði.
 • 17.5 201802115 Stofnun og notkun innlánsreikninga fyrir félagið
  Fyrir liggur að stofna þarf nýja reikninga fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses og meðfylgjandi fundarboði eru gögn til undirritunar frá Landsbankanum á Dalvík til að stofna tvo reikninga fyrir félagið.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Á fundinum undirritaði stjórn ofangreind gögn eftir því sem við á.

18.Sveitarstjórn - 300, frá 20.02.2018

Málsnúmer 1802013FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:03.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs