Landbúnaðarráð

116. fundur 15. mars 2018 kl. 10:15 - 12:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Ottó B Jakobsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir boðuðu forföll og engin kom í þeirra stað.
Gunnsteinn Þorgilsson boðaði einnig forföll og í hans stað mætti Ottó B Jakobsson.

1.Gangnaseðill - Dalvíkurdeild 2017

Málsnúmer 201708093Vakta málsnúmer

Á 114. fundi landbúnaðarráðs þann 16. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað.

"Til kynningar og umræðu gangnaseðill fyrir Dalvíkurdeild 2017.
Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við gangnaseðilinn og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum."

Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 10:18 fjallskilastjóri Dalvíkurdeildar Sigurbjörg Einarsdóttir, Hóli.

Ráðið þakkar Sigurbjörgu fyrir umræðuna um fjallskil ofl.

2.Fundargerðir Fjallskiladeilda 2017

Málsnúmer 201710042Vakta málsnúmer

Á 114. fundi landbúnaðarráðs þann 17. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað.

'Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við niðurröðun dagsverka og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
Ráðið gerir einnig athugasemdir við innsendan reikning.
Samþykkt með fimm atkvæðum.'

Sigurbjörg vék af fundi kl. 11:23

Ráðið felur sviðsstjóra að leyta álits lögfræðings Bændasamtakanna á túlkun leigusamninga á landi Dalvíkurbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjallgirðing Árskógsströnd 2017

Málsnúmer 201705139Vakta málsnúmer

Til umræðu yfirlýsingar vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd og áframhaldandi vinna við endurnýjun á girðingunni.
Ráðið felur sviðsstjóra að semja bréf til landeigenda á Árskógsströnd varðandi bindandi samkomulags hvað varðar fjallgirðingar.

Samþykkt sammhjóða.

4.Leiga á beiti og slægjulöndum

Málsnúmer 201311057Vakta málsnúmer

Til umræðu leiga á beiti og slægjulöndum í Dalvíkurbyggð.
Ráðið leggur áherslu á að gengið verði frá nýjum samningum um þau leigulönd sem eftir er að ganga formlega frá.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um búfjárhald

Málsnúmer 201712105Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 22. desember 2017 óskar Reynir Hjartarsson eftir búfjárleyfi fyrir tvö hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða

6.Umsókn um beitiland

Málsnúmer 201711103Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 23. nóvember 2017 óskar Felix Rafn Felixsson eftir 15-20 Ha beitilandi til leigu.
Ráðið samþykkir að veita Felix umbeðið land til leigu og felur sviðsstjóra að gera leigusamning.

Samþykkt samhljóða.

7.Styrkvegir 2018

Málsnúmer 201803053Vakta málsnúmer

Til umræðu umsókn í Styrkvegasjóð 2018
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að leggja fram umsókn í Styrkvegasjóð til lagfæringa og endurbóta á veginum inn á afréttir sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Ottó B Jakobsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs