Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5, frá 28.02.2018

Málsnúmer 1802015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 301. fundur - 20.03.2018

Enginn tók til máls.
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru hún því lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Á 4. fundi stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund félagsins Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs. Á 3. fundi stjórnar þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Á áætlun er að byggja 7 íbúðir fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, liggur fyrir samþykki á stofnframlagi að upphæð kr. 56.410.248 til að byggja alls 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða. Til umræðu fyrstu skref hvað varðar m.a. hönnun á húsnæðinu. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 12:09. Eyrún vék af fundi kl. 12:19.
    Berki Þór falið að afla upplýsinga á milli funda í samræmi við umræður á fundinum."

    Börkur Þór gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur aflað á milli funda frá öðrum sveitarfélögum.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Stjórn LD hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að vinna áfram að málinu á milli funda, í samræmi við umræður á fundinum.
  • .2 201802028 Starfsreglur skv. 8. gr. samþykkta og ákvæðum til bráðabirgða
    Á 4. fundi stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Samkvæmt 8. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá á fulltrúaráð í samvinnu við stjórn að setja starfsrelgur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa stjórnar. Fram til þess tíma er fulltrúaráð hefur verið skipað skal stjórn stofnunarinnar fara með þau verkefni sem fulltrúaráði eru falin í samþykktum þessum. Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfsreglur hses félaga.
    Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Velferðarráðuneytinu og Íbúðalánasjóði."

    Guðrún Pálína gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda. Svo virðist vera að ekki liggi fyrir starfsreglur sem hægt væri að nota sem fyrirmynd.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Stjórn LD hses felur framkvæmdastjóra að fylgja áfram eftir fyrirspurnum til Sambandsins íslenskra sveitarfélaga.
  • .3 201802029 Þóknun framkvæmdastjóra skv. 9. gr samþykkta og þóknun stjórnar skv. 6. gr. samþykkta.
    Á 4. fundir stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "a) Samkvæmt 9. gr Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá ræður stjórn stofnunarinnar framkvæmdastjóra, ákveður starfskjör hans og veitir honum prókúruumboð fyrir stofnunina. Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfskjör framkvæmdastjóra hses félaga. b) Samkvæmt 6. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá skal á ársfundi ákveða þóknun til stjórnarmanna. Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um þóknanir til stjórna hses félaga.
    Lagt fram til kynningar."

    Til umræðu ofangreint. Fram kom að ekki hafa komið fram upplýsingar sem hægt er að byggja á.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Lagt fram til kynningar.
  • .4 201711099 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses - stofnun
    Á 4. fundi stjórnar þann 9. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samskiptum við Íbúðalánasjóð varðandi samning um stofnframlag. Hægt er nú að gera slíkan samning, og er hann í vinnslu hjá Íbúðalánasjóði, þar sem búið er að stofna félagið og komið er landnúmer fyrir lóðina þar sem íbúðirnar eiga að rísa.
    Lagt fram til kynningar."

    Með fundarboði fylgdi drög frá Íbúðalánasjóði að samningi um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga, við Lokastíg 3 á Dalvík, sem og drög að yfirlýsingum um kvöð.

    Á fundinum var farið yfir ofangreind drög.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Stjórn LD hses gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi drög frá Íbúðalánasjóði.
  • .5 201802115 Stofnun og notkun innlánsreikninga fyrir félagið
    Fyrir liggur að stofna þarf nýja reikninga fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses og meðfylgjandi fundarboði eru gögn til undirritunar frá Landsbankanum á Dalvík til að stofna tvo reikninga fyrir félagið.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 5 Á fundinum undirritaði stjórn ofangreind gögn eftir því sem við á.