Félagsmálaráð

216. fundur 13. mars 2018 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir formaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
 • Kristján Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá
Elísa Rán Ingvarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar Valdís Guðbrandsdóttir kom í hennar stað.
Jóhannes Tryggvi Jónsson boðaði forföll og varamaður hans Kristján Guðmundsson kom í hans stað.
Rúna Kristín Sigurðardóttir boðaði forföll og ekki komst varamaður í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201803040Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201803040
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Umsókn um styrk vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga

Málsnúmer 201802037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði Dalvíkurbyggðar, dags 19.02. 2018, fundur nr. 856 en þar var tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsettu en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur"-hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar.

Í erindi Sólveigar Hlínar kemur fram að hópur sálfræðinga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisisns í samvinnu við leikara og framleiðslufyrirtæki vinni að gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á veg verkefnisins, thinnbestivinur.is og eru hugsuð sem forvörn til að sporna við þróun lyndisraskana hjá unglingum.
Sótt er um styrki til fyrirtækja og stofnanna til að fjármagna verkefnið.
Félagsmálaráð tekur heilshugar undir bókun Ungmennaráðs frá 15. fundi dagsett 28.febrúar 2018 þar sem verkefnið er brýnt og afar áhugavert. Félagmálaráð hvetur byggðarráð til að styrkja verkefnið.


3.Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál.

Málsnúmer 201802046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 12.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir öllum sveitarfélögum, barnaverndarnefndum sveitarfélaganna og félagsmálanefndum/fjölskyldu- og velferðarnefndum til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Óskað er umsagnar um frumvarpið
Lagt fram til kynningar.

4.Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál.

Málsnúmer 201802043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 12.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál.

Málsnúmer 201802047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 13.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál
Lagt fram til kynningar.

6.Til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál.

Málsnúmer 201802048Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 13.02 2018. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál
Lagt fram til kynningar.

7.Heimsókn félagsmálaráðs í Skógarhóla

Málsnúmer 201803041Vakta málsnúmer

Heimsókn í Skammtímavistun í Skógarhólum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir formaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
 • Kristján Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs