Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857, frá 22.02.2018

Málsnúmer 1802014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 301. fundur - 20.03.2018

Til afgreiðslu:
6. liður.
7. liður.
10. liður.
  • .1 201802069 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og mennningarsviðs, kl. 13:10.

    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857
  • Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Hlynur gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar ofangreindan leigusamning á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 1. júní 2017. Samningstíminn er til 1. september 2027. Hlynur vék af fundi kl. 13:24. Lagt fram til kynningar."

    Tekið fyrir greinargerð frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 21. febrúar 2018, er varðar næstu skref hvað varðar leigusamninga við Stórvaal ehf. um Rima. Fyrir liggur beiðni frá Stórvali ehf. um heimild til að framleigja leigusamninginn til 3ja aðila sem og að gerð verði breyting á leigutíma samningsins þannig að hann verði frá 15. maí til 15. september (4 mánuðir) ár hvert og að frá 16. september til 14. maí (8 mánuðir) verði rekstur Rima í umsjón Dalvíkurbyggðar.


    Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að miðað við stöðuna sem nú er uppi að gerð viðauka við leigusamning Dalvíkurbyggðar og Stórvals ehf. sé ekki álitlegur kostur heldur er lagt til að Rimar verði auglýstir til leigu allt árið eða hluta úr ári, til allt að 10 ára.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:30
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að semja um lok leigusamnings um Rima við Stórval hf.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu auglýsingu þar sem Rimar verði auglýstir til leigu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201605058 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:30.

    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:54
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:50.

    Á 301. fundi umhverfisráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla. Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00
    Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33 Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til. Samþykkt með fimm atkvæðum."

    Til umræðu ofangreind drög að samningi.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 14:48.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 724. fundi byggðaráðs þann 22. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:

    "Á 722. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:

    Á 707. fundi byggðarráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað:
    Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað:
    Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.

    Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeilt það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.

    Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir afgreiðslur á niðurstöðum íbúakönnunar árið 2012 vegna deiliskipulags í landi Upsa. Fram kemur meðal annars að á 641. fundi bæjarráðs þann 25. október 2012 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

    Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu.

    Á 240. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30.12.2012 var samhljóðandi afgreiðsla samþykkt samhljóða.

    Á 232. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 07.11.2012 var eftirfarandi bókað:
    Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.
    Afgreiðslu frestað.

    Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.

    Samandregið þá er málið enn í vinnslu hjá umhverfisráði, þ.e. að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar frá 30.10.2012.

    Börkur Þór og Haukur viku af fundi kl. 08:49.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindu máli til næsta fundar.
    Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis - og tæknisviðs að svara erindi Ragnheiðar.

    Til umræðu ofangreint.

    Frekari umfjöllunar og afgreiðslu frestað.

    Rætt og frestað."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi svar til upplýsingar við ofangreindu erindi:

    Á 301. fundi umhverfis- og tæknisviðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Á 299. fundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum:
    Deiliskipulag svæðisins er enn í gildi samkvæmt staðfestingu Skipulagsstofnunnar fyrir 6 árum. Á undanförnum árum hafa borist fyrirspurnir um svæðið til viðbótar við fyrri umsóknir. Sveitarstjórn telur því rétt að fela umhverfisráði og sviðsstjóra umhverfissviðs að taka upp deiliskipulag í landi Upsa í heild sinni, endurskoða Svæði A (Frístundabyggð) í þeirri mynd sem það var kynnt fyrir íbúakosningu árið 2012. Sveitarstjórn leggur því jafnframt til að Upsasvæðið í heild sinni verði tekið til endurskoðunar enda eru forsendur varðandi aðgengi og annað við Upsasvæði breyttar frá því sem var fyrir 6 árum.

    Umhverfisráð leggur áherslu á að endurskipuleggja þurfi svæðið í heild sinni. Þar sem ekki er gert ráð fyrir endurskoðun deiliskipulags í landi Upsa á fjárhagsáætlun 2018 leggur umhverfisráð til að gert verði ráð fyrir endurskoðun skipulagsins í heild sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Samþykkt með fimm atkvæðum."

    Á 300. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar s.l. var ofangreind afgreiðsla umhverfisráðs staðfest.

    Að svo stöddu eru því ekki auglýstar lóðir í landi Upsa og afgreiddar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Árna Frey Árnasyni, rafpóstur dagsettur þann 8. febrúar 2018, þar sem hann óskar eftir að fá aðgang/ leigðan neðri hluta "Hreiðursins" sem Skíðafélag Dalvíkur er með afnot af, fyrir sleðaleigu sem hann starfrækir.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Ekki er áætlað að leigja út Hreiður að svo stöddu og ef yrði tekin ákvörðun um útleigu þá yrði húsnæðið auglýst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá ferðanefnd Félags eldri borgara, móttekið þann 15.02.2018, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna ferðar til Austurlands í 3 daga. Áætlaður lágmarkskostnaður per mann með rútu er kr. 45.000.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð getur því miður ekki orðið við erindinu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 215. fundi félagsmálaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram fyrstu drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Dalvíkurbyggð. Leiðbeinandi reglur höfðu borist frá Velferðarráðuneytinu í lok október 2017 og var erindið tekið fyrir í félagsmálaráði 10. október 2017.
    Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna drög að reglunum og leggja fyrir næsta fund ráðsins."

    Samkvæmt rafpósti frá Velferðarráðuneytinu þann 25.09.2017 þá hefur samráðsnefnd um húsnæðismál unnið meðfylgjandi drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga og óskað var eftir athugasemdum við drögin eigi síðar en 6. október 2017. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu þann 22. febrúar 2018 liggja endanlegar leiðbeinandi reglur ekki fyrir en áformaður er fundur í mars.

    Í leiðbeiningum ráðuneytisins kemur fram m.a.:
    "Ákvæðin hér á eftir eru því ekki bindandi fyrir hlutaðeigandi sveitarfélag enda hafi það birt efnislega aðrar reglur. Sé það ákvörðun sveitarstjórnar að víkja frá einhverjum þeirra ákvæða sem að neðan greinir er rétt að rökstuðningur sé tekinn saman fyrir fráviki þannig að skýra megi út forsendur þess fyrir umsækjendum. "

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Frestað til næsta fundar og óskað eftir að sviðsstjóri félagsmálasviðs mæti á fund byggðaráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Kristjáni Jónassyni endurskoðanda hjá KPMG fyrir hönd Rætur bs. er varðar uppgjör fyrir Rætur bs. vegna ársins 2017. Samkvæmt þeim drögum á Dalvíkurbyggð að greiða kr.845.881 vegna málefna fatlaðra.

    Samkvæmt lykli 29-500-73412 þá er bókuð skuld Dalvíkurbyggðar kr. -1.990.663 miðað þannig að ofangreint uppgjör fellur innan þeirrar fjárhæðar.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint uppgjör skv. meðfylgjandi gögnum og greiðslu á kr. 845.881 til Rætur bs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 8. febrúar 2018, þar sem kynntar eru leiðbeiningar um meðhöndlun uppgörs við Brú lífeyrissjóð í reikningsskilum sveitarfélaga.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 13. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum vegna innkaupa yfir viðmiðunarfjárhæðum EES fyrir 2017, fyrir 28. febrúar 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 14. febrúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfum um ríkisborgararétt), 35. mál.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 15. febrúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir 302. fundargerð stjórnar Eyþings frá 26. janúar 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 857 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.