Ungmennaráð

15. fundur 28. febrúar 2018 kl. 17:30 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
 • Patrekur Óli Gústafsson Aðalmaður
 • Eiður Máni Júlíusson Aðalmaður
 • Björgvin Páll Hauksson aðalmaður
 • Birna Kristín Kristbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Umsókn um styrk vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga

Málsnúmer 201802037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins 'Þinn besti vinur' - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
Ráðið telur að þunglyndi og kvíði ungmenna sé stórt vandamál og telur mikilvægt að auka aðgengi ungs fólks að fræðslu af þessu tagi. Ráðið telur myndbandagerð að þessu tagi muni höfða til ungs fólks og líklegt til árangurs. Ráðið getur því mælt með því að verkefnið verði styrkt. Ef verkefnið verður að veruleika hvetur ungmennaráð til þess að stofnanir Dalvíkurbyggðar sem vinna með ungu fólki, muni nýta sér þessi myndbönd til fræðslu.

2.Erindisbréf Ungmennaráðs

Málsnúmer 201802129Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fór yfir ný drög að erindisbréfi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna áfram í drögunum samkvæmt umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
 • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
 • Patrekur Óli Gústafsson Aðalmaður
 • Eiður Máni Júlíusson Aðalmaður
 • Björgvin Páll Hauksson aðalmaður
 • Birna Kristín Kristbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar