Endurskoðuð stefna grunnskóla Dalvíkurbyggðar um þjónustu við börn með sérþarfir

Málsnúmer 201802035

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 224. fundur - 14.03.2018

Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, kynnti endurskoðaða stefnu um þjónustu Dalvíkurbyggðar við börn með sérþarfir í grunnskólum sveitarfélagsins. Eldri stefna hefur verið í gildi frá árinu 2011.
Fræðsluráð samþykkir endurskoðaða stefnuna með 4 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 301. fundur - 20.03.2018

Á 224. fundi fræðsluráðs þann 14. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, kynnti endurskoðaða stefnu um þjónustu Dalvíkurbyggðar við börn með sérþarfir í grunnskólum sveitarfélagsins. Eldri stefna hefur verið í gildi frá árinu 2011.
Fræðsluráð samþykkir endurskoðaða stefnuna með 4 atkvæðum."

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllunar og afgreiðslu kl. 16:35.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum stefnu grunnskóla Dalvíkurbyggðar um þjónustu við nemendur með sérþarfir, Gunnþór Eyfjörð greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Fræðsluráð - 255. fundur - 13.01.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram endurskoðaða sérkennslustefnu grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 275. fundur - 12.10.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla fóru yfir sérkennslustefnu í grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.