Byggðaráð

858. fundur 01. mars 2018 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 215. fundi félagsmálaráðs þann 8.2.2018; Leiðbeinandi reglur um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis

Málsnúmer 201710024Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar voru til umfjöllunar drög að reglum félagsmálasviðs um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði, sbr. fundir félagsmálaráðs þann 10. október 2017 og 8. febrúar 2018.

Til umræðu ofangreint. Farið yfir stöðu mála.

Eyrún vék af fundi kl. 13:19.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2018

Málsnúmer 201802110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem gefinn er kostur á að sækja um styrk í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2016 að upphæð kr. 300.000 vegna göngubrúar yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar og óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjórn.

3.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Húsnæði og troðari

Málsnúmer 201802112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem fjallað er um geymsluhúsnæði skíðasvæðisins annars vegar og endurnýjun á snjótroðara hins vegar. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um þessi mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

4.Frá Prima Lögmönnum ehf.; Vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:25.

Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins.
Lagt fram til kynningar

5.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Starfsmannamál - ráðningar

Málsnúmer 201801025Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir starfsmannamálum sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:56 vegna vanhæfis.
Lagt fram til kynningar.

6.Málefni er varðar húsnæði sveitarfélagsins; Eignasjóður og Félagslegar íbúðir.

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:07.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 14:07. Einnig sat sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs áfram fundinn.

Vinnuhópur um húsnæði í eigu sveitarfélagsins hittist á fundi 20. febrúar 2018 til að fara yfir stöðuna í tengslum við tillögur vinnuhópsins.

a) Böggvisstaðaskáli
Fram var komin tillaga um að setja skálann á söluskrá og þá til vara að auglýsa skálann til leigu. Í því sambandi þarf að skoða hvort og hvaða ráðstafanir þarf að gera hvað varðar eigur Dalvíkurbyggðar sem eru geymdar í Böggvisstaðaskála.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn og Valur viku af fundi kl. 14:24.

b) Gamli skóli
Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 voru málefni "Gamla skóla" til umfjöllunar og eftirfarandi var m.a. bókað:

"a) Hvað varðar "Gamla skóla" þá er ca. 70% húsnæðisins í eigu ríkisins og ca. 30% í eigu Dalvíkurbyggðar. Á fundi framkvæmdarstjórnar 08.05.2017 var rætt um að fá óháðan aðila til að gera viðhaldsáætlun, síðan yrði fasteignasali fenginn til að gera verðmat á eigninni og í framhaldinu þá yrði stefnt að því að óska eftir hugmyndum frá íbúum hvað varðar ráðstöfun á húsnæðinu.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar "Gamla skóla" að höfðu samráði við ríkið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áætlun unnin af AVH dagsett í október 2017, er varðar mat á þörf á viðhaldi og endurbótum á "Gamla skóla". Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi til ríkisins um húsnæðið í samræmi við umræður á fundinum."

c) Víkurröst
Í tillögum vinnuhópsins koma fram m.a. vangaveltur um markaðssetningu á húsinu og liður í því eru merkingar á húsinu til að auðkenna hvaða starfsemi fer það fram. Einnig að húsið verði Frístundahús.

d) Rimar
Sjá lið 6. hér á eftir. Málsnr. 201705060.

e) Ungó. Máls nr. 201709004
Útleiga á Ungó er í farvegi hjá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

f) Íbúðir í eigu Félagslegra íbúða.
Samkvæmt tillögum vinnuhópsins var lagt til að sala íbúða tæki mið af því að sveitarfélagið ætti eftir 15 íbúðir.
Dalvíkurbyggð á nú 14 íbúðir, 13 þeirra eru í útleigu og 1 íbúð er nýtt fyrir Skammtímavistun.

Engin íbúð er nú á söluskrá.
Vinnuhópurinn leggur til, að svo stöddu, að ekki verði fleiri íbúðir settar á söluskrá.

g) "Hreiður"
Til umræðu framtíð "Hreiðursins" eftir heimsókn byggðaráðs til Skíðafélags Dalvíkur.

Börkur Þór vék af fundi kl. 14:45.
a) Byggðaráð ítrekar fyrri ákvörðun ráðsins og sveitarstjórnar um sölu á Böggvisstaðaskála.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að erindi til fjármálaráðuneytisins um "Gamla skóla" fyrir næsta fund.
c) Byggðaráð óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúi komi með tillögu að merkingum á Víkurröst í samráði við leigjendur í húsinu.
d) Lagt fram til kynningar.
e) Lagt fram til kynningar.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu vinnuhópsins um að setja ekki fleiri íbúðir á söluskrá að svo stöddu.

7.Frá skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga; Bílamál Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2018

Málsnúmer 201802094Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:45.

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga er varðar bílamál skólans, dagsett þann 22. febrúar 2018. Lagt er til að skólinn leigi 2 bíla í rekstrarleigu. Annar bílinn yrði staðsettur í Fjallabyggð og hinn í Dalvíkurbyggðar. Bílarnir yrðu afhentir 1. september og skilað 31. maí ár hvert. Lagt er til að óskað verði eftir heimild frá byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar að hefja viðræður við Bílaleigu Akureyrar á grundvelli tilboðs sem liggur fyrir.

Á fundi skólanefndar TÁT þann 6. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað varðandi ofangreint:
2. 1801089 - Bifreiðamál TÁT, afnot og rekstur
Bifreiðamál TÁT er til skoðunar. Núverandi bifreið er kostnaðarsöm í rekstri, óhagkvæm og viðhaldsfrek. Verið er að skoða rekstrarleigu á tveimur bílum. Áætlað að leiga og rekstur slíkra bíla sé mun hagstæðari en núverandi rekstur bifreiðar og kostnaður við akstur á starfsmannabílum. Hlyni Sigursveinssyni sviðsstjóra og Magnúsi Ólafssyni skólastjóra falið að vinna málið áfram og skila tillögu til nefndarinnar sem vísar tillögunni áfram til Byggðarráðs Dalvíkur og Bæjarráðs Fjallabyggðar.

Á 544. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 27. febrúar s.l. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð beiðnina fyrir sitt leyti.

Til umræðu ofangreint.

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:51 til annarra starfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga um bílamál.

8.Leigusamningur Rimar 2017 - 2027 og tillaga að auglýsingu

Málsnúmer 201705060Vakta málsnúmer

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að semja um lok leigusamnings um Rima við Stórval hf. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu auglýsingu þar sem Rimar verði auglýstir til leigu."

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti að fyrir liggur samþykki Stórvals hf. um að núverandi leigusamningi verði sagt upp.
Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs er tillaga að auglýsingu um tilboð í rekstur á félagsheimilinu Rimum.

Til umræðu ofangreint. Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á fyrirliggjandi drögum að auglýsingu.

Hlynur vék af fundi kl. 15:31.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að auglýsingu með breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma auglýsingunni í loftið.

9.Frá Búfesti hsf: Möguleikar á samstarfi sveitarfélaga um nýtt framboð hagkvæmra íbúða á NA-landi

Málsnúmer 201802099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Búfesti hsf, dagsett þann 22. febrúar 2018, endurnýjað erindi til sveitarfélaga á Norðausturlandi um mögulegt samstarf Búfesti hsf og sveitarfélaga og stéttarfélaga/íbúðafélaga um byggingu hagkvæmra íbúða og/eða um veitingu stofnstyrkja skv. lögum nr. 52/2016 til næstu 3ja til 5 ára.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

10.Málstefna Dalvíkurbyggðar; skipun vinnuhóps og erindisbréf.

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum í 3 manna vinnuhóp sem hér segir: 1 frá grunnskóla 1 frá leikskóla 1 frá félagsmálasviði"

Fyrir liggja tilnefningar í vinnuhópinn:
Elsa Austfjörð frá Dalvíkurskóla.
Eyrún Rafnsdóttir frá félagsmálasviði.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir frá Krílakoti.

Með fundarboði byggðaráðs liggja fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhópi og felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að boða til fyrsta fundar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að erindisbréfi en felur vinnuhópnum að leggja til áætluð skil.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.

Málsnúmer 201802116Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 26. febrúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál, eigi síðar en 13. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið

Málsnúmer 201710103Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 26. febrúar 2018, þar sem kynnt er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way-Norðurstrandarleið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs