Sveitarstjórn

364. fundur 19. desember 2023 kl. 16:15 - 17:19 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir voru við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1090, frá 07.12.2023

Málsnúmer 2312003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202312006.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202311053.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202311138.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202312008.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1091, frá 14.12.2023

Málsnúmer 2312006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202304074.
Liður 4 er sér liður á dagskrá;mál 202312038.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202102064.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202311097.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fræðsluráð - 288, frá 13.12.2023

Málsnúmer 2312004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304046.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202311016.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202309054.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 155, frá 05.12.2023

Málsnúmer 2311015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202311153.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulagsráð - 15, frá 13.12.2023

Málsnúmer 2312005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202305021.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202302121.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202205033.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202303040.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202307005.
Liðru 8 er sér liður á dagskrá; mál 202311123.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202311108.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 39, frá 15.12.2023

Málsnúmer 2311012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 130, frá 06.12.2023

Málsnúmer 2312001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202304039.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202310104.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202110070.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202311111.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2024. Síðari umræða.

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Á 363. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur til umfjöllunar og eftirfarandi bókað: "b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, fyrstu drög, ásamt vinnugögnum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að visa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur vegna ársins 2024 og vísar henni til staðfestingar ráðuneytisins og auglýsingar í Stjórnartíðindum.

9.Ákvörðun um álagningu útsvars árið 2024

Málsnúmer 202311004Vakta málsnúmer

Á 363. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði fylgdi tillaga vegna álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%."

Tekið fyrir erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett þann 15. desember sl., þar sem vakin er athygli á frétt á vef ráðuneytisins er varðar samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk sem felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Hámark útsvars fer úr 14,74% í 14,97% og tekjuskattur lækkar samhliða á móti.

Jafnframt er meðfylgjandi fundarboði sveitarstjórnar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. desember sl., þar sem vakin er athygli á ofangreindu og meðfylgjandi eru möguleg fyrirmynd að bókun.
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%."


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og samþykkir að álagningarhlutfall útsvars Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 verði heimilað hámark 14,97%,

10.Frá 1090. fundi byggðaráðs þann 07.12.2023; Hlutafé í Norðurböðum hf.

Málsnúmer 202311053Vakta málsnúmer

Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum á sölu eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf.

11.Frá 1090. fundi byggðaráðs þann 07.12.2023; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi

Málsnúmer 202312008Vakta málsnúmer

Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 4. desember sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærileyfi fyrir þorrablót frá UMF Þorsteini Svörfuði. Þorrablótið er áformað 3. febrúar 2024 að Rimum í Svarfaðardal. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

12.Frá 1091. fundi byggðaráðs þann 14.12.2023; Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE fyrir kjörna fulltrúa.

Málsnúmer 202311097Vakta málsnúmer

Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE; dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að í samráði við stjórn SSNE er starfsfólk að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu, svo dæmi séu tekin. Þessi póstur er til að kanna áhuga sveitarfélaga á þátttöku í slíkri ferð.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frekari upplýsingar um ferðina, sbr. rafpóstur frá SSNE dagsettur þann 7. desember sl. Á þessu stigi þarf SSNE að fara að greiða staðfestingargjald fyrir flug og festa gistingu og því þarf SSNE að fá fjölda þátttakenda á hreint. Gert er ráð fyrir kostnaði per mann að upphæð kr. 170.000 - kr. 190.000 - þ.e. flug frá Keflavík, gisting og rútuferðir. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa umfjöllun og afgreiðslu til sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til frekari umræðu í byggðaráði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

13.Frá 1091. fundi byggðaráðs þann 14.12.2023; SSNE - Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202312038Vakta málsnúmer

Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Akureyri, í gegnum TEAMS fund kl. 15:20 og Friðjón Árni Sigurvinsson,upplýsingafulltrúi kl. 15:20. Anna Lind og Díana kynntu fyrir byggðaráði verkefni er varðar auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra sem er áhersluverkefni sóknaráætlunar. Verkefnið felst meðal annars í því að greina fjárfestingartækifæri á Norðurlandi eystra í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Ráðgert er að vinna með hverju sveitarfélagi fyrir sig og greina kosti og áherslur hvers sveitarfélags. Sveitarfélag óskar eftir að taka þátt í verkefninu. Verkþættir; Fundur verkefnastjóra með sveitarstjóra til kynningar á verkefninu. Netkönnun lögð fyrir sveitarstjórn. Vinnustofa - fundað með sveitarstjórn og farið yfir niðurstöður netkönnunar. Fjárfestingartækifæri greind, annarsvegar 1-2 stór verkefni sem kalla á aukna innviði og taka lengri tíma og hins vegar 1-2 smærri verkefni sem kalla ekki á aukna innviði og hægt að hefjast handa við strax. Verkefnastjórar draga saman niðurstöður og kynna fyrir sveitarfélaginu Anna Lind og Díana viku af fundi kl. 15:36.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu verkefni."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra.

14.Frá 1091. fundi byggðaráðs þann 14.12.2023; Friðlandsstofa - samningur um styrk

Málsnúmer 202102064Vakta málsnúmer

Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og upplýsingar staða verkefnsins "Friðlandsstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð" samkvæmt samningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar með gildistímanum frá 31. ágúst 2021 og til ársloka 2023. Upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri gerðu grein fyrir samskiptum og upplýsingagjöf til SSNE og Byggðastofnunar varðandi samninginn; stöðuskýrsla og tilfallinn kostnaður sveitarfélagsins varðandi verkefnið. Samkvæmt rafpósti frá SSNE þann 21. nóvember þá kemur fram að samkvæmt fundi með starfsmönnum Byggðastofnunar þá hafa allir skilning á stöðunni og mikill velvilji er í garð verkefnisins. Engu að síður er lagt til að verkefninu verði lokað og hluta af útgreiddum styrk skilað. Ef eitthvað kemur fram sem breytir þeirri stöðu sem er uppi þá er SSNE og Byggðastofnun til samtals um það.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að verkefninu verði lokað og hluta af 10 m.kr. styrk sem var greiddur 2021 verði endurgreiddur. Unnið er að framtíðarsýn um safnamál í Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu byggðaráðs um að verkefninu um Friðlandsstofu - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð verði lokað og hluta af 10 m.kr. styrk sem var greiddur 2021 verði endurgreiddur. Áfram verði unnið að framtíðarsýn um safnamál í Dalvíkurbyggð.

15.Frá 1091. fundi byggðaráðs þann 14.12.2023; Samningur um Rima og Sundlaug

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hildigunnur Jóhannesdóttir, formaður Kvenfélagsins Tilraunar og Jón Haraldur Sölvason, formaður Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar kl. 14:27. EKki var mætt frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár. Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum. Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Jódís Gunnarsdóttir Helgi Einarsson Felix R. Felixson Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum." Til umræðu áframhaldandi útleiga á ofangreindum eignum þar sem leigusamningur við Í Tröllahöndum ehf. endar 31.12.2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með aðildarfélögum Rima í desember nk." Til umræðu ofangreint. Hildigunnur og Jón Haraldur viku af fundi kl. 15:05.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt leggur byggðaráð til að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla miðað við gildistöku 1. nóvember 2024."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt verði hafin vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla með gildistöku 1. nóvember 2024.

16.Frá 1090. fundi byggðaráðs þann 07.12.2023; Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20232024

Málsnúmer 202312006Vakta málsnúmer

Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, dagsett þann 1. desember sl.,þar sem tilkynnt er um úthlutun á byggðakvóta í Dalvíkurbyggð á fiskveiðiárinu 2023/2024. Úthlutun innan sveitarfélagsins verður eftirfarandi: Árskógssandur 165 þorskígildistonn (var 180 fiskveiðiárið 2022/2023) Dalvík 65 þorskígildistonn (var 65 fiskveiðiárið 2022/2023) Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15 fiskveiðiárið 2022/2023) Sérreglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 eru aðgengilegar hér á vef Stjórnartíðinda; https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=75ff40dc-9ddf-40a9-b82b-452725158a4a Sveitarfélögum er gefinn frestur til 29. desember nk. til að senda tillögur um sérreglur. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar og form til útfyllingar vegna tillögu um sérreglur og rökstuðning vegna þeirra. Friðjón vék af fundi kl. 15:57.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sérreglur Dalvíkurbyggðar fiskveiðiárið 2023/2024 verði þær hinar sömu og fyrir fiskveiðiárið 2022/2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að sérreglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 verði þær hinar sömu og fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 og hljóði þá þannig:

Dalvíkurbyggð (breyting á viðmiðum um úthlutun, vinnsluskylda innan sveitarfélags, heimil skipti á tegundum í vinnslu).

Ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi breytingum:


a)
Í stað 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðar­lagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitarfélögum og ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig að 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkom­andi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna. Skipta skal 70% byggðakvóta byggðarlagsins hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfisk­afla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.

b)
Í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðar­­laga“ og verður: til vinnslu innan sveitarfélagsins.

c)
Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsl. svohljóðandi: Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðul, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal sveitar­stjórn árita samninginn til staðfestingar.

17.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 13.12.2023; Grund Svarfaðardal - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202305021Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar í Svarfaðardal, unnin af Teiknistofu arkitekta.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar í Svarfaðardal og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 13.12.2023; Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar við Böggvisbraut, unnin af Landmótun.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar við Böggvisbraut og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 13.12.2023; Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur, unnin af Mannviti verkfræðistofu. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 13.12.2023; Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Mannviti verkfræðistofu. Deiliskipulagið kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem óbyggðu svæði er breytt í íbúðabyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og leggja fyrir næsta fund ráðsins ásamt skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarsvæðis á Árskógssandi en deiliskipulagið kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar þar sem óbyggðu svæði er breytt í íbúðabyggð.

21.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 13.12.2023; Sjávargata 6B Árskógssandi - umsókn um niðurrif og nýbyggingu á lóð

Málsnúmer 202307005Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu áforma á lóð nr. 6B við Sjávargötu, Árskógssandi lauk þann 7. nóvember sl. Tvær athugasemdir bárust. Niðurstaða:Í ljósi innkominna athugasemda leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að umsókn um hækkun mænishæðar í 7,4 m verði hafnað og að leyfileg hámarkshæð húss verði 6 m. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar umsókn um hækkun mænishæðar í 7,4 m og samþykkir að leyfileg hámarkshæð húss verði 6 m, í ljósi innkominna athugasemda.

22.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 13.12.2023; Böggvisbraut 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 27. nóvember 2023 þar sem Ragnar Sverrisson sækir um lóð nr. 14 við Böggvisbraut.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir erindið. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Skipulagsfulltrúa falið að úthluta lóðinni. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Böggvisbraut 14. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

23.Frá 15. fundi skipulagsráðs þann 13.12.2023; Dalvíkurlína 2 - umsagnarbeiðni um breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar

Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 15. nóvember 2023 þar sem Hörgársveit óskar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 ásamt legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar. Umsagnarfrestur er veittur til 1. janúar 2024.Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu Hörgársveitar að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 ásamt legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar.

24.Frá 1090. fundi byggðaráðs þann 07.12.2023; Samgöngustefna SSNE

Málsnúmer 202311138Vakta málsnúmer

Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 21. nóvember 2023, þar sem meðfylgjandi er lokaútgáfa Samgöngustefnu SSNE. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu SSNE: https://www.ssne.is/static/files/Skyrslur/samgongustefnassne_lokaskjal.pdfNiðurstaða:Byggðaráð áréttar að Skíðadalsvegur ætti að vera nefndur í Samgöngustefnu SSNE og eins og Svarfaðardalsvegur ætti að fara inn á samgönguáætlun."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að bætt verði við bókun byggðaráðs eftirfarandi:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar fer fram á að framdalir, Skíðadalsvegur og Svarfaðardalsvegur verði komið í bundið slitlag og óskar eftir því við Alþingi, ráðherra og Vegagerðina að þeir verði hannaðir og komið í samgönguáætlun."

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir áréttingu byggðaráðs um að Skíðadalsvegur ætti að vera nefndur í Samgöngustefnu SSNE eins og Svarfaðardalsvegur. b)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um viðbót við bókun.

25.Frá 288. fundi fræðsluráðs þann 13.12.2023; Leikskólalóð á Krílakoti - tillaga um vinnuhóp.

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að stýrihópur vegna hönnunar á leikskólalóðinni verði lagður niður og nýr stýrihópur stofnaður um framkvæmdina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gert verði erindisbréf fyrir vinnuhópinn sem verði lagt fyrir fræðsluráð og sveitarstjórn til staðfestingar.

26.Frá 288. fundi fræðsluráðs þann 13.12.2023; Gjaldfrjáls leikskóli - tillaga um vinnuhóp.

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar.

27.Frá 288. fundi fræðsluráðs þann 13.12.2023; Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla - samningur

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.Niðurstaða:Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn. "

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi:
Kostnaðargreining- uppfært. Áætlaður kostnaður miðað við 39 vikur er kr. 1.746.966 og hlutdeild pólska sendiráðsins er kr. 408.330.
Minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2023.
Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og pólska sendiráðsins. Samningstíminn er til 1. júní 2024 með möguleika á endurnýjun.

Í minnisblaðinu kemur fram að sviðsstjóri leggur til að verkefnið verði samþykkt. Ekki sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og því muni sviðsstjóri óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 á nýju ári.
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til miðað verði við 22 vikur í stað 39 vikur í samræmi við afgreiðslu fræðsluráðs og kostnaðargreiningin taki mið af því.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög með gildistíma til 1. júní 2024. Endurskoðun og framhald samnings verði lokið eigi síðar en maí 2024. Sveitarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 sem er kostnaður við samning í 22 vikur.


28.Frá 155. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 05.12.2023; starfsemi félagsmiðstöðvar veturinn 2023-24 - tillaga að nýju nafni

Málsnúmer 202311153Vakta málsnúmer

Á 155. fundi íþrótta- og æskulýsðráðs þann 5. desember sl. var eftirfarndi bókað:
"Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi, fer yfir starfsemi félagsmiðstöðvar og þau verkefni sem eru í farvatninu. Unglingar í félagsmiðstöðinni hafa kosið um nýtt nafn á félagsmiðstöðinni. Nýtt nafn á félagsmiðstöðinni er félagsmiðstöðin Dallas."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu á nýju nafni á Félagsmiðstöðinni þannig að það verði Félagsmiðstöðin Dallas.

29.Frá 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2023; Erindi vegna niðurfellingar á afslætti Ránarbraut 5

Málsnúmer 202304039Vakta málsnúmer

Á 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð samþykkir erindið samhljóða með 4 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs er varðar niðurfellingu á afslætti vegna Ránarbrautar 5.

30.Frá 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2023; Jöfnun húshitunarkostnaðar 2023

Málsnúmer 202310104Vakta málsnúmer



Á 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2023. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 260,40 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.810.131 kr. Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar Jafnframt leggur veitu- og hafnaráð til að reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar verði endurskoðaðar á árinu 2024. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Til máls tók;
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:51.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi tillögu að útreikningum á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2023 og tillögur að niðurgreiðslum alls að upphæð kr. 2.810.131, vísað á lið 47310-9110.
Gunnar Kristinn Guðmundsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.

31.Frá 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2023; Borholur Hitastiguls Skíðadal

Málsnúmer 202110070Vakta málsnúmer

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:53.

Á 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 124.fundi veitu- og hafnarráðs var eftirfarandi bókað: veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að ljúka við þær tilraunaboranir sem eru á áætlun í Skíðadal. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Fyrir fundinum liggur skýrsla ÍSOR um niðurstöðu hitamælinga í hitastigulsholum í Skíðadal og Svarfaðardal. Niðurstaða:ÍSOR leggur til að ekki verði ráðist í frekari rannsóknarboranir í Skíðadal og Svarfaðardal þar sem niðurstöður tilraunaborana sýna dauft hitafrávik og erfitt er að segja til um árangur frekari borana án þess að leggja í umtalsverðan kostnað. Framkvæma þarf dýpri rannsóknarboranir og til þess að ná tengingu við hitaveitulögn þarf að leggja 4-5 km lögn. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfaðardal á grunni skýrslu ÍSOR."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfdaðardal á grunni skýrslu ÍSOR.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.

32.Frá 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 06.12.2023; Umsóknir um heimlögn í Lyngholt 4-10

Málsnúmer 202311111Vakta málsnúmer

Á 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn Kötlu ehf., um heimlögn fyrir heitt og kalt vatn. Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum framlagða umsókn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og umsókn Kötlu ehf. um heimlögn fyrir heitt og kalt vatn vegna Lyngsholts 4-10.

33.Frá stjórn Dalbæjar, fundargerð stjórnar nr. 17 frá 13.12.2023.

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Dalbæjar lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn færir íbúum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 17:19.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs