Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla

Málsnúmer 202309054

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Tekið fyrir erindi frá pólska sendiráðinu dags. 4. september.
Fræðsluráð óskar eftir að sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, afli frekari gagna frá pólska sendiráðinu og fá nánari upplýsingar um það hvaða þjónustu og gögn þau veita. Sviðsstjóra falið að kanna kostnað hjá öðrum sveitarfélögum, sem eru með sambærilega þjónustu.

Fræðsluráð - 285. fundur - 28.09.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjölda nemenda sem eru með íslensku sem annað mál. Mögulega verða komnar kostnaðartölur varðandi móðurmálskennslu hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð.
Afla þarf frekari gagna og málið tekið fyrir á næsta fundi fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 287. fundur - 08.11.2023

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á málinu.
Sviðsstjóra og skólastjóra Dalvíkurskóla, er falið að koma með tillögu að skipulagi, drög að samningi við pólska sendiráðið og hver kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins yrði fyrir næsta fund ráðsins.

Fræðsluráð - 288. fundur - 13.12.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.
Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.Niðurstaða:Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn. "

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi:
Kostnaðargreining- uppfært. Áætlaður kostnaður miðað við 39 vikur er kr. 1.746.966 og hlutdeild pólska sendiráðsins er kr. 408.330.
Minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2023.
Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og pólska sendiráðsins. Samningstíminn er til 1. júní 2024 með möguleika á endurnýjun.

Í minnisblaðinu kemur fram að sviðsstjóri leggur til að verkefnið verði samþykkt. Ekki sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og því muni sviðsstjóri óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 á nýju ári.
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til miðað verði við 22 vikur í stað 39 vikur í samræmi við afgreiðslu fræðsluráðs og kostnaðargreiningin taki mið af því.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög með gildistíma til 1. júní 2024. Endurskoðun og framhald samnings verði lokið eigi síðar en maí 2024. Sveitarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 sem er kostnaður við samning í 22 vikur.


Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.Niðurstaða:Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn. " Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi: Kostnaðargreining- uppfært. Áætlaður kostnaður miðað við 39 vikur er kr. 1.746.966 og hlutdeild pólska sendiráðsins er kr. 408.330. Minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2023. Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og pólska sendiráðsins. Samningstíminn er til 1. júní 2024 með möguleika á endurnýjun. Í minnisblaðinu kemur fram að sviðsstjóri leggur til að verkefnið verði samþykkt. Ekki sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og því muni sviðsstjóri óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 á nýju ári.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til miðað verði við 22 vikur í stað 39 vikur í samræmi við afgreiðslu fræðsluráðs og kostnaðargreiningin taki mið af því. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög með gildistíma til 1. júní 2024. Endurskoðun og framhald samnings verði lokið eigi síðar en maí 2024. Sveitarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 sem er kostnaður við samning í 22 vikur. "

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. janúar 2024, þar sem hann óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 á deild 04010 - skólaskrifstofu, og lið 4396.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 755.128 á lið 04010-4396 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.Niðurstaða:Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn. " Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi: Kostnaðargreining- uppfært. Áætlaður kostnaður miðað við 39 vikur er kr. 1.746.966 og hlutdeild pólska sendiráðsins er kr. 408.330. Minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2023. Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og pólska sendiráðsins. Samningstíminn er til 1. júní 2024 með möguleika á endurnýjun. Í minnisblaðinu kemur fram að sviðsstjóri leggur til að verkefnið verði samþykkt. Ekki sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og því muni sviðsstjóri óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 á nýju ári.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til miðað verði við 22 vikur í stað 39 vikur í samræmi við afgreiðslu fræðsluráðs og kostnaðargreiningin taki mið af því. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög með gildistíma til 1. júní 2024. Endurskoðun og framhald samnings verði lokið eigi síðar en maí 2024. Sveitarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 sem er kostnaður við samning í 22 vikur. " Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. janúar 2024, þar sem hann óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 á deild 04010 - skólaskrifstofu, og lið 4396. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 755.128 á lið 04010-4396 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 á lið 04010-4396 vegna móðurmálskennslu á pólsku.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðu mála og tekur umræðu um næstu skref er varðar móðurmálskennslu.
Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með að þetta sé komið í gang og fagnar góðri þátttöku nemenda.

Fræðsluráð - 291. fundur - 13.03.2024

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 11.03.2024
Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að halda áfram með móðurmálskennslu á pólsku á næsta skólaári 2024-2025. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að ganga frá drögum að nýjum samningi við pólska sendiráðið og leggja fyrir á næsta fund hjá ráðinu.

Fræðsluráð - 293. fundur - 08.05.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að samningi við pólska sendiráðið.
Fræðsluráð samþykkir samning samhljóða með fimm atkvæðum.