Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Grundar, Svarfaðardal 2023

Málsnúmer 202305021

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 11. fundur - 23.06.2023

Með innsendu erindi dags. 5. maí 2023 óskar Friðrik Þórarinsson eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr Svarfaðardalsá í landi Grundar. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og veiðifélags Svarfaðardalsár.
Óskað er eftir heimild til 5 ára að taka í heild 20.000 m3 af möl (um 4000 m3 á ári) úr þremur áreyrum á þremur samliggjandi stöðum í Svarfaðardalsá í landi Grundar. Ekkert efnistökusvæði er skilgreint á umræddu svæði í landi Grundar í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Svarfaðardalsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar í Svarfaðardal, unnin af Teiknistofu arkitekta.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar í Svarfaðardal, unnin af Teiknistofu arkitekta.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar í Svarfaðardal og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám í landi Grundar í Svarfaðardal lauk þann 20.mars sl.
Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skipulagsstofnun og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.

Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 20.fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám í landi Grundar í Svarfaðardal lauk þann 20.mars sl.
Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skipulagsstofnun og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi skipulagsráðs.