Starfsemi félagsmiðstöðvar veturinn 2023-24

Málsnúmer 202311153

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 155. fundur - 05.12.2023

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi, fer yfir starfsemi félagsmiðstöðvar og þau verkefni sem eru í farvatninu. Unglingar í félagsmiðstöðinni hafa kosið um nýtt nafn á félagsmiðstöðinni. Nýtt nafn á félagsmiðstöðinni er félagsmiðstöðin Dallas.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 155. fundi íþrótta- og æskulýsðráðs þann 5. desember sl. var eftirfarndi bókað:
"Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi, fer yfir starfsemi félagsmiðstöðvar og þau verkefni sem eru í farvatninu. Unglingar í félagsmiðstöðinni hafa kosið um nýtt nafn á félagsmiðstöðinni. Nýtt nafn á félagsmiðstöðinni er félagsmiðstöðin Dallas."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu á nýju nafni á Félagsmiðstöðinni þannig að það verði Félagsmiðstöðin Dallas.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 160. fundur - 09.04.2024

Föstudaginn 8. mars sl. var haldin söngkeppni Samfés á Norðurlandi sem kallast NorðurOrg. Um er að ræða forkeppni fyrir aðalsöngkeppni Samfés sem fram fer á Samfestingnum í maí ár hvert og fyrst allir eru mættir saman þá er haldið ball á eftir.

Félagsmiðstöðvar á Norðurlandi skiptast á að halda þennan viðburð og var nú komið að Félagsmiðstöðinni Dallas. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu á Dalvík og þangað mættu um 500 ungmenni. Frá Norðurlandi komast fimmm atriði áfram í lokakeppnina og voru fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Dallas, þær Írena Rut Jónsdóttir og Lea Dalstein Ingimarsdóttir eitt af þeim fimm atriðum og munu því keppa fyrir okkar hönd í Laugardalshöllinni 4. maí nk.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar Írenu og Leu til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis í maí. Einnig þakkar ráðið fyrir vel undirbúna framkvæmd sem og skemmtilegan viðburð í Dalvíkurbyggð.