Frá Norðurböðum hf.; Hluthafafundur

Málsnúmer 202311053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 10. nóvember sl., þar sem stjórn Norðurbaða hf. boðar til hluthafafundar í félaginu, sem haldinn verður mánudaginn 27. nóvember 2023, kl. 14:00, í Skútuvogi 8, Reykjavík. Þá geta hluthafar, kjósi þeir það, tekið þátt í fundinum rafrænt í gegnum fjarfundarbúnaðinn Microsoft Teams Meeting.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í gegnum Teams.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 10. nóvember sl., þar sem stjórn Norðurbaða hf. boðar til hluthafafundar í félaginu, sem haldinn verður mánudaginn 27. nóvember 2023, kl. 14:00, í Skútuvogi 8, Reykjavík. Þá geta hluthafar, kjósi þeir það, tekið þátt í fundinum rafrænt í gegnum fjarfundarbúnaðinn Microsoft Teams Meeting. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í gegnum Teams."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri sótti hluthafafund Norðurbaða hf. fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 1090. fundur - 07.12.2023

Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.
Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum á sölu eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf.

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum á sölu eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að kaupsamningi á milli Norðurbaða hf. og Dalvíkurbyggðar um sölu Dalvíkurbyggðar á hlutfé sínu til Norðurbaða hf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð gangi að ofangreindu tilboði frá Norðurböðum skv. fyrirliggjandi kaupsamningi.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum á sölu eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að kaupsamningi á milli Norðurbaða hf. og Dalvíkurbyggðar um sölu Dalvíkurbyggðar á hlutfé sínu til Norðurbaða hf. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð gangi að ofangreindu tilboði frá Norðurböðum skv. fyrirliggjandi kaupsamningi."
Til máls tóku:
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að taka tilboði frá Norðurböðum hf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum sölu á hlut sveitarfélagsins til Norðurbaða hf. í Norðurböðum hf. samkvæmt fyrirliggjandi drögum að kaupsamningi. Nafnvirði hinna seldu hluta er kr. 6.897.040 og söluverðið er kr. 22.001.558 á genginu 3,19.