Borholur Hitastiguls Skíðadal

Málsnúmer 202110070

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 112. fundur - 11.02.2022

Sviðsstjóri kynnti niðurstöður hitastigulsborana í Skíðadal síðastliðið haust, greinargerð frá ÍSOR frá nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 124. fundur - 03.05.2023

Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að ljúka við þær tilraunaboranir sem eru á áætlun í Skíðadal. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 130. fundur - 06.12.2023

Á 124.fundi veitu- og hafnarráðs var eftirfarandi bókað: veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að ljúka við þær tilraunaboranir sem eru á áætlun í Skíðadal. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Fyrir fundinum liggur skýrsla ÍSOR um niðurstöðu hitamælinga í hitastigulsholum í Skíðadal og Svarfaðardal.
ÍSOR leggur til að ekki verði ráðist í frekari rannsóknarboranir í Skíðadal og Svarfaðardal þar sem niðurstöður tilraunaborana sýna dauft hitafrávik og erfitt er að segja til um árangur frekari borana án þess að leggja í umtalsverðan kostnað. Framkvæma þarf dýpri rannsóknarboranir og til þess að ná tengingu við hitaveitulögn þarf að leggja 4-5 km lögn.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfaðardal á grunni skýrslu ÍSOR.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:53.

Á 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 124.fundi veitu- og hafnarráðs var eftirfarandi bókað: veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að ljúka við þær tilraunaboranir sem eru á áætlun í Skíðadal. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Fyrir fundinum liggur skýrsla ÍSOR um niðurstöðu hitamælinga í hitastigulsholum í Skíðadal og Svarfaðardal. Niðurstaða:ÍSOR leggur til að ekki verði ráðist í frekari rannsóknarboranir í Skíðadal og Svarfaðardal þar sem niðurstöður tilraunaborana sýna dauft hitafrávik og erfitt er að segja til um árangur frekari borana án þess að leggja í umtalsverðan kostnað. Framkvæma þarf dýpri rannsóknarboranir og til þess að ná tengingu við hitaveitulögn þarf að leggja 4-5 km lögn. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfaðardal á grunni skýrslu ÍSOR."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfdaðardal á grunni skýrslu ÍSOR.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.

Veitu- og hafnaráð - 131. fundur - 10.01.2024

Á 364.fundi sveitarstjórnar þann 19.desember 2023 var eftirfarandi bókað:
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfdaðardal á grunni skýrslu ÍSOR.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að hefja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Kanna hvaða lausnir eru í boði sem og með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið að verkefninu.