Dalvíkurlína 2 - umsagnarbeiðni um breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar

Málsnúmer 202311108

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Erindi dagsett 15. nóvember 2023 þar sem Hörgársveit óskar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 ásamt legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar.
Umsagnarfrestur er veittur til 1. janúar 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 15. nóvember 2023 þar sem Hörgársveit óskar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 ásamt legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar. Umsagnarfrestur er veittur til 1. janúar 2024.Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu Hörgársveitar að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 ásamt legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar.