Á 293.fundi fræðsluráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla skilar af sér vinnu hópsins með greinagerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykktar verði þær tillögur sem vinnuhópur leggur til og taki þær gildi strax eftir sumarfrí leikskólanna. Verði þetta gert til prufu í 1 ár og árangur skoðaður næsta vor. Jafnframt samþykkir fræðsluráð með 5 atkvæðum nýtt erindisbréf fyrir vinnuhóp.
Tillögurnar eru:
1) Að boðið verði uppá sveigjanlega 30 klst gjaldfrjálsa leikskóladvöl í dalvíkurbyggð, þó með þeim skilyrðum að vistun hefjist ekki eftir kl 09:00 á morgnana, og verði að lágmarki 4 klst í senn, þá daga sem börn mæta í skóla.
2) Að börn yngri en 18 mánaða verði boðin vistun til kl 15:15.
3) Að teknir verði í gagnið skráningardagar og sérstakt gjald verði fyrir þá daga 2.696kr.
4) Að vinnuhópur starfi áfram samkvæmt nýju erindisbréfi og hlutverk hans verði að taka saman gögn og upplýsingar og upplýsa fræðsluráð á fundum næsta vetur.
Fræðsluráð leggur áherslu á að verkefnið er tilraunaverkefni í 1 ár. Ef vankantar verða, eða ef aðrar leiðir væru færari, þurfum við að geta stigið skref til hliðar, eða til baka, og vera ófeimin við það. Bent er á að foreldrar barna þurfa að greiða fæði í leikskóla.