Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 287. fundur - 08.11.2023

Grunnskólafólk kom inn á fund kl. 08:35
Umræður um gjaldfrjálsan leikskóla
Lagt fram til kynningar, Fræðsluráð tekur málið fyrir á næsta fundi.

Fræðsluráð - 288. fundur - 13.12.2023

Umræður um verkefnið
Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað: "Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar."

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi með þeirri breytingu að Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, taki sæti í vinnuhópnum í stað skólastjóra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kjörnir fulltrúar fái greitt fyrir fundarsetu.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fræðsluráð - 289. fundur - 17.01.2024

Friðrik Arnarson,skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 08:30
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um stöðu mála á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað: "Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar." Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi með þeirri breytingu að Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, taki sæti í vinnuhópnum í stað skólastjóra. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kjörnir fulltrúar fái greitt fyrir fundarsetu. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gjaldfrjálsa leikskóla í Dalvíkurbyggð og að vinnuhópinn skipi leikskólastjóri Krílakots, deildarstjóri Árskógarskóla, Benedikt Snær Magnússon, varaformaður fræðsluráðs,Snæþór Arnþórsson, aðalmaður í fræðsluráði, og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Friðrik kom inn á fund kl. 08:30
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir síðustu fundagerð stýrihóps um gjaldfrjálsan 6,0 - 6,5 leikskóla.
Fræðsluráð upplýst um málið. Samráðsfundir hagsmunaðila leikskólanna verða í febrúar og mars.

Fræðsluráð - 291. fundur - 13.03.2024

Grunnskólafólk kom inn á fund kl. 09.00
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fundagerð hjá vinnuhópnum.
Fræðsluráð hrósar vinnuhópnum fyrir mettnaðarfulla vinnu við þetta verkefni.

Fræðsluráð - 292. fundur - 10.04.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að haldin verði íbúafundur um gjaldfrjálsan leikskóla. Sviðsstjóra falið að ræða um framkvæmd hans í samráði við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
Friðrik Arnarson, skólastjóri og Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri fóru af fundi kl. 10:15

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að haldin verði íbúafundur um gjaldfrjálsan leikskóla. Sviðsstjóra falið að ræða um framkvæmd hans í samráði við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að byggðaráði verði falið að halda íbúafund sem fyrst í samvinnu við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

Fræðsluráð - 293. fundur - 08.05.2024

Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla skilar af sér vinnu hópsins með greinagerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykktar verði þær tillögur sem vinnuhópur leggur til og taki þær gildi strax eftir sumarfrí leikskólanna. Verði þetta gert til prufu í 1 ár og árangur skoðaður næsta vor. Jafnframt samþykkir fræðsluráð með 5 atkvæðum nýtt erindisbréf fyrir vinnuhóp.

Tillögurnar eru:
?
Að boðið verði uppá sveigjanlega 30 klst gjaldfrjálsa leikskóladvöl í dalvíkurbyggð, þó með þeim skilyrðum að vistun hefjist ekki eftir kl 09:00 á morgnana, og verði að lágmarki 4 klst í senn, þá daga sem börn mæta í skóla.
?
Að börn yngri en 18 mánaða verði boðin vistun til kl 15:15.
?
Að teknir verði í gagnið skráningardagar og sérstakt gjald verði fyrir þá daga 2.696kr.
?
Að vinnuhópur starfi áfram samkvæmt nýju erindisbréfi og hlutverk hans verði að taka saman gögn og upplýsingar og upplýsa fræðsluráð á fundum næsta vetur.

Fræðsluráð leggur áherslu á að verkefnið er tilraunaverkefni í 1 ár. Ef vankantar verða, eða ef aðrar leiðir væru færari, þurfum við að geta stigið skref til hliðar, eða til baka, og vera ófeimin við það. Bent er á að foreldrar barna þurfa að greiða fæði í leikskóla.


Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 293.fundi fræðsluráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla skilar af sér vinnu hópsins með greinagerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykktar verði þær tillögur sem vinnuhópur leggur til og taki þær gildi strax eftir sumarfrí leikskólanna. Verði þetta gert til prufu í 1 ár og árangur skoðaður næsta vor. Jafnframt samþykkir fræðsluráð með 5 atkvæðum nýtt erindisbréf fyrir vinnuhóp.

Tillögurnar eru:

1) Að boðið verði uppá sveigjanlega 30 klst gjaldfrjálsa leikskóladvöl í dalvíkurbyggð, þó með þeim skilyrðum að vistun hefjist ekki eftir kl 09:00 á morgnana, og verði að lágmarki 4 klst í senn, þá daga sem börn mæta í skóla.

2) Að börn yngri en 18 mánaða verði boðin vistun til kl 15:15.

3) Að teknir verði í gagnið skráningardagar og sérstakt gjald verði fyrir þá daga 2.696kr.

4) Að vinnuhópur starfi áfram samkvæmt nýju erindisbréfi og hlutverk hans verði að taka saman gögn og upplýsingar og upplýsa fræðsluráð á fundum næsta vetur.

Fræðsluráð leggur áherslu á að verkefnið er tilraunaverkefni í 1 ár. Ef vankantar verða, eða ef aðrar leiðir væru færari, þurfum við að geta stigið skref til hliðar, eða til baka, og vera ófeimin við það. Bent er á að foreldrar barna þurfa að greiða fæði í leikskóla.
Til máls tóku:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur fræðsluráðs, sveitarstjórn vekur athygli á því að verkefnið er tilraunarvekefni til eins árs og verður árangur af því skoðaður næsta vor.

Fulltrúar B lista Lilja Guðnadóttir og Monika Margrét Stefánsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Við hjá B lista samþykkjum þessar breytingar sem vinnuhópurinn leggur til þar sem þetta er hugsað til eins árs og að vinnuhópur verði áfram starfandi þar sem eftirfylgni og upplýsingum verði komið inn til kynningar og umræðu hjá fræðsluráði á meðan á verkefninu stendur.

Fræðsluráð - 294. fundur - 12.06.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar