Ákvörðun um álagningu útsvars árið 2024

Málsnúmer 202311004

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1087. fundur - 09.11.2023

Með fundarboði fylgdi tillaga vegna álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga vegna álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 363. fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði fylgdi tillaga vegna álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að álagningarprósenta útsvars verði leyfilegt hámark og óbreytt á milli ára eða 14,74%."

Tekið fyrir erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett þann 15. desember sl., þar sem vakin er athygli á frétt á vef ráðuneytisins er varðar samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk sem felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Hámark útsvars fer úr 14,74% í 14,97% og tekjuskattur lækkar samhliða á móti.

Jafnframt er meðfylgjandi fundarboði sveitarstjórnar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. desember sl., þar sem vakin er athygli á ofangreindu og meðfylgjandi eru möguleg fyrirmynd að bókun.
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%."


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og samþykkir að álagningarhlutfall útsvars Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 verði heimilað hámark 14,97%,