Skipulagsráð

41. fundur 10. desember 2025 kl. 14:00 - 15:54 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að tveimur dagskrárliðum yrði bætt við áður útsenda fundardagskrá og var það samþykkt.
Umræddir dagskrárliðir eru nr. 13 og 14 á dagskrá.

1.Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202402087Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis og lagningar nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 30.nóvember sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Birkihólar - breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna stækkunar íbúðarbyggðar og lagningar nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 30.nóvember sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá framkvæmdasviði Davíkurbyggðar, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með breytingu eftir auglýsingu til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Deiliskipulag Hóla- og Túnahverfis - skilmálar varðandi smáhýsi

Málsnúmer 202512033Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á þann veg að bygging smáhýsa allt að 15 m2 verði heimiluð án þess að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi svæðisins í hverju tilviki fyrir sig.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðisins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Hringtún 5 - umsókn um byggingu smáhýsis

Málsnúmer 202511010Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 12.nóvember sl. var samþykkt að gerð yrði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um smáhýsi á lóð nr. 5 við Hringtún og að áformin skuli grenndarkynnt.
Byggðaráð hafnaði umsókn lóðarhafa um endurupptöku máls en nú er áformað að gera heildarbreytingu á deiliskipulagi hverfisins sem heimilar byggingu smáhýsa allt að 15 m2.
Katrín Sif Ingvarsdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Í ljósi fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis varðandi skilmála fyrir smáhýsi telur skipulagsráð ekki þörf á sérstakri deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 5 við Hringtún eins og fyrri bókun ráðsins frá 12.nóvember sl. kveður á um.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Erindinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þegar umrædd deiliskipulagsbreyting hefur verið staðfest með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Sandskeið 2 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202511105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14.nóvember 2025 þar sem Arctic Sea Tours ehf. sækir um stækkun lóðar nr. 2 við Sandskeið.
Freyr Antonsson bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðu og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík til samræmis við erindið.
Er skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

6.Deiliskipulag Hauganess - endurskoðun

Málsnúmer 202511064Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, unnin af Cowi verkfræðistofu.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breyttri íbúðarsamsetningu við göturnar Langholt og Stórholt.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Bekkur Jóhanns Svarfdælings - færsla á Ráðhúslóð

Málsnúmer 202407048Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var skipulagsfulltrúa falið að finna minnismerki um Jóhann Svarfdæling heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði.
Frestað þar til umsögn menningarráðs liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Blöndulína 3 - breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202407001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.október sl. þar sem Hörgársveit óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um Blöndulínu 3.
Umsagnarfrestur var veittur til 8.desember en Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir framlengdum fresti til 14.desember.
Skipulagsráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemd við erindið.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Árskógsvirkjun - umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu

Málsnúmer 202512019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29.október 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um umhverfismatsskýrslu fyrir Árskógsvirkjun; allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdal.
Umsagnarfrestur var veittur til 9.desember en Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir framlengdum fresti til 14.desember nk.
Að mati skipulagsráðs gerir matsskýrslan fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

10.Landeldi við Hauganes - tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu

Málsnúmer 202511122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17.nóvember 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða framkvæmd við landeldi við Hauganes, þar sem m.a. er óskað álits Dalvíkurbyggðar á því hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Að mati skipulagsráðs Dalvíkurbyggðar er umrædd framkvæmd háð mati á umhverfisáhrifum skv. viðmiðum 2.viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna umsögn og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Fundaáætlun skipulagsráðs 2026

Málsnúmer 202511152Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundaáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2026, eða þar til nýtt sameinað framkvæmdaráð tekur til starfa, en það mun leysa af hólmi skipulagsráð og umhverfis- og dreifbýlisráð.
Skipulagsráð samþykkir framlagða fundaáætlun.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

12.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 202501031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar dags. 20. nóvember 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

13.Laugahlíð - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202512042Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi leggur til að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir Laugahlíð þar sem núverandi deiliskipulagsuppdráttur uppfyllir ekki ákvæði skipulagsreglugerðar.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð i Laugahlíð skv. 40.-42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

14.Jóabúð Hauganesi (L226624) - umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 202511140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24.nóvemer sl. þar sem Gunnar Anton Njáll Gunnarson sækir um breytta notkun Jóabúðar á Hauganesi. Fyrirhugað er að breyta notkun úr geymslu í sumarhús.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:54.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi