Bekkur Jóhanns Svarfdælings - færsla á Ráðhúslóð

Málsnúmer 202407048

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 9.júlí 2024 þar sem Haukur Guðjónsson f.h. Eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um leyfi fyrir uppsetningu minnismerkis á lóð Ráðhúss Dalvíkur.
Í ljósi neikvæðrar umsagnar hússtjórnar Ráðhúss Dalvíkur hafnar skipulagsráð erindinu.
Skipulagsfulltrúa ásamt starfsmanni eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna minnismerkinu heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 9.júlí 2024 þar sem Haukur Guðjónsson f.h. Eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um leyfi fyrir uppsetningu minnismerkis á lóð Ráðhúss Dalvíkur. Niðurstaða:Í ljósi neikvæðrar umsagnar hússtjórnar Ráðhúss Dalvíkur hafnar skipulagsráð erindinu. Skipulagsfulltrúa ásamt starfsmanni eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna minnismerkinu heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um leyfi fyrir uppsetningu á bekk Jóhanns Svarfdælings á lóð Ráðhúss Dalvíkur í ljósi neikvæðrar umsagnar hússtjórnar Ráðhúss Dalvíkur. Skipulagsfulltrúa ásamt starfsmanni eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna minnismerkinu heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði Dalvíkurbyggðar.

Skipulagsráð - 41. fundur - 10.12.2025

Á fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var skipulagsfulltrúa falið að finna minnismerki um Jóhann Svarfdæling heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði.
Frestað þar til umsögn menningarráðs liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Menningarráð - 112. fundur - 11.12.2025

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsráð 28.10. 2025.
Menningarráð samþykkir tillögu þess efnis með þremur atkvæðum að fundin verði ný staðsetning fyrir bekk og skilti þegar nýtt Byggðasafn verður risið.