Deiliskipulag Hóla- og Túnahverfis - skilmálar varðandi smáhýsi

Málsnúmer 202512033

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 41. fundur - 10.12.2025

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á þann veg að bygging smáhýsa allt að 15 m2 verði heimiluð án þess að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi svæðisins í hverju tilviki fyrir sig.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðisins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.