Skipulagsráð

9. fundur 12. apríl 2023 kl. 14:00 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
  • Börkur Þór Ottósson embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um lóð við Böggvisbraut 14

Málsnúmer 202304029Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 4. apríl sækja þau Kristján Guðmundsson og Telma Björg Þórarinsdóttir um lóðina við Böggvisbraut 14, Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Böggvisbraut 14 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Ósk um framlengingu á fresti - Hringtún 24

Málsnúmer 202206076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir innsend ósk á íbúagátt, dagsett 3. apríl 2023, um framlengingu á frest til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum skv. 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 24 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Skýrsla um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202303219Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla frá innviðaráðuneytinu um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar

4.Mánaðarlegar skýrslur 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Með fundarboði skipulagsráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2023 fyrir janúar- og febrúarmánuð. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs gerði grein fyrir ofangreindri skýrslu.
Lagt fram til kynningar.

5.Fyrirspurn um færslu á biðskýli við Öldugötu 12-14

Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti dags. 9. mars 2023 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO hús ehf eftir að biðskýli við Öldugötu 12-16 verði fært.
Skipulagsráð vísar erindinu til vinnu við fyrirhugað deiliskipulag íbúðarbyggðar á Árskógssandi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202208141Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna erindis hestamannafélagsins Hrings þar sem óskað var eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg í landi Böggvisstaða, lauk þann 6. febrúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn.
Send voru út kynningargögn á fjóra nágranna í formi afstöðumyndar og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til hestamannafélagsins Hrings fyrir reiðvegi í landi Böggvisstaða skv. gr. 15. skipulagslaga 123/2010

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Breyting á deiliskipulagi Klapparstígur 4-6

Málsnúmer 202302033Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga sem barst 31. mars 2023, þar sem Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO hús ehf óskar eftir leyfi skipulagsráðs til að reisa fjörgra íbúða raðhús á einni hæð með einhalla þaki á tilgreindum lóðum.
Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafa er heimilt að vinna breytingartillögu sem verður vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Klapparstíg 1-19 og Aðalgötu 11,13 og 15.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Ósk um breytingar á skipulagi lóða - Lyngholt 4,6 og 8 á Hauganesi

Málsnúmer 202211151Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 12. apríl 2023 frá Kötlu ehf. lóðarhafa einbýlishúsalóðanna við Lyngholt 4, 6 og 8 Hauganesi.
Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna sem felst í því að byggja tvö einnar hæðar raðhús á lóðunum í stað þriggja einbýlishúsa á einni hæð. bæði raðhúsin verða fjóra íbúða hús. Lóð nr. 4 er stækkuð til norðurs á kostnað lóðar nr. 6 og lóðir nr. 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð.
Heildarflatarmál lóðanna helst óbreytt og hámarksbyggingarmagn innan lóðanna verður 600 m² eftir sameininguna, en var áður 900 m² fyrir þessar þrjár lóðir.

Á 5. fundi skipulagsráðs þann 14. desember 2022 var samþykkt að umsækjandi grenndarkynnti tvö parhús á lóðunum Lyngholt 4 og 6.
Skipulagsráð hafnar fyrirliggjandi erindi þar sem breyting frá fyrri afgreiðslu um fjölgun íbúða úr fjórum íbúðum í átta íbúðir er ekki í samræmi við fyrri afgreiðslu.
Ráðið felur framkvæmdarsviði að ræða við umsækjanda á útfærslu deiliskipulagstillögu með að hámarki tvöföldun íbúða á hverri lóð og leggja tillöguna fyrir á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.

9.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202208015Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna óverulegs frávikiks á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli lauk þann 26. mars 2023 án athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Skáldalæks Ytri

Málsnúmer 202304035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá fjórum lóðarhöfum frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks ytri.
Í erindinu óska lóðarhafar frístundalóðanna í landi Skáldalæks ytra eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4.
Breytingin felst í því að hámarksbyggingarmagn lóða nr. 1, 2 og 4 er aukið úr 110 m² uppí 170 m² annað er óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dags. 02.04.2023 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ráðgjöf.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Kristín Guðmunsdóttir vék af fundi kl. 15:41 vegna vanhæfis

11.Deiliskipulag við Böggvisbraut

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu ofan Böggvisbrautar á Dalvík
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Landmótun.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
Anna Kristín Guðmunsdóttir kom aftur inn á fundinn 15:50

12.Öldugata 31 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer

Óveruleg deiliskipulagsbreyting var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi lóðarhöfum:
Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23.
Grenndarkynningarferlinu lauk 4. apríl án athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Ósk um nýtt deiliskipulag við starfssvæði hmf Hrings

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá Hestamannafélaginu Hring Hringsholti / Ytra-Holti. Í erindinu er tíunduð framtíðarsýn félagsins varðandi uppbyggingu á starfssvæði hestamannafélagsins, þar eru m.a. uppi hugmyndir um byggingu á nýrri reiðhöll með tengibyggingu yfir í núverandi hesthús. Einnig er talað um hugsanlega viðbyggingu við núverandi hesthús auk fjölgunar á gerðum, bílastæðum og fleira. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu og fer hestamannfélagið þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið ráðist vinnu í deiliskipulag á grundvelli innsendra hugmynda frá stjórn félagsins
Skipulagsráð leggur til að deiliskipulagsvinnu á starfssvæði Hestamannafélagsins Hrings, Hringsholti / Ytra-Holti sé vísað á forgangslista skipulagsráðs fyrir fyrihugaða deiliskipulagsvinnu.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Til umræðu forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð fór yfir forgangslista fyrir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Nafnasamkeppni- nýjar götur á Hauganesi

Málsnúmer 202303116Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu niðurstöður úr nafnasamkeppni fyrir fjórar nýjar götur á Hauganesi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi nöfn á umræddar nýjar götur á Hauganesi:

Gata A verði Stórholt
Gata B verði Langholt
Gata C verði Sjávarstígur
Gata D verði Stekkjarflöt

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

16.Beiðni um leiðréttingu á lóðarleigu

Málsnúmer 202303109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigrúnu Friðriksdóttur og Sigursveini Friðrikssyni dags.22. mars 2022 þar sem óskað er eftir endurskoðun á lóðarleigu fyrir Karlsbraut 13, Dalvík.
Skipulagsráð leggur til við sveitarjórn að endurgreiðsla til lóðarhafa að Karlsbraut 13 verði fjögur ár aftur í tímann samkvæmt áliti bæjarlögmanns.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að endurskoða lóðarleigusamninga vestan Karlsbrautar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Breytt landnotkun að Syðra-Holti

Málsnúmer 202212065Vakta málsnúmer

Á 8. fundi umhverfis-og dreifbýlisráðs þann 31. mars 2023 var afgreiðslu umsóknar um breytta landnokun á Syðra-Holti vísa til skipulagsráðs.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdarleyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 202304062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 11. apríl 2023 frá Sæfrakt ehf lóðarhafa atvinnulóðarinnar við Gunnarsbraut 8-10 á Dalvík.
Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar sem felst í því að breikka byggingarreit lóðarinnar Gunnarsbraut 8 um 3.5 m til vesturs. Hámarksbyggingarmagn og lóðarstærð lóðarinnar helst óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga í formi afstöðumyndar dags. 10.04.2023 sem unnin er af Haraldi Árnasyni hjá HSÁ teiknistofu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingarreitur breikki um 2.5 m til vesturs í stað 3.5 m samkvæmt tillögu með erindi umsækjanda. Umsækjandi leggi deiliskipulagstillöguna fyrir næsta fund skipulagsráðs.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Umsókn um stækkun á lóð við Skógarhóla 12, Dalvík

Málsnúmer 202304060Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 11. apríl 2023 óskar Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd lóðarhafa eftir stækkun á lóð og byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingarreitur breikki um 4,0 m til vesturs og 4,0 m til norðurs og lóðarmörk stækki 7,0 m til norðurs samkvæmt tillögu með erindi umsækjanda. Umsækjandi leggi deiliskipulagstillöguna fyrir næsta fund skipulagsráðs.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
  • Börkur Þór Ottósson embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Verkefnastjóri framkvæmdasviðs