Skipulagsráð

4. fundur 02. nóvember 2022 kl. 15:00 - 18:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
 • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Dagskrá
Í upphafi fundar var lagt til að bæta málum nr. 17 og 18 við áður auglýsta dagskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 1232010 (uppbygging innviða), 144. mál.

Málsnúmer 202210005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis, dagsett þann 3. október 2002, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp um breytingar á skipulagslögum.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.

Málsnúmer 202210063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis, dagsett þann 13. október 2002, þar sem Atvinnuveganefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis.
Lagt fram til kynningar.

3.Boð um þátttöku í samráði. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum

Málsnúmer 202210084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 23. október 2002, þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í samráði um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum. Frumvarpsdrögin fela í sér breytingar á skipulagslögum sem innleiða svokallað „Carlsberg-ákvæði“ inn í íslenskan rétt að danskri fyrirmynd. Ákvæðið, verði það að lögum, tryggir sveitarfélögum heimildir til að gera kröfu um allt að 25% af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir hagkvæmar íbúðir, leiguíbúðir eða aðrar íbúðir sem njóta stuðnings ríkis og/eða sveitarfélaga, hvort sem eigandi lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.
Lagt fram til kynningar.

4.Skipulagsverkefni - forgangsmál

Málsnúmer 202208137Vakta málsnúmer

Lögð fyrir drög að verðkönnun vegna deiliskipulagsgerðar fyrir íbúabyggð við Böggvisbraut, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að vinna áfram verðkönnunargögn eftir ábendingar frá formanni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um lóð- Hamar lóð 19

Málsnúmer 202210010Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsett 3. október 2022, óskar Bjarney Jóhannsdóttir eftir frístundalóð nr. 19 á Hamri.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að taka saman greinargerð um úthlutanir á svæðinu fyrir næsta fund.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um lóð - Hamar lóð 12

Málsnúmer 202210111Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsett 13. október 2022, óskar Kristín Helga Gunnarsdóttir eftir frístundalóð nr. 12 á Hamri.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að taka saman greinargerð um úthlutanir á svæðinu fyrir næsta fund.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - Skáldalækur Ytri

Málsnúmer 202210017Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsett 5. október 2022, óskar Íris Dagbjört Helgadóttir eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur af lóðunum og undirritað F-550 eyðublað Þjóðskrár.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.202209060 - Hitaveitulögn frá Syðri-Haga til Hjalteyrar

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skipulagasstofnun, dagsett 6. október 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um matsskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit.
Skipulagsráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Einnig telur ráðið að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat.
Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er ekki gert ráð fyrir nýrri stofnlögn hitaveitu á þessu svæði. Framkvæmdin krefst breytingar á aðalskipulagi eða að lögnin verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Í tillögunni er einnig fjallað um legu göngu- og hjólastígs sem löguð er að strengleiðinni. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl. Engar athugsemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á aðalskipulagsbreytingu vegna deiliskipulags á Hauganesi.
Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag eru í staðfestingarferli hjá Skipulagsstofnun. Stefnt er að gildistöku fyrir árslok.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði hugmyndavinna um nöfn á nýjar götur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu deililskipulags við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Skipulagráð leggur til að skipulagsráðgjafi kynni skipulagsdrög á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Erindi til umhverfisráðs

Málsnúmer 202206065Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Umhverfisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. júní 2022, þar sem Hjörleifur Hjartarson landvörður fer fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgangs innan Friðlands Svarfdæla.
Umhverfisráð vísaði erindinu til aðalskipulagsgerðar. Tekið fyrir á 394. sveitarstjórnarfundi þar sem samþykkt var að vísa málinu til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar sem færi síðan að nýju fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Á 1. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráð var samþykkt að fela Skipulagsráði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við aðalskipulag. Jafnframt var framkvæmdasviði falið að gera úttekt á námum sveitarfélagsins varðandi áætlanir um efnistökumagn og áframhaldandi vinnu vísað til Skipulagsráðs.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Svæðisskipulagsnefnd 2022

Málsnúmer 202205052Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 10. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var á Akureyri 11. október 2022 ásamt fjárhagsáætlun fyrir nefndina fyrir næsta ár.
Lagt fram til kynningar.

14.Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags

Málsnúmer 202210060Vakta málsnúmer

Með bréfi, dagsett 10. október 2022, óskar Guðrún Lára Sveinsdóttir f.h. Skipulagsstofnunar eftir upplýsingum um hvort fyrir liggi ákvörðun sveitarstjórnar um endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvort og hvenær sveitarfélagið hyggist óska eftir kostnaðarþáttöku úr Skipulagssjóði vegna aðalskipulagsvinnu.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ræða við Skipulagsstofnun um fyrirkomulag kostnaðarþátttöku vegna aðalskipulagsvinnu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 19

Málsnúmer 2209008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
 • 15.1 202007005 Lokaúttekt - Ægisgata 19a
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 19
 • 15.2 202109114 Lokaúttekt - Aðalbraut 16, Árskógssandi
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 19
 • 15.3 202208143 Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi - Stekkjarholt
  Einar Víkingur Hjörleifsson og Jane Kjærgaard sækja um byggingarleyfi vegna hesthúss að Stekkjarholti. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 19 Byggingarleyfisumsókn samþykkt og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar byggingarstjóri og iðnmeistarar hafa verið tilgreindir.
 • 15.4 202209007 Lokaúttekt - Brekkukot
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 19
 • 15.5 202108075 Öryggisúttekt - Skógarhólar 11
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 19

16.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 20

Málsnúmer 2210017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
 • 16.1 202104029 Ægisgata 1, Árskógssandi
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 20 Lokaúttekt lokið.
 • 16.2 202108024 Stigi að ferjubryggju á Árskógssandi
  Ábendingar hafa borist um að stigi að ferjubryggju á Árskógssandi þarfnist endurbóta. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 20 Viðkomandi stigi og umhverfi hans skoðað. Aðstæður óforsvaranlegar og þarfnast tafarlausra endurbóta eða fjarlægingar.
 • 16.3 202108075 Umsókn um byggingaleyfi - Skógarhólar 11
  Óskað eftir lokaúttekt. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 20 Lokaúttekt frestað að beiðni byggingarstjóra.
 • 16.4 202210070 Efri Gullbringa - lokaúttekt
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 20 Lokaúttekt lokið.
 • 16.5 202210071 Umsókn um leyfi til flutnings á þjónustuhúsi - Birnunes
  Óskað er eftir leyfi til að flytja tvö þjónustuhús til uppsetningar á Brimnesi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 20 Ekki liggja fyrir nægar upplýsingar til að taka umsóknina til afgreiðslu. Málinu frestað til næsta fundar.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202208141Vakta málsnúmer

Skv. ákvörðun Umhverfisráðs 2022 á fundi nr. 375, fól það starfsfólki framkvæmdasviðs útgáfu framkvæmdaleyfis með skilmálum.
Á 1. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs var erindinu vísað til skipulagsráðs.
Skipulagsráð telur að ekki sé um umtalsverða breytingu á aðalskipulagi og því ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.
Skipulagsráð leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að hér sé um víkjandi framkvæmd að ræða þar sem reiðvegurinn liggur um svæði sem tillaga er um að verði framtíðar íbúðarbyggð við gerð næsta aðalskipulags. Hestamannafélaginu skal tilkynnt með ársfyrirvara um breytta landnotkun.
Fyrirhugað framkvæmdaleyfi skal grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Böggvisstaða, Árgerðis og Ásgarðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson ábúendur að Hrísum komu inn á fundinn undir þessum lið.

18.Umsókn um stofnun byggingarlóðar úr landi Hrísa

Málsnúmer 202208080Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 og á 2. fundi Skipulagsráðs þann 3. október 2022 var tekin fyrir umsókn frá Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur og Skarphéðins Péturssonar eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu. Var framkvæmdasviði falið að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og fyrirkomulag lóðarleigusamnings. Í framhaldi af þeim viðræðum var Önnu Baldvinu og Skarphéðni boðið að koma á fund ráðsins til að fara nánar yfir hugmyndir sínar um nýtingu lóðarinnar.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga frá samningi við umsækjendur og leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson véku af fundi kl 15:25.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
 • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
 • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði