Skipulagsráð

5. fundur 14. desember 2022 kl. 14:00 - 18:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var lagt til að bæta við erindum nr. 2, 13 og 14.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

1.Erindisbréf Skipulagsráðs

Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu erindisbréf skipulagsráðs.
Skipulagsráð tók fyrir erindisbréf og felur sviðsstjóra að uppfæra í samræmi við ábendingar frá fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf kom inn undir lið 2 kl.15:00.

2.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf kynnir stöðu á deiliskipulagsvinnu við Dalbæ og Karlrauðatorg.
Skipulagsráð leggur til að ráðið vinni að forsendum fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf vék af fundi kl.15:30.

3.Umsókn um uppskiptingu lóðar - Árbakki

Málsnúmer 202207048Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Lola Kahn, dagsett 18. júlí 2022, um uppskiptingu lóðar að Árbakka. Beðið er eftir staðfestingu frá meðeiganda.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar þar til frekari gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um lóð - Hamar lóð 8

Málsnúmer 202205007Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsett 3. nóvember 2022, óskar Christof Wenker eftir framlengingu á útlhutun lóðarinnar nr. 8 á Hamri.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að framlengja úthutun lóðar nr. 8 að Hamri í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Með símtali þann 25. nóvember 2022 óskaði Börkur Þór Ottósson eftir því að umsóknin verði tekin á dagskrá Skipulagsráðs og að fyrri ákvörðun um að hafna umsókninni verðu endurskoðuð.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að gera tillögu að lóðablaði fyrir Sandskeið 20. Gætt verði að umferðaröryggi og svigrúmi fyrir breytta veglínu Sandskeiðs, Flæðavegar og Grundargötu. Við stofnun lóðar verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verður lóðin auglýst laus til umsóknar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - Skáldalækur Ytri

Málsnúmer 202210017Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulagsráðs var frestað afgreiðslu umóknar Írisar Dagbjartar Helgadóttur, dagsett 5. október 2022, þar sem hún óskar eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag. Fyrir liggur álit frá Teiknistofu Arkitekta um stöðu aðalskipulags á svæðinu.
Umræddar lóðir eru innan landbúnaðarsvæðis 613-L og að hluta á landnotkunarreit 660-F fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð felur umsækjanda að vinna að breytingu á aðalskipulagi, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir breytta landnotkun á svæðinu og rökstyðja breytta nýtingu á landbúnaðarlandi.
Skipulagsráð vekur athygli á að lóðirnar eru innan veghelgunarsvæðis Skíðadalsvegar og þarf því að leita umsagnar Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um lóð við þegar byggða götu

Málsnúmer 202212064Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 8. desember 2022, óskar EGO hús ehf. eftir lóðunum við Svarfaðarbraut 19-25 á Dalvík.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að gera tillögu að lóðablaði fyrir lóðir austan Svarfaðarbrautar. Umrætt svæði er innan landnotkunarreits 313-ÍB í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.Samkvæmt aðalskipulagi er heimild fyrir þrjú einbýlishús eða fjögurra íbúða raðhús. Við stofnun lóðanna verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verða lóðirnar auglýstar lausar til umsóknar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um byggingarleyfi Öldugata 12-16

Málsnúmer 202212063Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 8. desember 2022, óskar EGO hús ehf. eftir því að byggja tvö raðhús á einni hæð með samtals 6 íbúðum á lóðunum 12-16 við Öldugötu, Ársskógssandi.
Skipulagsráð veitir heimild til grenndarkynningar á lóðum 12-16 við Öldugötu í samræmi við umsókn og felur framkvæmdasviði að annast hana.
Grenndarkynningin skal ná til lóða nr. 9-29 og 6-10 við Öldugötu og 11-19 og 19a við Ægisgötu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Ósk um breytingar á skipulagi lóða - Lyngholt 4 og 6 á Hauganesi

Málsnúmer 202211151Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsett 22. nóvember 2022, óskar Katla ehf. eftir breytingum á skipulagi húsbygginga á lóðum Lyngholts 4 og 6.
Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafa er heimilt að vinna breytingartillögu sem verður vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Tekið til yfirferðar verðkönnunargögn fyrir deiliskipulag.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að senda út verðkönnunargögn fyrir deiliskipulagsverkefni vegna íbúðabyggðar Ársskógssandi, við Böggvisbraut og hverfi sunnan Dalvíkur í ársbyrjun 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Leyfi til að setja upp skilti

Málsnúmer 202211105Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsett 15. nóvember, langar Nice Air ehf. að kanna möguleikann á því að fá leyfi til að setja upp skilti á Dalvík.
Skipulagsráð vísar erindinu til skiltanefndar sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um lóð - Hringtún 10

Málsnúmer 202205034Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 13. desember 2022, óskar Hafþór Helgason eftir fresti til að skila inn byggingarnefndarteikningum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að framlengja úthutun lóðar við Hringtún 10 í samræmi við 4. gr. um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Umsókn um lóð, Hringtún 26

Málsnúmer 202212077Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 13. desember 2022, óskar Egill Örn Júlíusson eftir lóð við Hringtún 26 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 26 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs