Umhverfisráð

371. fundur 08. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Eva Björg Guðmundsdóttir komst ekki á fundinn og varamaður ekki heldur.

1.Umsókn um lóð - Böggvisbraut 14

Málsnúmer 202203131Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn dagsett 18. mars 2022 frá Sigmari Erni Harðarsyni og Maríu Björk Stefánsdóttur um lóðina að Böggvisbraut 14 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
Monika kom inn á fundinn kl 8:26

2.Umsóknir um lóðir - Lyngholt 4, 6, 8 og Klapparstígur 18

Málsnúmer 202203137Vakta málsnúmer

Teknar fyrir umsóknir frá Kötlu ehf. dagsettar 23. mars 2022 um fjórar lóðir á Hauganesi. Lóðirnar sem óskað er eftir eru: Lyngholt 4, 6 og 8 og Klapparstígur 18.
Umhverfisráð samþykkir umsóknirnar og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsókn frá Eiríki Knúti Gunnarssyni, dagsett 18. mars 2022, um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti í Svarfaðardal. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 36 hektarar og skiptist upp í þrjú svæði.
Hluti svæðisins sem um er rætt er innan skilgreinds landbúnaðarlands í gildandi aðalskipulagi og því vísar umhverfisráð erindinu til umsagnar í landbúnaðarráði. Þar sem endurskoðun aðalskipulags og frekari flokkun landbúnaðarlands er í vinnslu óskar umhverfisráð einnig eftir því að leitað verði álits ráðgjafa sem eru að vinna að flokkuninni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ, Kirkjuveg og Karlsrauðatorg á Dalvík og breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 unnin af Form ráðgjöf og Teiknistofu Arkitekta.
Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Stjórnarfundur Flokkunar

Málsnúmer 202203082Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Flokkun Eyjafjörður ehf. frá 9. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Íslandsþari - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202203035Vakta málsnúmer

Tekin aftur fyrir umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar fyrir Íslandsþara en umhverfisráð fól starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir fundinn.
Byggðaráð fjallaði um drögin og gerði ekki athugasemdir við þau en lagði áherslu á að umhverfisráð fjallaði um umsögnina áður en hún yrði send til Skipulagsstofnunar. Gefinn var viðbótarfrestur til 8. apríl 2022.
Umhverfisráð fjallaði um umsagnardrögin og lagði til breytingar m.t.t. umsagnarbeiðninnar sjálfrar. Umhverfisráð samþykkir að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda kallar hún á skipulagsbreytingar sem heimila samráð og grenndarkynningar skv. lögum þar um.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Framkvæmdir sumarsins 2022

Málsnúmer 202204019Vakta málsnúmer

Farið var yfir framkvæmdalista sumarsins.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi