Skipulagsráð

15. fundur 13. desember 2023 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri sat fundinn í fjarfundabúnaði.

1.Grund Svarfaðardal - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202305021Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám úr Svarfaðardalsá í landi Grundar í Svarfaðardal, unnin af Teiknistofu arkitekta.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Miðsvæði Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæðis í miðbæ Dalvíkur, unnin af Form ráðgjöf ehf.

Meðfylgjandi eru greinargerð og kynningargögn.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar við Böggvisbraut, unnin af Landmótun.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur, unnin af Mannviti verkfræðistofu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Mannviti verkfræðistofu.
Deiliskipulagið kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem óbyggðu svæði er breytt í íbúðabyggð.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og leggja fyrir næsta fund ráðsins ásamt skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Breytingin gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lóðir nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu verði sameinaðar í eina lóð.
- Hámarksnýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,55 fyrir byggingar á einni hæð og 0,6 fyrir byggingar á einni hæð með millilofti eða efri hæð.
- Hámarksvegghæð verði 8 m og hámarksmænishæð verði 11 m.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuð í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Sjávargata 6B Árskógssandi - umsókn um niðurrif og nýbyggingu á lóð

Málsnúmer 202307005Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu áforma á lóð nr. 6B við Sjávargötu, Árskógssandi lauk þann 7. nóvember sl. Tvær athugasemdir bárust.
Í ljósi innkominna athugasemda leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að umsókn um hækkun mænishæðar í 7,4 m verði hafnað og að leyfileg hámarkshæð húss verði 6 m.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Böggvisbraut 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2023 þar sem Ragnar Sverrisson sækir um lóð nr. 14 við Böggvisbraut.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Skipulagsfulltrúa falið að úthluta lóðinni.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

9.Lagning ljósleiðara á Norðausturlandi

Málsnúmer 202311136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Ljósleiðarans ehf. dagsett 29. nóvember 2023 þar sem kynnt eru áform um lagningu ljósleiðara á Norðausturlandi.
Lagt fram til kynningar.

10.Dalvíkurlína 2 - umsagnarbeiðni um breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar

Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2023 þar sem Hörgársveit óskar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um Dalvíkurlínu 2 ásamt legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar.
Umsagnarfrestur er veittur til 1. janúar 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 62.fundar dagsett 7.nóvember, 63.fundar dagsett 17.nóvember og 64.fundar dagsett 1.desember 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi