Skipulagsráð

17. fundur 14. febrúar 2024 kl. 14:00 - 16:23 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Júlíus Magnússon D-lista mætti í forföllum Önnu Kristínar Guðmundsdóttur.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista og varamaður hans boðuðu forföll.
Í upphafi fundar óskaði Katrín Sif Ingvarsdóttir eftir því að eftirfarandi málum yrði bætt við dagskrá fundarins:
Mál nr. 202304030 - Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu,
Mál nr. 202301077 - Skógarhólar 8 og 10 - tillaga varðandi skipulag,
Mál nr. 202302015 - Svarfaðarbraut - nýtt deiliskipulag,
og var það samþykkt samhljóða.

1.Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl. var staðfestur forgangslisti yfir deiliskipulagsvinnu í Dalvíkurbyggð.
Samkvæmt listanum eru eftirfarandi svæði í fyrsta forgangi varðandi skipulagsvinnu:
- Athafnasvæði við Sandskeið
- Hesthúsasvæði Ytra-Holti
- Hafnarsvæði Árskógssandi
- Hafnarsvæði á Dalvík
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að hafin verði vinna við deiliskipulagsgerð í samræmi við forgangsröðun.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja samtal við hagsmunaaðila á þessum svæðum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Skógarhólar 8 og 10 - tillaga varðandi skipulag

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Lagt fram að beiðni byggðaráðs erindi þess efnis að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis sem felst í stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314, fjölgun byggingarlóða, landmótun og byggingu nýrrar götu út frá Skógarhólum.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Svarfaðarbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302015Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi úthlutun lóða við Svarfaðarbraut 19-25. Nýtt deiliskipulag fyrir umræddar lóðir tók gildi í ágúst 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að stofna umræddar lóðir og auglýsa þær lausar til úthlutunar í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi um rannsókna- og nýtingarleyfi í tengslum við áform um virkjun Þorvaldsdalsár.
Lagt fram til kynningar.

5.Hálsá - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám við Hálsá lauk þann 30. desember sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Hörgársveit, Fjallabyggð, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið og kynna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

6.Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var samþykkt að gera breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í tengslum við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Dalvíkur.
Breytingin felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun íbúðarsvæða ÍB-302 og ÍB-303 á kostnað aðliggjandi svæða O-301 og S-304.
- Stækkun miðbæjarsvæðis M-306 til norðurs á kostnað opins svæðis O-301.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagsráðgjafa um framhald málsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Dalvík miðsvæði - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Dalvíkur, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að framhaldi málsins í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Öldugata 31 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Breytingin gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lóðir nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu verði sameinaðar í eina lóð með þremur byggingarreitum. Ný lóð verður nr. 31 við Öldugötu.
- Hámarksnýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,55 fyrir byggingar á einni hæð og 0,6 fyrir byggingar á einni hæð með millilofti eða efri hæð.
- Hámarksvegghæð bygginga verði 8 m og hámarksmænishæð verði 11 m.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og skýringarmynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Syðra-Holt - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 202401021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2024 þar sem Eiríkur Knútur Gunnarsson sækir um leyfi til byggingar íbúðarhúsa á jörðinni Syðra Holti.
Fyrirhugað er að reisa tvö hús; annarsvegar 120 m2 íbúðarhús á einni hæð og hinsvegar 80 m2 íbúðarhús á einni eða einni og hálfri hæð.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið með vísan í kafla 4.10.5 í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem segir að heimilt sé að reisa allt að þrjú íbúðarhús á lögbýlum með þeim skilyrðum að ný hús nýti sömu heimreið og lögbýlið og skuli vera í samhengi og tengslum við aðra byggð á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Fylgiskjöl:

10.Dysnes - umsagnarbeiðni um matsáætlun fyrir höfn og landfyllingu

Málsnúmer 202401076Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2023 þar sem Skipulagsstofnun óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða landfyllingu og höfn í Dysnesi í Hörgársveit.
Umsagnarfrestur er veittur til 15. febrúar nk.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Laxós Árskógssandi - beiðni um umsögn vegna landeldis

Málsnúmer 202205013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2024 þar sem Matvælastofnun óskar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um umsókn Laxóss ehf. um rekstrarleyfi vegna landeldis á Árskógssandi.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 22. júní 2022 og var afgreiðslu frestað.
Dalvíkurbyggð gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út rekstrarleyfi til umsækjanda fyrir 1. áfanga fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

12.Húsabakkavegur - niðurfelling af vegaskrá

Málsnúmer 202311048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2023 þar sem Vegagerðin tilkynnir um niðurfellingu Húsabakkavegar af þjóðvegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

13.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna endanlega tillögu að breytingu á úthlutunarreglum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.


14.Erindisbréf skipulagsráðs

Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknum heimildum til fullnaðarafgreiðslu mála.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna endanlega tillögu að breytingu á erindisbréfi skipulagsráðs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

15.Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202402048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlun framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð sem unnin voru á vegum Sambands sveitarfélaga á norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar.

17.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fyrir málaflokk 09 fyrir janúar 2024 varðandi stöðu bókhalds í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 65. fundar dags. 22. desember 2023 og 66.fundar dags. 7. febrúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 16:23.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi