Skipulagsráð

6. fundur 11. janúar 2023 kl. 14:00 - 16:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um lóð Svarfaðarbraut 19-25 við þegar byggða götu.

Málsnúmer 202212064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ottó Biering Ottóssyni fyrir hönd EGO húsa ehf., dagsett 6. janúar 2023 þar sem óskað er eftir enduskoðun á afgreiðslu skipulagsráðs þann 14. desember 2022 vegna umsóknar félagsins um lóð Svarfaðarbraut 19-25, en niðustaða ráðsins var að framkvæmdasviði var falið að gera tillögu að lóðablaði fyrir umræddar lóðir og við stofnun lóðanna verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verða lóðirnar auglýstar lausar til umsóknar.
Erindið lagt fram til kynningar og umræðu. Miðað við fyrirliggjandi gögn sér Skipulagsráð ekki ástæðu til að breyta fyrri bókun ráðsins og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og bæjarlögmanni að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Umsókn um lóð - Öldugata 31, Árskógssandi

Málsnúmer 202204001Vakta málsnúmer

Í innsendri umsókn, dagsettri 16. júní 2022, sækir Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun fyrir Öldugötu 31.
Umrædd lóð er á landnotkunarreit 703-A fyrir athafnasvæði í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Á reitnum er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi. Í deiliskipulaginu koma fram skilmálar um hámarks byggingarmagn, hámarks vegg- og mænishæð og aðrir skilmálar um lóðina.
Skipulagsráð felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni í samræmi við 3.4. gr. reglna um lóðarúthlutanir í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson vék af fundi vegna vanhæfis kl:15:05

4.Umsókn um byggingaleyfi vegna breytinga á Karlsrauðatorgi 11, Dalvík

Málsnúmer 201806022Vakta málsnúmer

Í erindi, dagsettu 20. desember, er óskað eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá áður samþykktu byggingarleyfi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson kom aftur inn á fundinn kl:15:25

5.Umsókn um að sameina tvær íbúðir í eina

Málsnúmer 202212138Vakta málsnúmer

Í tölvupósti, dagsettum 29. desember 2023 óska Valgerður M. Jóhannsdóttir og Guðmundur Freyr Hansson, eftir því að Bjarkarbraut 6 sem hefur tvö fasteignanúmer verði sameinuð undir einu fasteignanúmeri.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við sameiningu fasteignanúmera að Bjarkarbraut 6 og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa með tilskildum gögnum skv. lögum um mannvirki nr.160/2010.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022

Málsnúmer 202209100Vakta málsnúmer

Í ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er skorað á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

Það er einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð leggur áherslu á að tekið verði tillit til sjónarmiða Skógræktarfélags Íslands í fyrirhugaðri aðalskipulagsgerð Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Frá Norðurorku -Framkvæmdaleyfi Rannsóknarboranir

Málsnúmer 202212122Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurorku sem barst í tölvupósti dagsettum 22. desember 2022 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir borunum á tveimur til þremur djúpum rannsóknarholum við Ytri-Haga í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Norðurorku þegar gögn liggja fyrir skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð mun halda áfram vinnu við gerð minnisblaðs fyrir skipulagsráðgjafa með forsendum fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202208015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Teikna Teiknistofu arkitekta fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 12. desember 2022, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fólkvangsing í Böggvisstaðafjalli. Málið áður tekið fyrir á 1034. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. ágúst 2022, var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst 2022.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði sett í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal fara fram á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:25.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs