Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga.

Málsnúmer 201801108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 854. fundur - 01.02.2018

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Er þess óskað að uppýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og úrvinnslu í framkvæmdastjórn. Málið kæmi síðan aftur fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 859. fundur - 08.03.2018

Á 854. fundi byggðaráðs þann 1. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Er þess óskað að uppýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og úrvinnslu í framkvæmdastjórn. Málið kæmi síðan aftur fyrir byggðaráð."

Á fundinum var gerð grein fyrir svörum og umfjöllun framkvæmdastjórnar varðandi ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind samantekt verði sent til ráðuneytisins þegar hún er fullunnin.

Byggðaráð - 953. fundur - 03.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem vísað er í bréf til allra sveitarfélaga, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um alla samninga sveitarfélaga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög og starfað er eftir, ásamt afritum af þeim. Markmið verkefnisins var að afla heildstæðra upplýsinga um þá samninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga um land allt og leggja mat á hversu vel þeir samræmast körfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum, einkum ákvæðum er varða framsal til töku stjórnvaldsákvarðana. Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að ýmsir annmarkar eru á meirihluta samninganna. Ráðuneytið gerir athugasemdir við nokkra samninga sem varða samvinnu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög. Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins að það yfirfari framangreinda samninga og aðra samninga sem fela í sér samvinnu við önnur sveitarfélög og fer fram á að verða upplýst um afrakstur framangreindrar vinnu eigi síðar en 15. nóvember n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu.

Byggðaráð - 1010. fundur - 16.12.2021

Á 953.fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem vísað er í bréf til allra sveitarfélaga, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um alla samninga sveitarfélaga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög og starfað er eftir, ásamt afritum af þeim. Markmið verkefnisins var að afla heildstæðra upplýsinga um þá samninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga um land allt og leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum, einkum ákvæðum er varða framsal til töku stjórnvaldsákvarðana. Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að ýmsir annmarkar eru á meirihluta samninganna. Ráðuneytið gerir athugasemdir við nokkra samninga sem varða samvinnu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög. Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins að það yfirfari framangreinda samninga og aðra samninga sem fela í sér samvinnu við önnur sveitarfélög og fer fram á að verða upplýst um afrakstur framangreindrar vinnu eigi síðar en 15. nóvember n.k.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu.

Í upphaflegu erindi ráðuneytisins voru gerðar athugasemdir við fimm samninga. Þeir samningar eru eftirtaldir:
1. Samþykktir AFE. AFE hefur verið slitið þannig að athugasemdim á ekki lengur við.
2. Samning um kosningu og rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd, dagsettur þann 23. desember 2002. Til stendur að breyta barnaverndarlögum m.a. hvað varðar skipun barnaverndarnefnda þannig að athugasemdin á ekki lengur við.
3. Samstarfssamningur um sameiginlegt þjónustusvæði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um þjónustu við fólk með fötlun, dagsett 29. júní 2016. Þessi samningur er aðallega til umfjöllunar í meðfylgjandi minnisblaði bæjarlögmanns.
4. Samningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, dagsettur 21. desember 2011. Samningur vegna Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar hefur verið uppfærður þannig að athugasemdin á ekki lengur við.
5. Samningur um þátttöku í leigu á húsnæði fyrir kennslusaðstöðu Menntaskólans á Tröllaskaga dagsettur í júlí 2016. Samningurinn hefur runnið sitt skeið á enda þannig að athugasemdin á ekki lengur við.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað bæjarlögmanns, dagsett þann 26.11.2021, til Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um ofangreint. Fram kemur m.a. að það liggi beinast við að stofnað verði byggðasamlag um verkefni sem lúta að þjónustu við fatlað fólk sem þá um leið tryggir að búið sé að formfesta samstarf DB og FB hvað varðar þennan málaflokk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir samráðsfundi með Fjallabyggð um ofangreint málefni ásamt fleiri málefnum sem sveitarfélögin vinna að í sameiningu. Fundurinn verði haldinn sem fyrst á nýju ári.

Byggðaráð - 1013. fundur - 20.01.2022

Á 1010. fundi byggðaráðs þann 16. desember sl. var m.a. eftifarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað bæjarlögmanns, dagsett þann 26.11.2021, til Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um ofangreint. Fram kemur m.a. að það liggi beinast við að stofnað verði byggðasamlag um verkefni sem lúta að þjónustu við fatlað fólk sem þá um leið tryggir að búið sé að formfesta samstarf DB og FB hvað varðar þennan málaflokk.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir samráðsfundi með Fjallabyggð um ofangreint málefni ásamt fleiri málefnum sem sveitarfélögin vinna að í sameiningu. Fundurinn verði haldinn sem fyrst á nýju ári."

Ofangreindur samráðsfundur er áformaður fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 15:00 á Dalvík. Til umræðu dagská og fyrirkomulag fundarins.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1014. fundur - 27.01.2022

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1010. fundi byggðaráðs þann 16. desember sl. var m.a. eftifarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað bæjarlögmanns, dagsett þann 26.11.2021, til Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um ofangreint. Fram kemur m.a. að það liggi beinast við að stofnað verði byggðasamlag um verkefni sem lúta að þjónustu við fatlað fólk sem þá um leið tryggir að búið sé að formfesta samstarf DB og FB hvað varðar þennan málaflokk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir samráðsfundi með Fjallabyggð um ofangreint málefni ásamt fleiri málefnum sem sveitarfélögin vinna að í sameiningu. Fundurinn verði haldinn sem fyrst á nýju ári." Ofangreindur samráðsfundur er áformaður fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 15:00 á Dalvík. Til umræðu dagská og fyrirkomulag fundarins. Lagt fram til kynningar."

Undir þessum lið var farið yfir samantekt sem unnin er af sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Fjallabyggðar um kosti og galla við samstarf um málefni fatlaðra annars vegar í byggðasamlagi og hins vegar þar sem annað sveitarfélagið er leiðandi sveitarfélag. Samantektin tekur m.a. mið af minnisblaði bæjarlögmanns Dalvíkurbyggðar annars vegar og hins vegar á minnisblaði Sesselju Árnadóttur frá KPMG sem unnið var að beiðni Fjallabyggðar.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1015. fundur - 03.02.2022

Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð.

Byggðaráð - 1018. fundur - 24.02.2022

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tvær fundargerðir vinnuhópsins frá 16. og 18. febrúar, til kynningar. Í 2. fundargerð hópsins er með rökstuddum hætti lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir byggðaráð.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:"Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum." Niðurstaða: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tvær fundargerðir vinnuhópsins frá 16. og 18. febrúar, til kynningar. Í 2. fundargerð hópsins er með rökstuddum hætti lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir byggðaráð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Byggðaráð - 1027. fundur - 19.05.2022

Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:30.

Á 343. fundi sveitarstjóranr þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:"Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum." Niðurstaða: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tvær fundargerðir vinnuhópsins frá 16. og 18. febrúar, til kynningar. Í 2. fundargerð hópsins er með rökstuddum hætti lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir byggðaráð." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð nr. 4 frá vinnuhópnum frá 17. maí sl.

Samkvæmt lið 1 eru lögð fram lokadrög að samstarfssamningi ásamt viðaukum 1-4. Vinnuhópurinn samþykkti að leggja drögin fram til afgreiðslu hjá sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna.
Samkvæmt lið 2 þá var vinnuhópnum einnig falið að móta tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag vegna breytinga á barnaverndarmálum. Gildistöku nýrra barnaverndarlaga var frestað til áramóta þar sem enn er margt óljóst af hendi Ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélga um framkvæmd laganna. Vinnuhópurinn vísar því þessum lið til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna og lýkur störfum.


a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra og vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi vegna breytinga á barnaverndarmálum til nýrrar sveitarstjórnar. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð nr. 4 frá vinnuhópnum frá 17. maí sl. Samkvæmt lið 1 eru lögð fram lokadrög að samstarfssamningi ásamt viðaukum 1-4. Vinnuhópurinn samþykkti að leggja drögin fram til afgreiðslu hjá sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna. Samkvæmt lið 2 þá var vinnuhópnum einnig falið að móta tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag vegna breytinga á barnaverndarmálum. Gildistöku nýrra barnaverndarlaga var frestað til áramóta þar sem enn er margt óljóst af hendi Ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Vinnuhópurinn vísar því þessum lið til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna og lýkur störfum. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra og vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi vegna breytinga á barnaverndarmálum til nýrrar sveitarstjórnar. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að lið b) verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og úrvinnslu.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:56.

Á 346. fundi sveitarstjórn þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð nr. 4 frá vinnuhópnum frá 17. maí sl. Samkvæmt lið 1 eru lögð fram lokadrög að samstarfssamningi ásamt viðaukum 1-4. Vinnuhópurinn samþykkti að leggja drögin fram til afgreiðslu hjá sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna. Samkvæmt lið 2 þá var vinnuhópnum einnig falið að móta tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag vegna breytinga á barnaverndarmálum. Gildistöku nýrra barnaverndarlaga var frestað til áramóta þar sem enn er margt óljóst af hendi Ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Vinnuhópurinn vísar því þessum lið til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna og lýkur störfum. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra og vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi vegna breytinga á barnaverndarmálum til nýrrar sveitarstjórnar. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að lið b) verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og úrvinnslu.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

Til umræðu framtíðarfyrirkomulag í barnaverndarmálum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra félagsmálasviðs að ræða áfram við samstarfsaðilann, Fjallabyggð, um framtíðarfyrirkomulag barnaverndarmála. Í framhaldinu verði óskað eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar sem fyrst um ofangreint málefni.