Sveitarstjórn

346. fundur 08. júní 2022 kl. 16:15 - 18:39 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Felix Rafn Felixson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, starfsaldursforseti sveitarstjórnar, boðaði fundinn og fór með fundarstjórn þar til forseti sveitarstjórnar var kjörinn skv. 7. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr.408/2022.

Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Úrslit sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí 2022

Málsnúmer 202205174Vakta málsnúmer

Katrín Sigurjónsdóttir gerði grein fyrir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna í Dalvíkurbyggð samkvæmt greinargerð frá yfirkjörstjórn Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 15. maí 2022, um úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Dalvíkurbyggð þann 14. maí 2022.

B-listi Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð hlaut 240 atkvæði, 23,5% hlutfall atkvæða og 2 fulltrúa kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Dalvíkurbyggð hlaut 335 atkvæði, 32,8% hlutfall atkvæða og 2 fulltrúa kjörna.
K-listi Dalvíkurbyggðar hlaut 446 atkvæði, 43,7% hlutfall atkvæða og 3 fulltrúa kjörna.

Á kjörskrá voru 1435, greidd atkvæði voru 1072 og kosningaþátttaka því 74,7%.
Gildir atkvæðaseðlar voru 1021 eða 95,2%. Auðir seðlar voru 45 eða 4,2% af greiddum atkvæðum. Ógildir seðlar (en ekki auðir) voru 6 eða 0,6% af greiddum atkvæðum.

Yfirkjörstjórn hefur sent út tilkynningu til aðal- og varamanna sem kjörnir hafa verið í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 14. maí 2022.

Eftirtaldir frambjóðendur náðu kjöri sem aðalfulltrúar:
Helgi Einarsson, Dalbraut 8. 620 Dalvík (K).
Katrín Sif Ingvarsdóttir Öldugötu 6, 620. Dalvík (K).
Gunnar Kristinn Guðmundsson, Göngustaðakoti, 621. Dalvík (K).
Freyr Antonsson, Skógarhólar 26, 620. Dalvík (D).
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Stórhólsvegi 4, 620. Dalvík (D).
Katrín Sigurjónsdóttir, Svarfaðarbraut 20, 620. Dalvík (B).
Lilja Guðnadóttir, Skógarhólum 22, 620. Dalvík (B).

Eftirtaldir frambjóðendur náðu kjöri sem varamenn í sveitarstjórn:
Haukur Arnar Gunnarsson, Ægisgötu 6, 620. Dalvík (K).
Elsa Hlín Einarsdóttir, Karlsbraut 9, 620. Dalvík (K).
Friðjón Árni Sigurvinsson, Dalbraut 12, 620. Dalvík (K).
Katrín Kristinsdóttir, Böggvisbraut 3, 620. Dalvík (D).
Jóhann Már Kristinsson, Skógarhólum 24, 620. Dalvík (D).
Felix Rafn Felixson, Hólavegi 7, 620. Dalvík. (B).
Monika Margrét Stefánsdóttir, Ægisgötu 5, 621. Dalvík (B).



Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Kjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar samkvæmt 7. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202205175Vakta málsnúmer

a) Katrín Sigurjónsdóttir bar upp fyrirliggjandi tillögu um Frey Antonsson (D), sem forseta sveitarstjórnar.
b) Katrín Sigurjónsdóttir bar upp fyrirliggjandi tillögu um kjör 1. og 2. varaforseta sveitarstjórnar:
1. varaforseti Katrín Sigurjónsdóttir (B).
2. varaforseti Katrín Sif Ingvarsdóttir (K).
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Freyr Antonsson rétt kjörinn sem forseti sveitarstjórnar.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Katrín Sigurjónsdóttir og Katrín Sif Ingvarsdóttir réttkjörnar sem 1. og 2. varaforsetar sveitarstjórnar.

3.Málefna- og samstarfssamningur á milli D-lista og K-lista

Málsnúmer 202205176Vakta málsnúmer

Á fundinum lagði forseti sveitarstjórnar, Freyr Antonsson, fram undirritaðan málefna- og samstarfssamning á milli D-lista og K-lista, dagsettur þann 1. júní 2022.

Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem kynnti helstu áherslur samningsins.

Felix Rafn Felixson, sem leggur fram eftirfarandi tillögu frá B-lista:
a) Sveitarstjórn samþykkir að mótaðar verði reglur um styrki vegna varmadæluvæðingar á köldum svæðum í sveitarfélaginu og felur veitu- og hafnaráði eftirfylgni við verkefnið.
b) Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram vinnu við athugun á rekstrarhæfi og undirbúning smávirkjunar í Brimnesá sem tryggi sjálfbærni sveitarfélagsins um raforku og felur veitu- og hafnaráði eftirfylgni við verkefnið.

Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
c) B-listinn leggur til að samkvæmt sveitarstjórnarlögum vinni sveitarstjórnin saman að mótun stefnu um þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í sveitarfélaginu öllu, þéttbýli og dreifbýli. Stefnan verði gerð í íbúasamráði taki til fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar fyrir rekstur sveitarfélagsins. Lagt fram til afgreiðslu.

Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.

Fleiri tóku ekki til máls.
Málefnasamningurinn lagður fram til kynningar.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Felix Rafn Felixsyni fyrir hönd B-lista.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Felix Rafn Felixsyni fyrir hönd B-lista.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Katrínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd B-lista.

4.Kosningar samkvæmt 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022

Málsnúmer 202205177Vakta málsnúmer

Fyrir lá listi með tillögum meirihluta og minnihluta um fulltrúa í ráð og nefndir. Forseti lagði fram listann og er hann eftirfarandi:

Byggðaráð
Aðalmenn:
Formaður: Helgi Einarsson (K)
Varaformaður:Freyr Antonsson (D)
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Varamenn:
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Lilja Guðnadóttir (B)

Félagsmálaráð
Aðalmenn.
Formaður:Katrín Kristinsdóttir (D)
Varaformaður:Magni Óskarsson (K)
Júlíus Magnússon (D)
Nimnual Khakhlong (K)
Lilja Guðnadóttir (B)
Varamenn:
Kristín Heiða Garðarsdóttir (D)
Silja Pálsdóttir (D)
Elsa Hlín Einarsdóttir (K)
Haukur Arnar Gunnarsson (K)
Felix Rafn Felixson (B)

Yfirkjörstjórn
Aðalmenn:
Formaður:Bjarni Jóhann Valdimarsson
Íris Daníelsdóttir
Jón Steingrímur Sæmundsson
Varamenn:
Margrét Ásgeirsdóttir
Einar Hafliðason
Hákon Viðar Sigmundsson

Dalbær, stjórn
Aðalmenn:
Formaður:Freyr Antonsson (D)
Varaformaður:Rúna Kristín Sigurðardóttir (K)
Anna Guðrún Snorradóttir (D)
Kristjana Arngrímsdóttir (K)
Kristinn Bogi Antonsson (B)
Varamenn:
Benedikt Snær Magnússon (D)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Gunnar Kristinn Guðmundsson (K)
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Heiða Hilmarsdóttir (B)
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmenn:
Helgi Einarsson (K)
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Varamenn:
Freyr Antonsson (D)
Lilja Guðnadóttir (B)

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands
Aðalmaður:
Freyr Antonsson (D)
Varamaður:
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Umhverfisráð
Aðalmenn:
Formaður:Anna Kristín Guðmundsdóttir (D)
Varaformaður:Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Gunnþór E. Sveinbjörnsson (D)
Emil Júlíus Einarsson (K)
Eiður Smári Árnason (B)
Varamenn:
Anna Guðrún Snorradóttir (D)
Júlíus Magnússon (D)
Friðjón Árni Sigurvinsson (K)
Gunnlaugur Svansson (K)
Monika Margrét Stefánsdóttir (B)

Veitu- og hafnarráð
Aðalmenn:
Formaður: Haukur Arnar Gunnarsson (K)
Varaformaður: Benedikt Snær Magnússon (D)
Gunnlaugur Svansson (K)
Silja Pálsdóttir (D)
Monika Margrét Stefánsdóttir (B)
Gunnþór E. Sveinbjörnsson (D)
Júlíus Magnússon (D)
Friðjón Árni Sigurvinsson (K)
Jolanta Krystyna Brandt (K)
Valdimar Bragason (B)

Fræðsluráð
Aðalmenn:
Formaður:Jolanta Krystyna Brandt (K)
Varaformaður:Benedikt Snær Magnússon (D)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Snæþór Arnþórsson (K)
Felix Rafn Felixson (B)
Varamenn:
Kristín Heiða Garðarsdóttir (D)
Júlía Júlíusdóttir (D)
Gunnar Kristinn Guðmundsson (K)
Helgi Einarsson (K)
Þórhalla Karlsdóttir

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð.
Aðalmenn:
Formaður:Jóhann Már Kristinsson (D)
Varaformaður:Elsa Hlín Einarsdóttir (K)
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir (D)
Snævar Örn Ólafsson (K)
Kristín Kjartansdóttir (B)
Varamenn:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Gunnar Eiríksson (D)
Magni Óskarsson (K)
Snæþór Arnþórsson (K)
Jón Ingi Sveinsson (B)


Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Aðalmaður
Helgi Einarsson (K)
Fjórir þingfulltrúar
Aðalmenn:
Freyr Antonsson (D)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Katrín Sif Ingvarsdóttir (K)
Lilja Guðnadóttir (B)
Varamenn:
Felix Rafn Felixson (B)
Gunnar Kristinn Guðmundsson (K)
Jóhann Már Kristinsson (D)
Katrín Kristinsdóttir (D)


Barnaverndarnefnd
Aðalmenn:
Kristín Heiða Garðarsdóttir (D)
Oliver Edvardsson
Varamenn:
Benedikt Snær Magnússon (D)
Jolanta Krystyna Brandt (K)


Stjórn Menningarfélagsins Bergs ses.
Aðalmaður:
Lovísa María Sigurgeirsdóttir (K)
Varamaður:
Jóhann Már Kristinsson (D)

Öldungaráð:
Aðalmenn í byggðaráði:
Helgi Einarsson (K)
Freyr Antonsson (D)
Katrín Sigurjónsdóttir (B)



Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Freyr Antonsson.


Ekki komu fram aðrar tillögur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur.

5.Ákvörðun um fundi sveitarstjórnar og fundi byggðaráðs

Málsnúmer 202205178Vakta málsnúmer

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um auglýsingu á fundum sveitarstjórnar:
a)
Sveitarstjórn samþykkir að í upphafi kjörtímabils verði auglýst hvernig fundir sveitarfélagsins verði auglýstir á kjörtímabilinu og með hvaða fyrirvara, eins og kveður á um í 15. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.

Enginn tók til máls.

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um fundi sveitarstjórnar:
b)
Sveitarstjórn samþykkir að fundir sveitarstjórnar verði að jafnaði haldnir þriðja þriðjudag hvers mánaðar í Ráðhúsi Dalvíkur, í Upsa á 3. hæð kl. 16:15 og verði auglýstir með tveggja daga fyrirvara á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Enginn tók til máls.

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um fundi byggðaráðs:
c)
Sveitarstjórn samþykkir að fundir byggðarráðs verði að jafnaði haldnir hvern fimmtudag kl. 13:15.

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um auglýsingu á fundum.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um fundartíma sveitarstjórnar.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um fundartíma byggðaráðs.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1027, frá 19.05.2022.

Málsnúmer 2205010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 9 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.

Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 258, frá 10. maí 2022.

Málsnúmer 2205007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Fræðsluráð - 270, frá 11. maí 2022.

Málsnúmer 2205006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

9.Ungmennaráð - 34, frá 24.05.2022.

Málsnúmer 2205013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022; Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga - samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð nr. 4 frá vinnuhópnum frá 17. maí sl. Samkvæmt lið 1 eru lögð fram lokadrög að samstarfssamningi ásamt viðaukum 1-4. Vinnuhópurinn samþykkti að leggja drögin fram til afgreiðslu hjá sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna. Samkvæmt lið 2 þá var vinnuhópnum einnig falið að móta tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag vegna breytinga á barnaverndarmálum. Gildistöku nýrra barnaverndarlaga var frestað til áramóta þar sem enn er margt óljóst af hendi Ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Vinnuhópurinn vísar því þessum lið til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna og lýkur störfum. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra og vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi vegna breytinga á barnaverndarmálum til nýrrar sveitarstjórnar. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að lið b) verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og úrvinnslu.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

11.Frá 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022; Útboð á skólamat 2022 - 2025

Málsnúmer 202112103Vakta málsnúmer

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. maí 2022, er varðar útboð á skólamat fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla 2022-2025. Fram kemur að eitt tilboð barst. Það var frá Blágrýti ehf. Opnun á tilboði var 11. maí kl. 13.00. Sviðsstjóri er búinn að fara yfir tilboðsgögn og eru skil samkvæmt útboðsgögnum. Útboðsgögn voru til afhendingar í Ráðhúsi Dalvíkur frá 07.04.2022. Svara þarf tilboði fyrir 8. júní. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að tilboði Blágrýtis ehf. verði tekið. Vegið meðalverð er kr. 890,8 án vsk. Á 269. fundi fræðsluráðs þann 20. apríl sl. voru útboðsgögn lögð fram til kynningar og drög áður á fundi fræðsluráðs þann 12. janúar sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: Kostnaðaráætlun. Útboðsgögn. Fundargerð vegna opnunar á útboði. Athugasemdir við útboðsgögn. Greinargerð Blágrýtis ehf. með tilboði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt ákvæði 1.2. í útboðsgögnum, liði 1-3."
Til máls tók:
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:21.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt ákvæði 1.2. í útboðsgögnum, liði 1-3. Drög að samningi verði lögð fyrir byggðaráð og síðan sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

12.Frá 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022; Útboð á skólaakstri 2022 - 2025

Málsnúmer 202112102Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:25.

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 10. maí 2022, þar sem fram kemur að eitt tilboð barst í skólaakstur fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla; frá Ævari og Bóasi ehf. Opnun á tilboði var 28. maí kl. 11.00. Engar athugasemdir komu við útboðsgögn. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs er búinn að fara yfir tilboðsgögn og eru skil samkvæmt útboðsgögnum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að tilboði frá Ævari og Bóas ehf. verði tekið. Tilboðssverð er kr. 880 per/km án vsk skv. lið A. Á 270. fundi fræðsluráðs þann 11. maí sl. voru niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar og vísaði fræðsluráð málinu til byggðaráðs til frekari umræðu og ákvörðunartöku. Útboðsgögn voru kynnt á fundum fræðsluráðs 20. apríl sl. og drög að útboðsgögnum 12. janúar sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn; Útboðsgögn. Fundargerð vegna opnunar á útboði. Tilboðsblað. Akstursáætlun. Upplýsingar um starfsmenn, bifreiðakost og akstursáætlun. Kostnaðaráætlun.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samið verði við Ævar og Bóas ehf. og að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði falið samningaumleitanir á grundvelli tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt lið 1.17. í útboðsgögnum."
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að samið verið við Ævar og Bóas ehf. með fyrirvara um gögn samkvæmt lið 1.17 í útboðsgögnum. Drög að samningi fari síðan fyrir byggðaráð og sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.

13.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Tillögur að breytingum til fyrri umræðu.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi gildandi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 þar sem fram koma tillögur að breytingum 47. gr. þannig að menningarráð verði endurvakið undir fræðslu- og menningarsviði með 3 fulltrúum og að til verði nýtt ráð undir framkvæmdasviði, skipulagsráð, sem fari með byggingar- og skipulagsmálin. Umhverfisráð undir framkvæmdasviði verði umhverfis- og dreifbýlisráð.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd B-lista:
Varðandi fjölgun nefnda og ráða frá núverandi samþykktum leggur B-listinn til að ef ákveðið verður að setja menningarráð á laggirnar, sem skv. málefnasamningi meirihlutans á m.a. að fjalla um málefni Gamla skóla, verði þriggja manna vinnuhópur byggðaráðs um Gamla skóla sem er að störfum skv.erindisbréfi þar um lagður niður.

Freyr Antonsson.
Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

14.Frá 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022; Beiðni um viðauka vegna ráðningar leikskólakennara í Árskógarskóla

Málsnúmer 202205132Vakta málsnúmer

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 9. maí 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.622.414 við deild 04240 og heimild til að ráða leikskólakennara/starfsmann í 100% stöðu frá og með 15. ágúst til 31. desember 2022 vegna fjölgunar barna á leikskólastigi. Vísað er í minnisblað frá 22. mars sl. þegar óskað var eftir heimild til að ráða leikskólakennara frá apríl til 8. júlí nk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við deild 04240 Árskógarskóla að upphæð kr. 3.622.414, viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2022, að upphæð kr. 3.622.414 við deild 04240 vegna launa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022; Beiðni um breytingu á heimild til búnaðarkaupa

Málsnúmer 202205134Vakta málsnúmer

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Dalvíkur, dagsett þann 17. maí 2022, þar sem samkvæmt ákvörðun á fundi yfirmanna Slökkviliðs Dalvíkur er óskað eftir heimild til að breyta beiðni um búnaðarkaup samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Óskað er eftir að tekinn verði út 1 eldgalli, þar sem fyrir liggur utanaðkomandi styrkur að sama verðmæti. Í stað 4 hjálma verði keyptir 2, en liðinu áskotnuðust 2 hjálmar í haust. Í stað þessa er óskað eftir heimild til að kaupa sjónvarp vegna fjarfunda og 2 tetra talstöðva. Kostnaður er á pari við búnaðarkaupaheimild samkvæmt fjárhagáætlun eða kr. 1.725.081.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á búnaðarkaupaheimild samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 og vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi beiðni slökkviliðs Dalvíkur um breytingu á búnaðarkaupaheimild samkvæmt fjárhagsáætlun 2022.

16.Frá 1027. fundi byggðaráðs frá 19. maí og 34. fundi ungmennaráðs þann 24. maí 2022; Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að óskað verði eftir við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi og að vísað verði til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Á 33. fundi ungmennaráðs þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lund um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf.Tilnefna þarf fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9 - kl. 12. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, einn fulltrúi úr ungmennaráði og einn kjörinn fulltrúi sitji fundinn."

Á 34. fundi ungmennaráðs þann 24. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lundi um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf. Ungmennaráð þarf að tilnefna fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9-12 (7-10 á íslenskum tíma) Ungmennaráð samþykkir að tilnefna Írisi Björk sem fulltrúa ungmennaráðs."


Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að byggðaráði verði falin fullnaðarafgreiðsla til að tilnefna kjörinn fulltrúa á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.


a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur og að sá fulltrúi sæki fjarfundinn ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að Íris Björk verði fulltrúi ungmennaráðs.

17.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Landsþing og landsþingsfulltrúar

Málsnúmer 202205162Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 6. maí sl., þar sem vakin er athygli á að dagana 28. - 30. september nk. verður landsþing Sambandsins haldið á Akureyri. Öll sveitarfélög á landinu sem eiga aðild að Sambandinu eiga rétt til að senda fulltrúa á landsþingið í samræmi við íbúafjölda í viðkomandi sveitarfélagi. Þá eiga framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, rétt til setu á landsþingi með málfrelsi og tillögurétti. Mikilvægt er að sveitarfélög tilnefni landsþingsfulltrúa á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar. Að þeim fundi loknum þarf að senda kjörbréf á Sambandið, í síðasta lagi 15. júlí nk.
Samkvæmt 4. lið hér að ofan þá eru eftirtalin kjörin sem fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga;
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmenn:
Helgi Einarsson (K)
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Varamenn:
Freyr Antonsson (D)
Lilja Guðnadóttir (B)

Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

18.Frá 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022; Listi yfir birgja 2021

Málsnúmer 202205136Vakta málsnúmer

Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að lista yfir birgja Dalvíkurbyggðar 2021 en Dalvíkurbyggð hefur á undanförnum árum birt yfirlit yfir helstu birgja með ársreikningi. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir drögin.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að listinn verði birtur með ársreikningi 2021 eins og undanfarin ár, þ.e. að fram komi upplýsingar um birgja / lánadrottna vegna innkaupa á vöru, þjónustu og framkvæmdum miðað við kr. 1.000.000 og meira. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að listi yfir birgja ársins 2021 verði birtur með ársreikningi, samanber undanfarin ár, vegna innkaupa á vöru, þjónustu og framkvæmdum miðað við kr. 1.000.000 og hærra.

19.Frá 258. fundi félagsmálaráðs þann 10. maí 2022; Áætlun um jafnréttismál - endurskoðun að afloknum sveitarstjórnarkosningum

Málsnúmer 202203025Vakta málsnúmer

Á 258. fundi félagsmálaráðs þann 10. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"Félagsmálastjóri lagði fram erindi til að minna á að sveitarstjórnir skulu að afloknum sveitarstjórnarkosningum sjá til þess að innan hvers sveitarfélags verði gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum. Áætlun skal taka til markmiða og aðgerða til að stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, m.a. hvernig starfsfólki skuli tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 6. mgr. 14. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Hún skal lögð fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar, framvinda hennar rædd árlega í sveitarstjórn eftir það og hún endurskoðuð eftir þörfum. Sveitarstjórn skal fela byggðaráði eða annarri fastanefnd sveitarfélags að fara með jafnréttismál sveitarfélagsins og hafa, með stuðningi starfsfólks, umsjón með undirbúningi áætlunar og framkvæmd hennar. Sveitarstjórn er jafnframt skylt að gera jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína skv. 5. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd þessa ákvæðis og veitir sveitarfélögum stuðning við framkvæmd þess.Lagt fram til kynningar."
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, sem leggur til að þessum lið verði vísað til félagsmálaráðs til úrvinnslu.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu staðgengils sveitarstjóra.

20.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Í upphafi kjörtímabils skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða siðareglur sveitarstjórnar. Ef niðurstaðan er að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Sjá nánar 29. gr. sveitarstjórnarlaga.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur.

21.Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar kjörtímabilið 2022-2026

Málsnúmer 202205192Vakta málsnúmer

Sveitarstjórnir skulu marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Ef sveitarfélög hafa með sér samvinnu um barnavernd er þeim heimilt að gera sameiginlega áætlun. Sjá nánar 9. gr. barnaverndarlaga.
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, sem leggur til að þessum lið verði vísað til félagsmálasviðs og sameiginlegrar barnaverndarnefndar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

22.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar - ákvörðun um endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 202205193Vakta málsnúmer

Að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulags. Sjá nánar 35. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umhverfisráðs,

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

23.Verndarsvæði - endurmat í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205194Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn skal að loknum sveitarstjórnarkosningum endurmeta þau verndarsvæði sem fyrir eru í sveitarfélaginu með tilliti til þess hvort auka eigi við þau eða breyta mörkum þeirra að öðru leyti. Sjá nánar 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð.
Til máls tóku:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umhverfisráðs til úrvinnslu.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu.

24.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2022

Málsnúmer 202204102Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórn Dalbæjar frá 24. mars sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

25.Fundagerðir Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2022

Málsnúmer 202205203Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 20. maí 2022 - fundur nr. 60.

Í fundargerðinni er 4. lið vísað til nýrrar sveitarstjórnar, mál nr. 201902040 - Framkvæmdastjóri Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses;

"Katrín sveitarstjóri hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra til bráðabirgða síðan í september 2020. Hún mun láta af störfum í lok kjörtímabilsins og því þarf stjórn að ákveða hvernig farið verður með framkvæmdastjórn stofnunarinnar.Stjórnin telur mikilvægt að hafa samskonar tengingu inn í stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar og verið hefur. Stjórn beinir málefnum framkvæmdastjóra og skipan í fulltrúaráð skv. samþykktum félagsins til nýrrar sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að vísa 4.lið fundargerðarinnar til byggðaráðs.
Forseti þakkar fundarmönnum fyrir fyrsta fund sem og þakkar Katrínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd sveitarstjórnar fyrir hennar störf síðustu fjögur ár.
Helgi Einarsson tók undir þakkir forseta til fyrrverandi sveitarstjóra.
Katrín Sigurjónsdóttir þakkaði fyrir sig.

Fundi slitið - kl. 18:39.

Nefndarmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Felix Rafn Felixson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs