Byggðaráð

1015. fundur 03. febrúar 2022 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2022; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á fundinum var samþykkt að bæta inn á dagskrá byggðaráðs þessum dagskrárlið vegna leiðréttingar á gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar. í ljós hefur komið að misritun varð í tillögu að gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2022, eins og hún var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 23.11.2021, þannig að gjald á hvern fermetra húss skv. a) lið í 2. gr. verði kr. 362,89 en ekki kr. 400,33.
Einnig hefur komið í ljós að auglýst gjaldskrá í Stjórnartíðindum er ekki rétt - send voru vinnugögn til birtingar en ekki sú gjaldskrá sem sveitarstjórn staðfesti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á gjaldskrá fráveitu þannig að gjald á hvern fermetra húss lækki úr kr. 400,33 í kr. 362,89 í a) lið 2. gr. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að senda í Stjórnartíðindi staðfesta gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar sem fyrst til birtingar með áorðinni breytingu á a) lið 2. gr. skv. ofangreindu.

2.Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga; vinnuhópur vegna samstarfs um málefni fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum.

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum.

3.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand - staða mála

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar."
Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann.Lagt fram til kynningar."


Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi íbúasamtaka á Árskógssandi þriðjudaginn 1. febrúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand og stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 202110009Vakta málsnúmer

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. október sl. og minnisblað 30. september sl., þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 24. september sl. var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun og afgreiðslu: Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur áhuga á samtali, án allra skuldbindinga, við HMS til að kynna sér nánar hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfi á landbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Ef af verður þá verði stofnunin samstarfsverkefni sveitarfélaga sem geti þannig náð stærðarhagkvæmni með því að sameinast um uppbyggingu og rekstur íbúðanna. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. er eitt af þeim átta hses. á vegum sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem eru starfandi í dag, eins og fram kemur í minnisblaði HMS frá 17.09.2021. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kom Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses á laggirnar. Félagið hefur byggt 7 íbúða þjónustukjarna á Dalvík fyrir fatlað fólk og voru íbúðirnar teknar í notkun á árinu 2019. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun og afgreiðslu. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð umræðufundar frá 26. janúar sl. um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn frá Dalvíkurbyggð.

Einnig fylgdu með eftirfarandi gögn af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Spurt og svarað- til undirbúnings fyrir fund 26.01.2022.
Drög að samþykktum fyrir xx hses.
Lagt fram til kynningar.
Málið verður tekið upp aftur þegar erindi og frekari gögn berast frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

6.Frá Mannviti; Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mannviti, rafpóstur dagsettur þann 20. janúar sl., varðandi Brimnesárvirkjun. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð greiði útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft sem er áætlaður um kr. 500.000 án vsk. Einnig kemur fram að kostnaður vegna efnisrannsóknar verði aldrei undir kr. 400.000 án vsk en í þessa rannsókn þurfi að fara áður en verkið er boðið út.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að greiða útlagðan kostnað vegna vinnu við gröft um kr. 500.000 án vsk. Vísað á deild 47410; Smávirkjun.

7.Gangur á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur; sala

Málsnúmer 202201048Vakta málsnúmer

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í starfsáætlun Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2022 þá er gert ráð fyrir að eignarhluti Dalvíkurbyggðar á 2. hæð verði settur á sölu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindur eignarhluti verði settur á söluskrá sem fyrst og að Hvammur fasteignasala verði fengin til að sjá um ferlið. Leigjendur verði upplýstir um fyrirhugaða sölu."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsusviðs gerði grein fyrir stöðu mála og að breyta þurfi eignarskiptayfirlýsingu þar sem gangurinn á 2. hæð sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar er ekki á sér eignarnúmeri. Búið er að upplýsa aðra eigendur í húsinu og þá með þeirri fyrirspurn hvort að gera þurfi einhverjar aðrar breytingar á eignaskiptayfirlýsingunni.

Lagt fram til kynningar.

8.Hluthafafundir Tækifæris hf. des. 2021 og jan. 2022

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "a) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 20. desember sl. þar sem boðað er til hluthafafundar mánudaginn 27. desember sl. Stjórn Tækifæris hf. hefur undirritað kaupsamning um sölu allra eigna félagins að frátöldum eignarhlutum þess í Sjóðböðunum og Jarðböðunum. Kaupandi er Fjárfestingarfélagið Urðir ehf. en það er að fullu í eigu KEA svf. Um virði hins keypta liggur fyrir sérfræðiskýrsla sem unnin er af endurskoðanda félagsins í samræmi við 2. mgr. 95. gr a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög þrátt fyrir að umfang viðskiptanna sé undir þeim viðmiðunum sem lögin gera ráð fyrir um gerð sérfræðiskýrslu og samþykki hluthafafundar. Meðfylgjandi er sérfræðiskýrsla endurskoðanda félagsins. b) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 4. janúar 2022, þar sem boðað er til hluthafafundar 10. janúar nk. kl. 14:00. Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja hluthafafund Tækifæris hf. þann 10. janúar nk." Sveitarstjóri gerði grein fyrir upplýsingum sem hún hefur aflað sér um málið og hluthafafund Tækifæris þann 10. janúar sl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna með möguleika á sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum (áður Tækifæri hf.). Enginn tók til máls. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að sækja hluthafafund Tækifæris hf. þann 10. janúar sl. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna með möguleika á sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum (áður Tækifæri hf.)."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir erindi til stjórnar Norðurbaða hf. (áður Tækifæri hf.) þar sem gert er grein fyrir áhuga sveitarfélagsins á sölu á sínum eignarhluta og þá hvort áhugi sé fyrir hjá stjórn félagsins á kaupum.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Umboðsmanni barna; Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 202201128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 28. janúar 2022, um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa. Óskað er eftir að erindinu sé komi áfram til viðeigandi aðila innan sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til fræðsluráðs, íþrótta- og æskulýðsráðs og ungmennaráðs til umfjöllunar.

10.Frá Alþingi; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.

Málsnúmer 202201117Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 13.01.2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs