Byggðaráð

1027. fundur 19. maí 2022 kl. 13:00 - 15:42 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson, aðalmaður boðaði forföll og Þórhalla Karlsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Útboð á skólamat 2022 - 2025

Málsnúmer 202112103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 13. maí 2022, er varðar útboð á skólamat fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla 2022-2025. Fram kemur að eitt tilboð barst. Það var frá Blágrýti ehf. Opnun á tilboði var 11. maí kl. 13.00. Sviðsstjóri er búinn að fara yfir tilboðsgögn og eru skil samkvæmt útboðsgögnum. Útboðsgögn voru til afhendingar í Ráðhúsi Dalvíkur frá 07.04.2022. Svara þarf tilboði fyrir 8. júní. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að tilboði Blágrýtis ehf. verði tekið. Vegið meðalverð er kr. 890,8 án vsk.

Á 269. fundi fræðsluráðs þann 20. apríl sl. voru útboðsgögn lögð fram til kynningar og drög áður á fundi fræðsluráðs þann 12. janúar sl.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Kostnaðaráætlun.
Útboðsgögn.
Fundargerð vegna opnunar á útboði.
Athugasemdir við útboðsgögn.
Greinargerð Blágrýtis ehf. með tilboði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt ákvæði 1.2. í útboðsgögnum, liði 1-3.

2.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Útboð á skólaakstri 2022 - 2025

Málsnúmer 202112102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 10. maí 2022, þar sem fram kemur að eitt tilboð barst í skólaakstur fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla; frá Ævari og Bóasi ehf. Opnun á tilboði var 28. maí kl. 11.00. Engar athugasemdir komu við útboðsgögn. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs er búinn að fara yfir tilboðsgögn og eru skil samkvæmt útboðsgögnum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að tilboði frá Ævari og Bóas ehf. verði tekið. Tilboðssverð er kr. 880 per/km án vsk skv. lið A.

Á 270. fundi fræðsluráðs þann 11. maí sl. voru niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar og vísaði fræðsluráð málinu til byggðaráðs til frekari umræðu og ákvörðunartöku. Útboðsgögn voru kynnt á fundum fræðsluráðs 20. apríl sl. og drög að útboðsgögnum 12. janúar sl.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn;
Útboðsgögn.
Fundargerð vegna opnunar út útboði.
Tilboðsblað.
Akstursáætlun.
Upplýsingar um starfsmenn, bifreiðakost og akstursáætlun.
Kostnaðaráætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samið verði við Ævar og Bóas ehf. og að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði falið samningaumleitanir á grundvelli tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt lið 1.17. í útboðsgögnum.

3.Frá skólastjóra Árskógarskóla; Beiðni um viðauka vegna ráðningar leikskólakennara í Árskógarskóla

Málsnúmer 202205132Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 9. maí 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.622.414 við deild 04240 og heimild til að ráða leikskólakennara/starfsmann í 100% stöðu frá og með 15. ágúst til 31. desember 2022 vegna fjölgunar barna á leikskólastigi. Vísað er í minnisblað frá 22. mars sl. þegar óskað var eftir heimild til að ráða leikskólakennara frá apríl til 8. júlí nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka við deild 04240 Árskógarskóla að upphæð kr. 3.622.414, viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2022, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá Slökkviliði Dalvikur; Beiðni um breytingu á heimild til búnaðarkaupa

Málsnúmer 202205134Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Dalvíkur, dagsett þann 17. maí 2022, þar sem samkvæmt ákvörðun á fundi yfirmanna Slökkviliðs Dalvíkur er óskað eftir heimild til að breyta beiðni um búnaðarkaup samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Óskað er eftir að tekinn verði út 1 eldgalli, þar sem fyrir liggur utanaðkomandi styrkur að sama verðmæti. Í stað 4 hjálma verði keyptir 2, en liðinu áskotnuðust 2 hjálmar í haust. Í stað þessa er óskað eftir heimild til að kaupa sjónvarp vegna fjarfunda og 2 tetra talstöðva. Kostnaður er á pari við búnaðarkaupaheimild samkvæmt fjárhagáætlun eða kr. 1.725.081.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á búnaðarkaupaheimild samkvæmt fjárhagsáætlun 2022 og vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað:

"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að óskað verði eftir við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi og að vísað verði til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna."

Á 33. fundi ungmennaráðs þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lund um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf."

Tilnefna þarf fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9 - kl. 12.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, einn fulltrúi úr ungmennaráði og einn kjörinn fulltrúi sitji fundinn.

6.Tillaga vinnuhóps að samstarfssamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:30.

Á 343. fundi sveitarstjóranr þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:"Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum." Niðurstaða: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tvær fundargerðir vinnuhópsins frá 16. og 18. febrúar, til kynningar. Í 2. fundargerð hópsins er með rökstuddum hætti lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir byggðaráð." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð nr. 4 frá vinnuhópnum frá 17. maí sl.

Samkvæmt lið 1 eru lögð fram lokadrög að samstarfssamningi ásamt viðaukum 1-4. Vinnuhópurinn samþykkti að leggja drögin fram til afgreiðslu hjá sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna.
Samkvæmt lið 2 þá var vinnuhópnum einnig falið að móta tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag vegna breytinga á barnaverndarmálum. Gildistöku nýrra barnaverndarlaga var frestað til áramóta þar sem enn er margt óljóst af hendi Ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélga um framkvæmd laganna. Vinnuhópurinn vísar því þessum lið til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna og lýkur störfum.


a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög ásamt viðaukum 1-4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra og vísar samningnum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi vegna breytinga á barnaverndarmálum til nýrrar sveitarstjórnar. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

7.Ráðningarferli í samræmi við 52. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - til umræðu

Málsnúmer 202205135Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 13:36.

Í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar kemur fram í 52. gr. að ráðning annarra starfsmanna en tilgreindir eru í 52. gr. fer eftir lögum og reglum um opinbera stjórnsýslu ásamt vinnuferlum um starfsmannaráðningar sem sveitarfélagið setur. Greinin í heild sinni hljóðar svo;

52. gr.
Um ráðningu annarra starfsmanna.
Sviðsstjórar ráða stjórnendur þeirra stofnana sem undir þá heyra, að undangenginni kynningu fyrir viðkomandi fagnefnd og veita þeim lausn frá störfum.
Stjórnendur með ráðningarvald ráða sitt starfsfólk og veita þeim lausn frá störfum nema vald til slíks sé með lögum fengið öðrum aðilum eða á annan veg mælt fyrir í reglugerðum um sérmál tiltekinna stofnana. Um ráðningu annarra starfsmanna en tilgreindir eru í 52. gr. fer eftir lögum og reglum um opinbera stjórnsýslu ásamt vinnuferlum um starfsmannaráðningar sem sveitarfélagið setur.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu verklagsreglur frá nokkrum sveitarfélögum í samræmi við ofangreint. Í vinnuhópi um Mannauðsstefnu, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók hefur verið rætt um að teikna upp ferlið fyrir stjórnendur með ráðningarvald og var sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að móta drög að verklagsreglum.

Til umræðu ofangreint og hvað ofangreindar verklagsreglur þurfa að ná yfir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að ofangreindum verklagsreglum.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202205027Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Listi yfir birgja 2021 - drög

Málsnúmer 202205136Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að lista yfir birgja Dalvíkurbyggðar 2021 en Dalvíkurbyggð hefur á undanförnum árum birt yfirlit yfir helstu birgja með ársreikningi.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir drögin.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að listinn verði birtur með ársreikningi 2021 eins og undanfarin ár, þ.e. að fram komi upplýsingar um birgja / lánadrottna vegna innkaupa á vöru, þjónustu og framkvæmdum miðað við kr. 1.000.000 og meira.

10.Trúnaðarmál

11.Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2022

Málsnúmer 202204141Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti og fór yfir stöðumat stjórnenda vegna janúar - mars 2022, þ.e. samanburð bókhalds í heimildir í fjárhagsáætlun.

Einnig var kynnt yfirlit staðgreiðslu fyrir annars vegar janúar - mars og hins vegar janúar - apríl 2022 í samanburði við árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnnti skýrslur úr bóhaldi sveitarfélagsins sem sýnir stöðu bókhalds janúar-apríl í samanburði við fjárhagsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17.05.2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:42.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson, aðalmaður boðaði forföll og Þórhalla Karlsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs