Byggðaráð

1014. fundur 27. janúar 2022 kl. 13:00 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Atvinnulífskönnun 2021; samantekt

Málsnúmer 202111002Vakta málsnúmer

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:00. Íris kynnti niðurstöður úr atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021. Árið 2019 fór fram könnun á stöðu atvinnulífs í Dalvíkurbyggð á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu og var sú könnun framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey. Á 66. fundi atvinnumála-og kynningaráðs samþykkti ráðið að senda aftur út könnun með það að markmiði að kanna núverandi stöðu atvinnumála í Dalvíkurbyggð ásamt því að fá samanburð á milli áranna 2019 og 2021. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 14. desember - 8. janúar 2021. Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Spurningalistinn var sendur á 132 fyrirtæki í sveitarfélaginu. Svör bárust frá 79 fyrirtækjum. Svarhlutfall er 59,8%. Íris vék af fundi kl. 13:34. Byggðaráð þakkar fyrir kynninguna og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að taka saman þau atriði er snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og koma þeim einnig á framfæri við fagráðin. Einnig að taka saman þau atriði er snúa að hagsmunasamtökum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samanntekt þjónustu- og upplýsingafulltrúa yfir þau atriði sem snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og komu fram í ofangreindri atvinnulífskönnun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri samantekt til fagráða Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og afgreiðslu, eftir því sem við á.

3.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 111. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á fundi starfsmanna 10. janúar 2022 með forsvarsmönnum Laxós verkefnisins voru kynnt áform um áframhald á verkefninu. Fyrir veitu- og hafnaráði liggur fyrir að taka afstöðu til veitingu á heitu og köldu vatni til verkefnisins og einnig deiliskipulags vegna verkefnisins við hafnasvæðið á Árskógssandi. Fyrirhugað er að halda íbúafund til kynningar á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Veitu- og hafnaráð leggur til við sviðsstjóra að leitað verði til verkfræðistofu og fengið álit á möguleikum veitna til afhendingar orku fyrir verkefnið, bæði á heitu og köldu vatni." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið til frekari umfjöllunar í byggðaráði." Íbúafundur (fjarfundur) var haldinn í gær 19. janúar sl. um fyrirhugað seiðaeldi þar sem forsvarsmenn Laxóss ehf. og Dalvíkurbyggð kynntu hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi og áformaða starfsemi. Einnig voru kynntar módelmyndir/þrívíddarteikningar af svæðinu sem um ræðir sem er lóð sunnan Öldugötu og uppfylling austan ferjubryggju Árskógssandshafnar. Fundurinn var tekinn upp og verður upptakan og gögn aðgengileg á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fram kom í máli sveitarstjóra að búið er að lengja frest til að koma með athugasemdir til 6. febrúar nk. Lagt fram til kynningar."

Sveitarstjóri og Jón Ingi Sveinsson gerðu grein fyrir vettvangsferð í gær á Tálknafjörð ásamt varaformanni umhverfisráðs og Rögnvaldi Guðmundssyni, starfsmanni frá SSNE, til að kynna sér seiðaeldisstöð þar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Laxós er að láta vinna einnig hugmyndir að skipulagi miðað við að húsin á landfyllingunni færu meira inn undir bakkann.

Lagt fram til kynningar.

4.Vátryggingar Dalvíkurbyggðar; útboð 2022

Málsnúmer 202201014Vakta málsnúmer

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 þá er gert ráð fyrir að farið verði í útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins. Gildandi samningur við VÍS er með gildistíma til og með 31.12.2022 með framlengingu um eitt ár í senn í tvígang. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag útboðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fá verð frá Consello í þjónustu við útboð á tryggingapakkanum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð og verklýsing frá Consello, dagsett þann 21. janúar sl. ásamt svörum við beiðni sviðsstjóra um ítarupplýsingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við Consello á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og verklýsingar, samningi vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Hvatning frá Skólastjórafélagi Íslands og viðbrögð Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202201089Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Skólastjórafélagi Íslands, dagsettur þann 19. janúar sl., þar sem meðfylgjandi er hvatnig til sveitarfélagsins að greiða skólastjórnendum fyrir vinnu sína við smitrakningu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 20. janúar sl., þar sem er að finna yfirlýsingu Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga til að bregðast við fyrirspurnum sveitarfélaga og stjórnenda skóla um réttmæti þess sem fram kemur af hálfu Félags grunnskólakennara að kennarar eiga rétt á tilteknum greiðslum í tengslum við COVID-19 vegna útkalla og sýnatöku.

Fram kemur m.a.;
"Þá er vísað til þess að Í sóttvarnalögum nr. 19/1997 með seinni tíma breytingum er kveðið á um skyldu
sóttvarnalæknis til að uppræta og koma í veg fyrir alvarlega smitsjúkdóma eins og COVID-19. Í 4. mgr, 12.
gr. laganna er kveðið á um rétt sóttvarnalæknis til aðgangs að gögnum til að gera faraldsfræðilega
rannsókn á uppruna smits og eftir atvikum hefja smitrakningu. Sérstaklega skal bent á að í 5. gr.
sóttvarnalaga er einnig kveðið á um að sóttvarnalækni sé heimilt að fela tilteknum aðilum,
ríkislögreglustjóra eða stofnunum að rekja smit þegar farsótt geisar og ber sóttvarnalæknir ábyrgð á
smitrakningunni."


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð tekur undir með svæðisformönnum Skólastjórafélags Íslands að stjórnendur og starfsmenn skólastofnana í Dalvíkurbyggð, sem og um land allt, eiga mikið hrós skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt á vogaskálarnar í baráttunni gegn Covid 19.

6.Búrhvalur - tennur

Málsnúmer 202201108Vakta málsnúmer

Á árinu 2016 rak um 12 metra langan búrhval upp í fjöruna á Dalvík, Böggvisstaðasandi, rétt um 200 metra frá hafnargarðinum. Fyrrverandi sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fékk sérfræðinga að málum til að koma búrhvalskjálkanum i sýningahæft form. Umsamið verð var kr. 200.000 fyrir utan vsk. Kjálkinn er nú tilbúinn til uppsetningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka við búrhvalskjálkanum í sýningahæfu formi og vísar ofangreindum kostnaði á deild 21010.

7.Til umsagnar 181. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 202201095Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 20. janúar sl., þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en lok dags 3. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga; samstarf um málefni fatlaðra

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1010. fundi byggðaráðs þann 16. desember sl. var m.a. eftifarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað bæjarlögmanns, dagsett þann 26.11.2021, til Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um ofangreint. Fram kemur m.a. að það liggi beinast við að stofnað verði byggðasamlag um verkefni sem lúta að þjónustu við fatlað fólk sem þá um leið tryggir að búið sé að formfesta samstarf DB og FB hvað varðar þennan málaflokk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir samráðsfundi með Fjallabyggð um ofangreint málefni ásamt fleiri málefnum sem sveitarfélögin vinna að í sameiningu. Fundurinn verði haldinn sem fyrst á nýju ári." Ofangreindur samráðsfundur er áformaður fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 15:00 á Dalvík. Til umræðu dagská og fyrirkomulag fundarins. Lagt fram til kynningar."

Undir þessum lið var farið yfir samantekt sem unnin er af sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Fjallabyggðar um kosti og galla við samstarf um málefni fatlaðra annars vegar í byggðasamlagi og hins vegar þar sem annað sveitarfélagið er leiðandi sveitarfélag. Samantektin tekur m.a. mið af minnisblaði bæjarlögmanns Dalvíkurbyggðar annars vegar og hins vegar á minnisblaði Sesselju Árnadóttur frá KPMG sem unnið var að beiðni Fjallabyggðar.

Lagt fram til kynningar.

9.Samráðsfundir með Fjallabyggð 2018-2022

Málsnúmer 201905096Vakta málsnúmer

Kl. 15:00 hófst samráðsfundur fulltrúa í sveitarstjórnum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar ásamt sveitar- og bæjarstjórum í gegnum TEAMS fjarfund.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs