Íþrótta- og leikjaskóli á Dalvík

Málsnúmer 201902146

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 109. fundur - 05.03.2019

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis þar sem félagið leggur til að stofnaður verði Íþrótta- og leikjaskóli Dalvíkurbyggðar. Með erindinu fylgdu drög að fyrirkomulagi og verklýsing ásamt fleiri fylgiskjölum. Við gerð fyrirkomulagsins voru íþrótta- og leikjaskólar hjá KA og Þór hafðir að leiðarljósi. Félagið myndi reka skólann og er óskað eftir því að Dalvíkurbyggð standi straum að launakostnaði starfsmanna og útvegi aðgang að aðstöðu sveitarfélagsins og aðstoð fengist frá vinnuskóla.
Íþrótta- og æskulýðsráð tekur vel í hugmyndina og telur verkefnið metnaðarfullt. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni á árinu 2019 í slíkt verkefni. Mikilvægt er að svona stór verkefni sem þarfnast fjármagns komi til ráðsins að hausti áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst. Vísar því ráðið erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020 næsta haust. Ráðið telur það einnig heppilegt að ef af verkefninu verði, þá verði það sett í heildar samning við félagið.