Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 106. fundur - 08.01.2019

Samningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð renna út um næstu áramót. Endurnýja þarf núverandi samninga sem voru fyrir síðustu 4 ár. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fela sviðstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að funda með öllum íþróttafélögunum og kanna hvort það séu óskir um breytingar á núverandi samningum og gera drög að nýjum samningum samkvæmt þeim fundum. Fulltrúar félaga verða svo kallaðir eftir þörfum á fund ráðsins.
Áætlað er að klára þessa vinnu fyrir vorfund ráðsins í maí. Þessi samningsdrög verða svo nýtt við vinnu við fjárhagsáætlun í haust þar sem endanlegir samningar verði samþykktir.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 109. fundur - 05.03.2019

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð frá síðasta fundi ráðsins. Hann gerði grein fyrir þeim athugsemdum sem komið hafa, enn er ekki búið að klára að funda með öllum félögum.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir þær athugsemdir sem hafa komið. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að halda áfram að funda með þeim félögum sem eftir eru og frestar ráðið frekari umræðu um málið til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 110. fundur - 02.04.2019

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð frá síðasta fundi ráðsins. Hann gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem komið hafa.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka umræðu um samningana með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á vorfundi ráðsins í maí.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 111. fundur - 02.05.2019

Tekin var staðan á samningum við íþróttafélögin. Unnið verður áfram í samningamálum í haust við gerð fjárhagsáætlunar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 112. fundur - 03.09.2019

Farið var yfir stöðu á samningamálum við íþróttafélögin. Alla samninga þarf að endurnýja um áramót.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 114. fundur - 05.11.2019

Lögð fram drög að grunni að samningum við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð fyrir árin 2020-2023.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að klára samningsdrögin fyrir hvert félag miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Stefnt er að því að skrifa undir samninga við félögin þegar kjör á íþróttamanni ársins fer fram í janúar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 115. fundur - 03.12.2019

Lögð fram drög að samningum við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna samningsdrögin fyrir félögunum. Stefnt er að því að skrifa undir samningana á hátíðarfundi ráðsins þriðjudaginn 14. janúar 2020.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 116. fundur - 07.01.2020

Lögð fram drög að samningum við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er búinn að kynna samningsdrögin fyrir félögunum. Farið yfir þær athugasemdir sem komu fram og lagfærðar í samningum. Stefnt er að því að skrifa undir samningana á hátíðarfundi ráðsins þriðjudaginn 14. janúar 2020.

Byggðaráð - 930. fundur - 09.01.2020

Undir þessum lið mættu á fundinn kl. 13:00 Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Til kynningar drög að samningum við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð til næstu fjögurra ára en íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er búinn að kynna samningsdrögin fyrir félögunum. Stefnt er að því að skrifa undir samningana á hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs þriðjudaginn 14. janúar 2020.
Farið yfir samningana og málin rædd.

Gísli og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:41.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 117. fundur - 14.01.2020

Fulltrúar íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar undirrituðu styrktarsamninga milli félaganna og Dalvíkurbyggðar til næstu fjögurra ára.

Sveitarstjórn - 320. fundur - 21.01.2020

Á 116. fundi Íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. janúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram drög að samningum við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er búinn að kynna samningsdrögin fyrir félögunum. Farið yfir þær athugasemdir sem komu fram og lagfærðar í samningum. Stefnt er að því að skrifa undir samningana á hátíðarfundi ráðsins þriðjudaginn 14. janúar 2020."

Drög að samningunum voru til kynningar í Byggðaráði á 930. fundi þann 9. janúar 2020. Endanlegir samningar við íþróttafélög 2020-2023 liggja nú fyrir og eru hér til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 16:43 vegna vanhæfis við umræður og afgreiðslu samnings við Golfklúbbinn Hamar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samning við Golfklúbbinn Hamar 2020-2023 með 6 atkvæðum.

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 16:44.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samninga 2020-2023 við eftirtalin íþróttafélög:
Ungmennafélag Svarfdæla
Ungmennafélagið Reyni
Ungmennafélagið Þorstein Svörfuð
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Skíðafélag Dalvíkur
Hestamannafélagið Hring
Sundfélagið Rán
Blakfélagið Rima