Verk- og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201902018

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 108. fundur - 05.02.2019

Rætt um mikilvægi þess að gera verk- og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs. Einnig rætt hvað eigi heima í slíkri áætlun, s.s. á hvaða tíma skuli auglýsa eftir styrkjum í afreks- og styrktarsjóð, vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs sem og aðrir fastir árlegir liðir.
íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að tíma- og verkáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsráð. Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði tilbúin fyrir næsta fund ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 109. fundur - 05.03.2019

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að verk og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs. Þar er að finna verkefni sem þarf að skipuleggja og framkvæma á hverju ári, s.s. kjör á íþróttamanni ársins og vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs. Slík verk- og tímaáætlun mun hjálpa til að ekki gleymist að undirbúa og fjalla um föst verkefni ráðsins.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin og leggur áherslu á að skjalið verð uppfært eftir þörfum.