Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

Málsnúmer 201902079

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 20. fundur - 19.02.2019

Síðastliðið sumar var gerð könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni.
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluti ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megin tilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.
Málinu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 109. fundur - 05.03.2019

Síðastliðið sumar sendi umboðsmaður barna út könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni. Gísl Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi svaraði fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar veitir endurgjöf á störf nemenda.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

Ungmennaráð - 21. fundur - 12.03.2019

Síðastliðið sumar sendi umboðsmaður barna út könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni. Gísli Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi svaraði fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar veitir endurgjöf á störf nemenda.
Skýrslan lögð fram til kynningar.