Fjárhagsáætlun 2019; Frá hollinvasamtökum sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 201808093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 876. fundur - 06.09.2018

Tekið fyrir erindi frá Hollvinafélagi Sundskála Svarfdæla, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að það er vilji félagsins að koma fyrir gömlu pottunum sem félaginu áskotnaðist frá Sundlaug Dalvíkur í sumar niður við Sundskála Svarfdæla. Efniskostnaður er áætlaður kr. 500.000 og óskar félagið eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna efniskostnaðar en félagið lýsir sig reiðubúið að leggja fram alla vinnu við niðursetningu pottanna og frágang. Ennfremur er bent á viðhaldsþörf hússins, að gera þurfi könnun á ástandi lagnarinnar ofan úr borholu og niður í skála. Stjórn félagsins er reiðubúin að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíð og hin margvíslegu og spennandi tækifæri sem felast í Sundskála Svarfdæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til starfsmanna Eignasjóðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
Byggðaráð óskar eftir að fá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla á fund með vísan í ofangreint erindi.

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristján E. Hjartarson, formaður stjórnar Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla, og Ingimar Guðmundsson, ritari, kl. 9:34.

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Hollvinafélagi Sundskála Svarfdæla, dagsett þann 29. ágúst 2018, þar sem fram kemur að það er vilji félagsins að koma fyrir gömlu pottunum sem félaginu áskotnaðist frá Sundlaug Dalvíkur í sumar niður við Sundskála Svarfdæla. Efniskostnaður er áætlaður kr. 500.000 og óskar félagið eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna efniskostnaðar en félagið lýsir sig reiðubúið að leggja fram alla vinnu við niðursetningu pottanna og frágang. Ennfremur er bent á viðhaldsþörf hússins, að gera þurfi könnun á ástandi lagnarinnar ofan úr borholu og niður í skála. Stjórn félagsins er reiðubúin að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíð og hin margvíslegu og spennandi tækifæri sem felast í Sundskála Svarfdæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til starfsmanna Eignasjóðs og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð óskar eftir að fá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla á fund með vísan í ofangreint erindi. "

Til umræðu ofangreint.

Kristján og Ingimar viku af fundi kl. 10:18.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frá stjórn Hollvinafélags Sundskála Svarfdæla nánari útfærslu á hugmyndum félagsins um Sundskála Svarfdæla fyrir 1. nóvember n.k.