Frá Markaðsstofu Norðurlands; Endurnýjun á samstarfssamningi

Málsnúmer 201809132

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands (MN), dagsettur þann 21. september 2018, þar sem fram kemur að samningur við MN við sveitarfélagið rennur út nú um áramótin og fer MN þess á leit að samningurinn verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021. Framlag sveitarfélagsins er 500 kr. per íbúa á ári. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands óskar einnig eftir að fá að koma á fund hjá sveitarfélaginu til að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofunnar.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur til eins árs eða út árið 2019 með vísan til tillögu stjórnar Eyþings frá 21. september s.l. hvað varðar viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna:" Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019.“

Atvinnumála- og kynningarráð - 38. fundur - 07.11.2018

Á 882. fundi byggðaráðs var meðal annars bókað:
,,Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands (MN), dagsettur þann 21. september 2018, þar sem fram kemur að samningur við MN við sveitarfélagið rennur út nú um áramótin og fer MN þess á leit að samningurinn verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021. Framlag sveitarfélagsins er 500 kr. per íbúa á ári. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands óskar einnig eftir að fá að koma á fund hjá sveitarfélaginu til að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofunnar.

Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur til eins árs eða út árið 2019 með vísan til tillögu stjórnar Eyþings frá 21. september s.l. hvað varðar viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna:" Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019."

Á 306. fundi sveitarstjórnar var meðal annars bókað:
,,Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að gerður verði samningur til eins árs við Markaðsstofu Norðurlands."
Til kynningar.