Frá Laxós ehf.; Ósk um viljayfirlýsingu

Málsnúmer 201810019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf., dagsett þann 6. september 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Dalvíkurbyggð láti Laxós ehf. fá viljayfirlýsingu um að lóð, eða landsvæðið við ströndina norðan við Hauganes, verði úthlutað til Laxós ehf. Einnig er óskað eftir viljayfirlýsingu um að sveitarfélagið verði í stakk búið til að útvega starfseminni heitt vatn á sanngjörnu verði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita ráðgjafar hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um laxeldismál almennt í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði. Einnig að stefnt verði á að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um áform fyrirtækja í fiskeldismálum í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði.

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf., dagsett þann 6. september 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Dalvíkurbyggð láti Laxós ehf. fá viljayfirlýsingu um að lóð, eða landsvæðið við ströndina norðan við Hauganes, verði úthlutað til Laxós ehf. Einnig er óskað eftir viljayfirlýsingu um að sveitarfélagið verði í stakk búið til að útvega starfseminni heitt vatn á sanngjörnu verði. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita ráðgjafar hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um laxeldismál almennt í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði. Einnig að stefnt verði á að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um áform fyrirtækja í fiskeldismálum í Dalvíkurbyggð og/eða í Eyjafirði."

Íbúafundur Dalvíkurbyggðar um málefni er snúa að laxeldi var haldinn 22. október 2018 og ráðstefna á vegum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn í Hofi laugardaginn 19. janúar s.l.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið getur ekki orðið við ósk frá Laxós ehf. um viljayfirlýsingar.